Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 13
Sameinað Kína kemur til með að færa þjóðum heimsins fleiri tækifæri til framþró- unar og skapa meiri stöðugleika á Kyrra- hafssvæði Asíu og um heim allan. Heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjanna til Taívans, þrátt fyrir eindregna andstöðu og mótmæli kínverskra stjórnvalda, varð til þess að stór- auka spennu á svæðinu og beina athygli umheimsins enn og aftur að málefnum Taívan-eyju. Ég hef tekið eftir því að fjölmiðlar á Íslandi hafa að undanförnu birt greinar um Taívan, og einnig hafa íslenskir vinir mínir spurt mig um afstöðu mína til taívanskra málefna við ýmis tækifæri. Ég finn mig því knúinn til að hripa niður nokkrar línur til að varpa ljósi á þessi mál til þess að Íslendingar fái skýra og hlut- læga yfirsýn yfir málefni Taívans. Í fyrsta lagi hefur Taívan tilheyrt Kína frá fornu fari. Elstu heimildir um Taívan eru skráðar árið 230 í sjóferðabókum sægarpsins Shen Ying frá Wu-ríkinu á tímum Konungsríkjanna þriggja (220-280). Allt frá tímum Song keis- araveldisins (960-1279) og Yuan keisaraveldisins (1270-1368) hafa Penghu-eyjar og Taívan tilheyrt kín- verska keisaraveldinu og verið hluti af stjórnsýslusvæði þess. Eftir árásarstríð Japana gegn Kína sölsuðu Japanir Taívan undir sig sem nýlendu. Við lok heims- styrjaldarinnar síðari endurheimti kínverska ríkið yfirráð yfir Taívan á grundvelli Kairó-yfirlýsingarinnar, sem ríkisstjórnir Kína, Bandaríkj- anna og Bretlands undirrituðu árið 1943, og Potsdam-yfirlýsingarinnar sem ríkisstjórnir Kína, Bandaríkj- anna, Bretlands og Sovétríkjanna undirrituðu árið 1945 sem Japanir staðfestu með yfirlýsingu sinni um uppgjöf hið sama ár. Allar þessar yfirlýsingar skjalfesta að öllum landsvæðum, sem Japanar höfðu rænt frá Kínverjum, skyldi skilað aftur til Kína, þar á meðal norðausturhluta Kína, Taívan og Penghu- eyjum. Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína 1. október 1949 tók það við af Lýðveldinu Kína og þar með varð Miðstjórn Alþýðulýðveldisins Kína eina lögmæta ríkisstjórn alls ríkis- ins. Borgarastyrjöldin í Kína 1945- 1949, og afskipti erlendra af la, leiddi til pólitísks aðskilnaðar yfir Taívan-sund og langvarandi póli- tískra deilna, en staða Taívans sem hluta Kína hefur aldrei breyst. Eins og kemur fram á Vísindavef Háskóla Íslands „þá ber bæði kommúnista- flokki Kína (CPC) og Kuomintang saman um að Taívan sé hluti Kína, en ágreiningurinn snýst um hvor stjórnin eigi rétt á að ráða yfir Kína sem heild.“ Í öðru lagi hefur alþjóðasam- félagið almennt viðurkennt að það sé aðeins eitt Kína. A l l sher ja rþi ng S a mei nuðu þjóðanna samþykkti á 26. fundi sínum í október 1971 með stuðn- ingi flestra ríkja heims, þar á meðal Íslands, ályktun 2758, sem kveður á um að Kína eigi eitt sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna og það sé ekkert til sem heitir „tvö Kína“ eða „eitt Kína og eitt Taívan“. Á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna er vísað til Taívans sem héraðs innan Kína. Þann 3. ágúst síðastliðinn áréttaði framk væmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, að afstaða Sameinuðu þjóðanna til stöðu Taívans sé skýr: að Sameinuðu þjóðirnar framfylgi ályktun 2758 frá 1971 um að einungis sé til „eitt Kína“. Reglan um „eitt Kína“ liggur til grundvallar diplómatískum samskiptum Alþýðulýðveldisins Kína við önnur ríki sem skuli viðurkenna ríkisstjórn Alþýðu- lýðveldisins Kína sem hinn lög- mæta fulltrúa alls Kína; þau verði að skuldbinda sig til að slíta eða hindra tilraunir til að koma á dipló- matískum samskiptum við yfirvöld á Taívan. Um þessar mundir hefur 181 land stjórnmálasamband við Kína á grundvelli reglunnar um „eitt Kína“, þar á meðal Ísland. Sameig- inleg yfirlýsing Íslands og Kína um stjórnmálasamband ríkjanna vísar skýrt og greinilega til reglunnar um eitt Kína. Utanríkisráðuneyti Íslands áréttaði nýlega að „Ísland, eins og langflest ríki heims, viður- kenni eitt og óskipt Kína“. Í þriðja lagi, hver er hinn raun- verulegi „friðarspillir“ við Taívan- sund? Frá því að Lýðræðislegi fram- sóknarflokkurinn (DPP) komst til valda árið 2016 hefur hann rekið áróður fyrir „stigvaxandi sjálf- stæði“, þrýst á „af-Kínavæðingu“ og notað hvert tækifæri sem gefst til að koma á framfæri hugmyndum um „tvö Kína“ og „eitt Kína, eitt Taívan“. Bandaríkin fullyrða að þau fylgi stefnunni um „eitt Kína“, og styðji ekki „sjálfstæði Taívans“. En innan Bandaríkjanna eru öfl sem vinna ljóst og leynt gegn stefnunni um „eitt Kína“ og reyna að þrýsta áfram svokallaðri „stefnu um sam- skipti við Taívan“ og „hinum sex loforðum“ sem var þvingað einhliða inn í yfirlýsingu Bandaríkjanna um stefnu sína um „eitt Kína“. Þannig afskræma þau, þynna út og og grafa undan reglunni um „eitt Kína“. Kína hefur ætíð verið á móti slíkri viðleitni. Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sem varð vitni að þróun samskipta Bandaríkjanna og Kína, hefur sagt að það sé „grundvallaratriði að halda fast við regluna um „eitt Kína“, og Bandaríkin ættu að forð- ast að þróa einhvers konar lausnir sem feli í sér „tvö Kína“.“ Fyrr- verandi forsætisráðherra Ástralíu, Paul Keating, lét hafa eftir sér „að heimsókn Pelosi til Taívans væri for- dæmalaus, heimskuleg, hættuleg og óþörf“. Samt sem áður og þrátt fyrir kröftug mótmæli Kínverja kom Nancy Pelosi í heimsókn til Taívans þann 2. ágúst í trássi við skuldbind- ingar Bandaríkjanna um að virða fullveldi Kína. Kínverjar gátu ekki setið aðgerðalausir hjá og neyddust til að bregðast við með viðeigandi mótaðgerðum. Íslendingur sem hefur búið í Kína ritaði nýlega í grein í Fréttablaðinu að „á öllum þeim árum sem ég bjó í Kína kynntist ég mörgum Kín- verjum sem höfðu mismunandi skoðanir á alls konar málefnum en ekkert sameinaði Kínverja jafn mikið og afstaðan til Taívan“. Ætt- ingi minn á áttræðisaldri hefur sagt mér að hann sé reiðubúinn til að fara út á vígvöllinn, ef það þurfi að berjast fyrir sameiningu móður- landsins. Þessi ummæli varpa ljósi á sameiginlegan skilning 1,4 milljarða íbúa Kína á nauðsyn þess að standa vörð um sjálfstæði Kína og landa- mæri. Heimsókn Pelosi til Taívan varð í raun til þess að sameina íbúa Kína og þjappa þeim saman í þágu sameiningar móðurlandsins. Sameinað Kína kemur til með að færa þjóðum heimsins f leiri tæki- færi til framþróunar og skapa meiri stöðugleika á Kyrrahafssvæði Asíu og um heim allan. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar sögulegar stað- reyndir varðandi málefni Taívan og grundvallarþætti í stefnu Kín- verja, skal bent á hvítbók sem kallast „Málefni Taívan og sam- eining Kína í nýjum tímum“ (e: The Taiwan Question and China's Reunification in the New Era) sem gefin var út af ríkisstjórn Kína þann 10. ágúst á vefsíðu sendiráðsins: http://is.china-embassy.gov.cn. n Taívan hefur ætíð verið hluti af Kína He Rulong sendiherra Kína á Íslandi Á Íslandi hefur orðið mikil vitund- arvakning og aukin þekking á rétt- indum barna og jákvæðum uppeld- isaðferðum til að styðja og vernda börn. Notkun jákvæðra uppeldisað- ferða er komin styttra á veg víða og í Síerra Leóne vinna Barnaheill – Save the Children á Íslandi með foreldr- um og kennurum í þjálfun jákvæðra uppeldisaðferða. Í Síerra Leóne er líkamlegum refsingum beitt. Þar má nefna að láta börn labba á hnjánum í heitum sandi, borða heitan leir, slá með belti og neita börnum um mat. Börn eru látin bera þunga hluti, eins og til dæmis stóra vatnsdalla sem eru allt- of þungir miðað við stærð þeirra. Ef börnin missa vatnið er þeim refsað með barsmíðum. Börnin þurfa að ferðast langan veg á morgnana til að komast í skóla, sum yfir hættulegar ár. Ef börnin mæta of seint í skólann mæta þau barsmíðum, fá ekki að koma inn í stofuna til að taka þátt í kennslustund dagsins og eru send aftur heim til sín. Heima er líkamlegum refsingum einnig beitt og börnin eru látin vinna langa vinnudaga. Ef þau sinna ekki vinnunni eða gera hana illa eru þau barin og þeim neitað um mat. Aissatou, 9 ára, vaknar klukkan 5 á hverjum morgni. Hún byrjar dag- inn á því að sópa heimilið, þrífa her- bergi pabba síns, sækja vatn og þvo upp frá kvöldinu áður. Þegar hún hefur lokið við að þvo upp fer hún í skólann. Hún þarf að ganga langa leið í skólann með tóman maga en skólinn byrjar klukkan 8.30. Þegar hún kemur til baka úr skólanum les hún og eldar svo kvöldmat með mömmu sinni. Eftir matinn sinnir hún heimanáminu með aðstoð lít- ils vasaljóss sem hún fékk í gjöf frá Barnaheillum. Vasaljósið er keyrt með sólarorku. Mikilvægt er að foreldrar og þeir sem vinna með börnum fái fræðslu og þjálfun í að beita jákvæðri nálg- un í uppeldi og að hætta líkam- legum refsingum. Líkamlegar refs- ingar eru brot á réttindum barna og hjálpa ekki til við að byggja upp sterka einstaklinga. n Líkamlegar refsingar eru víða enn við lýði Guðrún Helga Jóhannsdóttir aðstoðarfram- kvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna Barnaheilla FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. CHANDON NÝTT FRÁ SERTA – KOMDU OG PRÓFAÐU Chandon er ný og glæsileg lína frá Serta þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði. Chandon heilsurúmið er einnig hægt að fá með stillanlegum botnum og heilli yfirdýnu. Einnig fáanlegt í gráum lit. Einstaklega falleg hönnun þar sem þægindi og stuðningur veita þér þann svefn sem þú átt skilið. Stærð Verð m/botni Verð m/stillanlegum botni 160 x 200 cm 449.900 kr. 649.900 kr. 180 x 200 cm 484.900 kr. 679.900 kr. 180 x 210 cm 509.900 kr. 689.900 kr. 200x200 cm 524.900 kr. 739.900 kr. SERTA CHANDON HEILSURÚM (dýna, botn, gafl og lappir) (Gafl er 20 cm breiðari en rúmið) Nú 45.900 kr. SAMSO DÚNSÆNG Vönduð dúnsæng. 100% lífræn bómull. Moskusdúnn, hitasprengdur og dauðhreinsaður. 140 x 200 cm. Nú 289.900 kr. LOLLY SVEFNSÓFI Lolly er fáanlegur í ljósu- og dökkgráu slitsterku áklæði. Vönduð 18 cm þykk heilsudýna í stærðinni 140x190 cm. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.