Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 28
n 1. júlí 1961: Díana Frances Spencer fædd. Foreldrar hennar skilja þegar hún er sex ára gömul. n 24. febrúar 1981: Tilkynnt um trúlofun Karls prins og lafði Díönu Spencer. n 29. júlí 1981: Um það bil 750 milljónir sjónvarpsáhorfenda um víða veröld fylgjast með konunglegu brúðkaupi í beinni útsendingu. n 21. júní 1982: Vilhjálmur prins fæddur. n 15. september 1984: Harry prins fæddur. n Apríl 1987: Díana heilsar AIDS-sjúklingi með handa- bandi. Augnablik sem markar þáttaskil í baráttunni gegn óttanum við sjúkdóminn. n Desember 1992: Tilkynnt um skilnað Karls og Díönu að borði og sæng. n 1994-1995: Karl og Díana viðurkenna bæði opinberlega að hafa staðið í fram- hjáhaldi. Drottn- ingin hvetur hjónin til að skilja eftir að Díana gefur í skyn að Karl sé ekki heppilegt konungsefni. n Ágúst 1996: Skilnaðurinn gengur í gegn og Díana missir titilinn „hennar konunglega hátign“. n Janúar 1997: Díana er í Angóla þegar hún hvetur til herferðar gegn notkun jarð- sprengja. n Júní 1997: Uppboð á kjólum Díönu skilar 4,5 milljónum dollara til AIDS- og krabbameinsrannsókna. n 31. ágúst 1997: Díana, unnusti hennar Dodi al-Fayed og bílstjór- inn Henri Paul deyja í bílslysi í París. n 4. september 1997: Á meðan blómvendir flæða umhverfis heimili Díönu í London lætur drottningin undan þrýstingi al- mennings og tekur þátt í sorginni. n 6. september 1997: Þúsundir streyma út á götu þegar útför Dí- önu fer fram í Westminster Abbey. Hún er síðan borin til grafar á eyju í stöðuvatni á fornri landareign Spencer-ættarinnar. Lafði Díana Spencer var aðeins 36 ára gömul þegar hún lést í bílslysi í París á þessum degi fyrir 25 árum. Andlátsfregnin fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina sem var meira eða minna öll í áfalli og margir muna enn hvar þeir voru þegar þeir fréttu af dauða prinsessu fólksins á síðasta degi ágúst- mánaðar árið 1997. toti@frettabladid.is „Hún skilur gífurlega arfleifð eftir sig og þótt hún hafi nú ekki verið lengi í konungsfjölskyldunni þá hafði hún alveg rosalega mikil áhrif og leiðinlegt að segja það, en það er kannski í dauðanum sem áhrif hennar verða enn meiri,“ sagði Guðný Ósk Laxdal, sem er sérfróð um konungsfjölskylduna, við Fréttablaðið þegar Díana hefði orðið sextug í fyrra. n Aldarfjórðungur frá dauða Díönu odduraevar@frettabladid.is Jóhann Leplat stjórnandi Kvikmynda- áhugamanna á Facebook „Ég lét loksins verða af því að horfa á Yellow- stone-þátta- raðirnar sem skarta Kevin Costner, einum af mínum uppáhalds leikurum á 10. áratugnum,“ segir Jóhann um Costner sem í Yellow- stone leikur John Dutton, höfuð Dutton-fjölskyldunnar sem á eina stærstu bújörð í Bandaríkjunum í Montana. Þættirnir fjalla um varnar- baráttu fjölskyldunnar gegn landtökutilraunum stjórnmála- manna og stórra hagsmunaaðila og Jóhann segir ef til vill mega lýsa Yellowstone sem dimmari útgáfu af Dallas. „Nema þetta er betri fram- leiðsla, persónusköpunin flóknari og handritasmíðin klókari. Yellow- stone er ákveðin sápa en fór þó sem slík vel fram úr væntingum mínum og kom sífellt á óvart með skapandi söguþræði sem ég gat einfaldlega ekki fengið nóg af.“ Vinsældir Yellowstone gátu af sér sjálfstæða, styttri seríu sem, eins og nafnið 1883 ber með sér, rekur forsögu Yellowstone þegar fyrsta kynslóð fjölskyldunnar nemur land í hinu villta vestri Bandaríkjanna. „Það má segja að 1883 sé vestri í rómantískum anda Once upon a Time in the West. Vandaðir þættir og mögnuð saga sem eins og Yellowstone fór langt fram úr væntingum.“ Saul er bestur Þá segist Jóhann ekki geta mælt nógu mikið með Better Call Saul. „Sem eru að mínu mati besta sjónvarpsefni fyrr og síðar. Ekkert hefur að mínu mati verið jafn vel skrifað og sagan um Jimmy McGill eða Saul Goodman, lögfræðinginn sem kom fyrst fram í Breaking Bad. Ég elska Breaking Bad en þarna finnst mér framleiðendurnir hafa náð að fínpússa allt sem þeir gerðu best þar til að skapa eitt besta sjónvarpsefni á gullöld sjón- varpsefnis. Ég sparaði síðustu seríu þar til allir þættirnir væru komnir en hlakka mikið til að klára þetta stórkostlega meistaraverk ,“ segir Jóhann og bætir við að á sjón- varps gullöld síðustu ára tróni Bet- ter Call Saul og fyrstu fjórar seríur Game of Thrones á toppnum. n Dekkri og betri sápa en Dallas n Á skjánum Kevin Costner fer fyrir Dutton-fjöl- skyldunni í Yellowstone-þáttunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Díana 1961 —1997 Bob Odenkirk leikur Saul í þáttunum sem Jóhann telur þá bestu sem sögur fara af frá upphafi vega. 24 Lífið 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.