Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2022
Unnur Sara gleður gesti og gangandi
í Hafnarfirði með franskri tónlist á
föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
jme@frettabladid.is
Söngkonan Unnur Sara Eldjárn,
ásamt Bisous bandinu, ætlar að
gleðja gesti og gangandi með
stuttum fríum tónleikum á fjórum
vel völdum stöðum í Hafnarfirði á
föstudaginn.
Unnur Sara hefur lengi haft
sterkar tilfinningar til Frakklands
og gefið út tvær breiðskífur með
tónlist sinni, Unnur Sara syngur
Gainsbourg, árið 2018, og Bisous,
árið 2020. Þar má heyra vinsæl
lög frá sixtís-tímabilinu í Frakk-
landi frá flytjendum og höfundum
á borð við Serge Gainsbourg,
Françoise Hardy og France Gall.
Býr í Frakklandi
Unnur Sara er nú búsett í Suður-
Frakklandi og vinnur í nýju sóló-
efni undir listamannsnafninu Sara
Océan. Bisous-bandið skipa að
þessu sinni þeir Daníel Helgason
á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á
kontrabassa og Þorvaldur Kári Ing-
veldarson á trommur. Verkefnið
er styrkt af Hafnarfjarðarbæ og
starfslaunum listamanna.
Tónleikastaðirnir
nLíkamsræktarstöðin Kvenna-
styrkur, Strandgötu 33, kl. 11.30.
n Brikk, Norðurbakka 1b, kl. 13.30.
n Bókasafn Hafnarfjarðar, Strand-
götu 1, kl. 15.30.
n Sundhöll Hafnarfjarðar, Herjólfs-
götu 10b, kl. 16.30. n
Frönsk veisla
með Unni Söru
Vilborg Arna sleit krossband fyrir tveimur árum og við tók ströng endurhæfing. Hún byrjaði að taka inn kollagenið frá Feel Iceland samhliða endurhæfingunni
og náði sér að fullu. Hennar eina eftirsjá er að hafa ekki byrjað að nota það fyrr. MYNDIR/AÐSENDAR
Kollagenið fór með á toppinn
Vilborg Arna Gissurardóttir, fjallagarpur og pólfari, hefur notað kollagenið frá Feel Iceland
með góðum árangri undanfarin tvö ár. Fyrir tveimur árum sleit hún krossband og byrjaði í
kjölfarið að taka inn kollagen samhliða endurhæfingu eftir misheppnaða aðgerð. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is