Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 8
Aðalhagfræðingur Stefnis segist engan veginn skilja hvernig spá Seðlabankans sem gefin var út í síðustu viku gat komið til. Nýjustu verð- bólgutölur séu jákvæðar en þó sé of snemmt að hrósa sigri. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að líkur séu á að verðbólguhorfur í spá Seðlabankans gætu reynst of bjartsýnar. magdalena@frettabladid.is Ársverðbólgan hjaðnar í ágúst í fyrsta sinn síðan á vormánuðum á síðasta ári og mælist nú um 9,7 pró- sent en ársverðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í mælingum Hag- stofunnar sem birtar voru í gær. Mæling ágústmánaðar var undir spám Seðlabankans og flestra grein- ingaraðila. Í Peningamálum Seðlabankans sem gefin voru út samhliða vaxta- ákvörðun bankans í síðustu viku kemur fram að bankinn telji að verðbólga eigi eftir að aukast enn frekar og verði komin í 10,8 prósent á fjórða ársfjórðungi en hjaðni síðan smám saman. Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir í samtali við Markaðinn að margir þættir spili inn í spá bankans. „Við sjáum miklar hækkanir erlendis. Alþjóðleg verðbólga hefur aukist töluvert og meira en við áttum von á,“ segir Þórarinn og bætir við að mikil eftirspurn í þjóð- arbúinu hafi átt þátt í kröftugum vexti á öðrum ársfjórðungi. „Síðan eru þættir eins og sú stað- reynd að verðbólgan er búin að vera dálítið mikil og vegna þess að þetta er ársbreyting þá heldur takturinn áfram að vera hár þó svo að það verði minni breyting milli mánaða.“ Konráð Guðjónsson, aðalhag- fræðingur Stefnis, segist engan veginn skilja hvernig spá Seðla- bankans fyrir þennan ársfjórðung hvað varðar verðbólguna gat komið til. „Maður í rauninni skilur ekki þessa spá bankans sem kom út í síðustu viku. Maður skildi hana ekki þá og skilur hana enn síður núna. Við erum búin að sjá liðina olíuverð, flugfargjöld og húsnæðis- markaðinn róast svo nýjustu tölur koma ekki á óvart í því samhengi,“ segir Konráð og bætir við að nýjustu verðbólgutölurnar séu að einhverju leyti fagnaðarefni. „Það er mikill léttir að fá þessa mælingu sem er svolítið undir vænt- ingum og lítill taktur. En maður vill kannski ekki hrósa sigri strax og það er of snemmt að segja til um hvort við séum búin að vinna bug á verðbólgudraugnum.“ Í Peningamálum kemur fram að verðbólguhorfur í spá bankans gætu reynst of bjartsýnar, sérstak- lega ef fyrirtæki fara í vaxandi mæli að velta kostnaðarhækkunum út í verðlag og að ef víxlverkun launa og verðlags fer af stað gæti það valdið því að mikil verðbólga festist enn frekar í sessi. Spá Seðlabankans hvað verðbólguna varðar eru tölu- vert dekkri en spár annarra grein- ingaraðila sem gera ráð fyrir að verðbólgan sé ýmist búin að toppa eða við það að toppa. Aðspurður hvort bankinn telji líklegt að verðbólgan verði þrálát- ari en spár bankans gefa til kynna segir Þórarinn hættu á því. „Áhættumat okkar er að það sé líklegra að verðbólgan verði meiri en við erum að spá heldur en minni. Ein mæling segir einhverja sögu en við erum fyrst og fremst að horfa á spátímabilið í heild sem eru þessi þrjú ár. Við erum að spá því að hún hjaðni en að hún gæti hjaðnað hægar heldur en við eigum von á.“ Konráð segir að mikilvægt sé að halda því til haga að verðbólgan eins og hún er mæld sé í raun árs- gömul sagnfræði. Við horfum á það sem er að gerast yfir tólf mánaða tímabil og þannig, þó að verðlag myndi standa í stað næstu mánuði, yrði verðbólgan samt mikil. „Þess vegna var jákvætt að sjá að hækkunin milli mánaða í júlí og ágúst hafi verið í takt við það sem verið hefur síðustu ár.“ Konráð kveðst ekki ætla að spá hvernig verðbólgan muni þróast næstu mánuði en þó séu jákvæð teikn á lofti. „Ef þessi þróun heldur áfram þá mun verðbólgan koma ansi hratt niður nú í vetur en það þarf að bíða eftir talsvert skýrari vísbend- ingum áður en hægt er að fullyrða um það.“ Konráð segir það vera jákvætt að svo virðist sem verðbólguvænting- arnar séu að koma niður. „Það er þó erfitt að segja til um það. Við þurfum að fá sannfærandi hjöðnun í verðbólgu bæði hér og erlendis til að þær komi niður með sannfærandi hætti.“ Konráð bætir við að jákvætt sé að svo virðist sem bensínverð, f lug- fargjöld og hrávörur séu að lækka miðað við það sem verið hefur. „Ef til dæmis bensín hefði ekki lækkað jafn mikið og raun ber vitni þá hefði lækkun milli mánaða verið hálft prósent þannig að það er svona ákveðinn léttir og gefur góða vísbendingu um framhaldið.“ n Við erum að spá því að hún hjaðni en að hún gæti hjaðnað hægar heldur en við eigum von á. Þórarinn G. Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans Maður í rauninni skilur ekki þessa spá bankans sem kom út í síðustu viku. Maður skildi hana ekki þá og skilur hana enn síður núna. Konráð S. Guð- jónsson, aðalhag- fræðingur Stefnis Framkvæmdu Áreiðanleikakönnun og nálgastu allar upplýsingar um þína viðskiptavini á þjónustuvef Creditinfo. Er þitt fyrirtæki tilkynningarskylt? Segir verðbólgumælinguna vera mikinn létti en of snemmt sé að hrósa sigri Svigrúm til að lækka vexti gæti myndast á næsta ári Konráð segir að viðbúið sé að Seðlabankinn muni hækka vexti meira en í ljósi þeirrar sviðsmyndar sem markaðs- aðilar og Seðlabankinn hafa teiknað upp þá gæti myndast svigrúm til að lækka vexti á ný á næsta ári. „Þeir munu sennilega hækka eitthvað í millitíðinni en ef við erum komin yfir þessar mestu hækkanir vegna húsnæðismarkaðarins þá er líklegt að við munum sjá Seðlabankann taka minni skref í vaxtahækkunum en verið hefur. Aftur á móti þurfum við að sjá verðbólg- una stefna niður í markmið til þess að unnt sé að lækka vexti.“ Í Peningamálum Seðlabankans kemur fram að bankinn telji að verðbólgan eigi eftir að aukast enn frekar og verði komin í 10,8 prósent á fjórða ársfjórðungi en hjaðni síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 8 Fréttir 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.