Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 6
Það kostar talsvert að vera í framhaldsskóla og mikill munur er á milli skólastiga. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu Námsgagna- og tækjakostn- aður framhaldsskólanema getur hlaupið á tugum og hundruðum þúsunda. Stjórn- endur framhaldsskóla á Íslandi eru ekki á einu máli um hvort tekjutengt jafnrétti ríki til náms. Nýleg skýrsla bendir til þess að bakgrunnur foreldra hafi beinni áhrif á brotthvarf úr námi en tekju- tengdir þættir. MENNTAMÁL Samkvæmt bókalist- um framhaldsskólanna er útlagður kostnaður í upphafi náms mjög misjafn eftir námsbrautum. Bóka- kostnaður hefur lækkað heilt yfir með stafrænni þróun en f lestar námsbrautir gera á móti kröfu um fartölvueign. K a rl Fr í ma n n s son, rek tor Menntaskólans á Akureyri, segir í skrif legu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins engar kannanir liggja fyrir um bókakostnað nemenda en eðli málsins samkvæmt fari hann minnkandi. Hann telur nemendur frá efnaminni heimilum eiga góða möguleika á að stunda nám við skólann. „Bæði er kostnaði haldið í lágmarki varðandi innkaup á náms- gögnum og svo erum við með leið til að hjálpa ef beiðni berst um það.“ Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir námsgagnakostnað lang- mestan á fyrsta ári. Sumar bækur sem kosta á annan tug þúsunda megi í einhverjum tilfella nota öll þrjú námsárin. Hvað varðar aðstoð við efnaminni nemendur segir Sólveig að skólinn sé með Bræðra- sjóð sem nemendur frá efnaminni heimilum geti sótt í. „Þessi sjóður er opinn öllum nemendum skólans Brotthvarf birtingarmynd ójafnra tækifæra Nína Richter ninarichter @frettabladid.is og nemendur geta fengið úthlutað úr honum oftar en einu sinni,“ segir hún. Sólveig Guðrún telur efnahag heimilanna ekki hafa mikil áhrif á námsárangur nemenda. „Ég finn alls ekki fyrir stéttaskiptingu innan skólans og við verðum ekki vör við mikið brottfall vegna vinnu nem- enda,“ segir hún. Þá bætir hún við að f lestir eldri nemenda stundi vinnu með náminu og telur hið opinbera eiga að styðja við efnaminni heimili. „Og heimili þar sem börn og ungmenni búa við lélegt bakland. En ég held að tæki- færi til náms á framhaldsskólastigi séu nokkuð jöfn í landinu.“ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti rekur sextán námsbrautir og í svari við fyrirspurn segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari námskostnað mismunandi eftir námi, samsetningu og fjölda áfanga sem teknir séu á hverri önn. „Kenn- arar eru mjög meðvitaðir um kostn- að nemenda vegna námsgagna og reyna að halda bókakostnaði í lág- marki.“ Skólinn býður ekki upp á fjárhagsaðstoð en Guðrún segir að í einhverjum tilfellum hafi bækur og tölvur verið lánaðar til nemenda heila námsönn. Guðrún Hrefna segir að vissulega hafi stjórnendur orðið varir við brottfall vegna álags í vinnu en sjaldgæft sé að það séu yngstu nemendurnir við skólann. Aðspurð hvort þörf sé á aðkomu hins opinbera til að jafna tækifærin, svarar Guðrún Hrefna: „Já, klárlega. Námsgögn ættu að vera nemendum á framhaldsskólaaldri að kostnaðar- lausu. Og þau ættu að fá heitan mat í hádeginu.“ Ársæll Guðmundsson, skóla- meistari Borgarholtsskóla, segir að mikið sé stuðst við efni af netinu og aðkeyptum forritum sem nem- endur greiði aðgang að. Þá hafi fjármálastjóri heimild til að dreifa skólagjöldum og semja um greiðslur eftir atvikum. Þá gefist öllum nem- endum við Borgarholtsskóla kostur á ókeypis morgunverði. „Brotthvarf úr námi vegna álags í vinnu er til staðar og ég hef bent á það lengi að íslenska módelið við að fjármagna menntun í framhalds- skólum er löngu gengið sér til húðar, að láta nemendurna sjálfa og heimil- in um fjármögnunina í stað þess að greiða slíkt með skattfé.“ Hann segir um þrjátíu prósent nemenda við skólann vinna tíu klukkustundir eða meira á viku. „Samfélagið þarf að vera samtaka í því að gefa ungu fólki svigrúm og tíma til að mennta sig.“ Ársæll leggur til framfærslustyrki fyrir ungt fólk fram að 18 ára aldri, gegn því að nemendur vinni ekki, heldur líti á námið sem sína vinnu. „Meðan við erum með kerfi þar sem nemandinn sjálfur og aðstandendur hans sjá um fjármögnunina verður hér misskipt samfélag hvað varðar möguleikann til menntunar.“ Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands, segir erfitt fyrir stjórn- endur að átta sig á því hversu hátt hlutfall nemenda er í vinnu sam- hliða náminu en segir það verða kannað sérstaklega í vetur og telur hlutfallið vera hátt. „Það koma reglulega upp tilfelli þar sem nem- endur hætta í námi eða þurfa að minnka við sig vegna vinnu.“ Skólinn býður nemendum styrki til bókakaupa úr Hollvarðasam- tökum. „Það spratt af þörf. Það er einnig nokkuð víst að skólinn veit ekki um alla sem þyrftu fjárhagsað- stoð,“ segir hún. „Það kostar talsvert að vera í framhaldsskóla og mikill munur er á milli skólastiga.“ Dulbúin lágtekjuvandamál „Ég held að ég geti alveg skilið af hverju [stjórnendur] sjá ekki tekju- hliðina á þessu,“ segir Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur sem vann að gerð nýlegrar skýrslu um brotthvarf úr framhaldsskólum. „Miðað við kannanir sem ég var að vinna með fyrir skýrsluna þá er það allra tekjulægsti hópurinn sem býr við auknar líkur á brotthvarfi. Þannig að fyrir aðra nemendur ætti það ekki að hafa áhrif,“ segir hann. „En svo er ýmislegt sem tengist tekjum, hlutir eins og lágar tekjur sem tengjast oft við félagslega erfið- leika heima fyrir og annað slíkt. Það er kannski það sem skólastjórn- endur koma fyrst auga á en átta sig ekki endilega á því að þetta sé lág- tekjuvandamál.“ Aðspurður hvort ferli út frá til- lögum úr skýrslunni sé komið af stað innan ráðuneytisins svarar hann að það sé til skoðunar. „Við leggjum til að það séu notuð svipuð gögn og við erum með til þess að búa til spálíkan um brott- hvarfshættu nemenda. Ég veit að það er í skoðun í ráðuneytinu. Ég veit ekki hvort búið er að taka ákvörðun um að fara í þá vinnu, en ég held að það sé töluverður vilji fyrir því.“n Stjórnendum framhalds- skólanna á Íslandi ber ekki saman um hvort jafnrétti ríki til fram- haldsskóla- náms með hliðsjón af tekjuþáttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2018 og skulu umsóknir sendar rafrænt á oldrunarrad@oldrunarrad.is eða til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður. Umsóknarfrestur er til og m 30. septem- ber 2022 og skulu umsóknir sendar rafrænt á oldrunarrad@oldrunarrad.is eða til Öldrunar- ráðs Íslands, Snorrabraut 58, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Jórunn Frímanns- dótt r, formaður stjórnar Öldrunarráðs Íslands. Fyrirspurnir sendist á netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður. Rannsóknarsjóðu Öldr narráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum Ný skýrsla sem unnin var fyrir félags- og vinnumarkaðsráðu- neytið og mennta- og barna- málaráðuneytið bendir til þess að „brotthvarf úr framhalds- skólanámi sé birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi“, eins og það er orðað á vef Stjórnarráðs Íslands. Skýrslan fjallar um grein- ingu gagna Hagstofunnar og mennta- og menningarmála- ráðuneytisins hvað varðar brotthvarf og námstafir á fram- haldsskólastigi, þar sem horft er til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi, með það fyrir augum að spá fyrir um brotthvarf og náms- tafir. Þar eru einkum tvær mæling- ar til hliðsjónar, það er menntun foreldra og heildartekjur fjöl- skyldunnar. „Þær skipta máli vegna þess hvernig þær tengjast lagskiptingu samfélagsins,“ segir í skýrslunni, og jafnframt: „Niðurstöðurnar benda til þess að brotthvarf sé birtingarmynd ójafnra tækifæra. Það er þó öðru fremur menntun foreldra sem skiptir máli.“ Þar kemur fram að það að búa hjá einstæðu foreldri við sextán ára aldur og að eiga foreldri með örorkumat, lifa með fötlun og hafa erlendan bakgrunn auki líkurnar á brotthvarfi og dragi úr líkum á endurkomu í nám. Í skýrslunni má finna tillögur sem miða að því að grípa fyrr inn í félagslegar aðstæður sem leiði til brotthvarfs með því að styðja við nemendur í grunn- skóla sem og með félagslegum úrræðum utan skólakerfisins. Lagt er til að það verði gert með auknu samstarfi, upplýsinga- og eftirfylgniskerfi og velt upp hugsanlegu forspárlíkani fyrir brotthvarf byggt á námsárangri í 7.–8. bekk. Tillögur að forspárlíkani fyrir brotthvarf til skoðunar FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.