Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 30
Ég held að þetta muni bara hafa góð áhrif á mig til framtíðar. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Verzlunarskólaneminn Hrafn- hildur Haraldsdóttir, nýkrýnd Miss Universe Iceland, er enn að reyna að ná áttum og segir stuðning skólafélaganna hafa verið henni mikilvægan þótt hún finni einnig fyrir slúðri menntaskólaáranna. odduraevar@frettabladid.is Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í síð- ustu viku og hún segist enn vera að reyna að ná áttum. „Þegar úrslitin voru tilkynnt leið mér eins og mig væri að dreyma. Ég áttaði mig engan veginn á þessu og tilfinningarnar voru bókstaflega úti um allt,“ segir fegurðardrottningin. „Ég er enn þá að reyna að ná áttum en ég er aðallega ótrúlega spennt fyrir komandi tímum og svo rosalega hamingjusöm með allar yndislegu kveðjurnar og stuðninginn sem ég er búin að fá,“ segir Hrafnhildur og bætir við að hún voni innilega að hún muni gera alla stolta af sér þegar kemur að því að stíga á svið í stóru Miss Universe- keppninni. Alltaf langað að keppa Hrafnhildur segist aðspurð ekki hafa skráð sig í keppnina með sigur sem markmið. „Nei, í raun ekki. Mig hefur alltaf langað til að keppa í svona keppni og alltaf litið mikið upp til þeirra sem vinna. Eftir að ég fór í keppnina sá ég hvað það voru margar gullfallegar og yndislegar stelpur með mér í þessu og þá ákvað ég bara að njóta og skemmta mér þetta sumar.“ Hún segist ekki geta lýst því með orðum hversu spennt hún er fyrir aðalkeppninni og hún geti hrein- lega ekki beðið eftir því sem er fram undan hjá henni sem Miss Universe Iceland. Hvernig líst foreldrum þínum á að þú sért orðin Miss Universe Iceland? „Þau eru hreinlega orðlaus en auðvitað ótrúlega hamingjusöm, stolt og spennt að sjá hvert hlut- irnir fara.“ Mikið slúðrað Hrafnhildur, sem er átján ára, skráði sig til leiks um leið og hún hafði aldur til en þátttökurétturinn er bundinn við aldursbilið frá 18 til 28 ára. „Ég er enn þá að reyna að klára menntaskóla þannig að já, ég held að þetta sé aðeins öðruvísi reynsla að vera svona ung. Það er mikið af slúðri í gangi á menntaskólaaldr- inum. Ég hef ég alveg fundið fyrir því og hef alveg óskað þess að vera aðeins eldri og vera komin upp úr þessu menntaskólaslúðri. Hins vegar er ég enn að þroskast og held að þetta muni bara hafa góð áhrif á mig til framtíðar.“ Hrafnhildur tók við titlinum á miðvikudagskvöldi og tók sér smá frí frá skólanum enda hélt rússí- bana reiðin áfram. „Ég fór ekki í skólann fyrr en mánudaginn eftir keppnina því dagarnir eftir keppnina voru rosalega krefjandi og mikið að gera, sem er auðvitað bara skemmtilegt og mikil reynsla.“ Hvað sögðu skólafélagarnir um sigurinn? „Skólafélagarnir hafa verið mínir helstu stuðningsmenn og ég er alveg of boðslega þakklát. Sérstak- lega fyrir yndislega bekkjarfélaga mína.“ n Fegurðardrottningin finnur fyrir slúðrinu Hrafnhildur Haraldsdóttir er eins ung og Miss Universe Iceland getur verið, átján ára, og hefði vel getað hugsað sér að vera aðeins eldri en er þess þó fullviss að titillinn og reynslan muni hafa góð áhrif á hana. MYND/AÐSEND toti@frettabladid.is Brasilíski töframaðurinn Bernardo Sedlacek heldur fyrirlestur hjá Hinu íslenska töframannagildi í dag og er sannkallaður aufúsugestur enda tal- inn með þeim allra bestu á heims- vísu. „Það verður hlustað af virkilega mikilli andakt, held ég. Hann er kominn á það stig að menn hafa áhuga á því sem hann hefur fram að færa,“ segir Gunnar Kr. Sigur- jónsson, forseti Hins íslenska töfra- mannagildis, um Bernardo sem hella mun úr skálum visku sinnar og reynslu. Gunnar segir Bernardo meðal annars hafa komið með nýjar sál- fræðilega víddir og ýmislegt annað inn í töfrabrögðin sem hann hefur tileinkað sér og kennir öðrum að nota. „Hann hefur í gegnum árin lært hjá þeim albestu í heimi og fyrrver- andi heimsmeistarar í töfrabrögð- um hafa verið að kenna honum og þjálfa hann upp,“ segir Gunnar sem hitti Bernardo stuttlega í ágúst- byrjun þegar hann var meðal 3.500 töframanna á alheimsmóti þeirra í Quebec í Kanada þar sem Bernardo var með fyrirlestur og vinnustofu. „Það er nefnilega svo skrýtið að hann hafði samband við okkur að fyrra bragði vegna þess að hann langaði að koma til Íslands,“ segir Gunnar, hæstánægður með að íslenskir töframenn njóti Íslands- áhuga meistarans með þessu móti. Gunnar leggur áherslu á að Hið íslenska töframannagildi er áhuga- félag um töfrabrögð og vettvangur þeirra sem hafa áhuga á slíkum fræðum og vilja ef til vill læra meira. Hann hvetur því áhugasama til að hafa samband, á netfanginu tofrar@ toframenn.is fyrir kvöldið í kvöld, vilji þeir komast í tæri við Bernardo, en áréttar þó að fyrirlestrar hans séu fyrst og fremst fyrir aðra töfra- menn þannig að fólk þurfi að hafa eitthvað fyrir sér í fræðunum til þess að eiga þangað erindi. n Töfrandi fyrirlestur fyrir galdrafólk Bernardo Sedlacek, töframaður 26 Lífið 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fjölbreytt fréttaumfjöllun í opinni dagskrá fyrir fólkið í landinu. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti til að ræða helstu mál líðandi stundar. Þátturinn er sýndur á Hringbraut og frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.