Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 10
Íslenska nýsköpunarfyrirtæk-
ið Justikal mun stórefla þróun
og byggja upp alþjóðlegt sölu-
og markaðsteymi til að sækja
á erlenda markaði. Stækkunin
kemur í kjölfar 400 milljóna
króna fjárfestingar frá Eyri
Vexti.
olafur@frettabladid.is
Hugbúnaðarlausn Justikal gerir
lögmönnum og öðrum aðilum
kleift að senda gögn rafrænt til
dómstóla. Með lausninni geta
málsaðilar fylgst með framvindu
sinna mála í réttarkerfinu og feng-
ið sjálfvirkar tilkynningar þegar
nýir atburðir verða í málum sem
tengjast þeim. Auk þessa er fjöldi
annarra eiginleika í lausninni sem
geta aukið afkastagetu aðila í rétt-
arkerfinu og gert þeim kleift að
vinna eftir þægilegri og nútíma-
legri vinnuaðferðum en áður hefur
þekkst.
Lausnin hefur verið í þróun
síðastliðin fjögur ár og hefur Dóm-
stólasýslan samþykkt að lögmenn
og aðilar megi nota lausnina til að
senda öllum héraðsdómstólum á
Íslandi gögn rafrænt.
„Fram undan er mjög spenn-
andi tími. Í lögmannsstörfum
mínum kynntist ég vel umhverfi
og áskorunum sem lögmenn þurfa
að takast á við vegna pappírs-
sendinga og tímafresta. Í dag er
mikið magn gagna sem eru aðeins
til á rafrænu formi og í sumum til-
fellum er ekki hægt að prenta út
skjölin ef þau innihalda til dæmis
rafrænar undirskriftir. Með inn-
leiðingu eIDAS-reglugerðarinnar í
íslensk lög eru allar nauðsynlegar
forsendur komnar til þess að geta
ýtt af stað miklum framförum á
umhverfi lögmanna og starfsfólks
dómstóla,“ segir Margrét Anna
Einarsdóttir stofnandi og forstjóri
Justikal.
Í lausninni er lögð mikil áhersla
á öryggi við meðferð viðkvæmra
skjala, þess vegna eru notaðar raf-
rænar traustþjónustur í samræmi
við eIDAS-reglugerðina til þess að
tryggja að öll meðhöndlun sé sem
öruggust. Öll gögn eru til að mynda
rafrænt innsigluð með fullgildum
tímastimpli sem staðfestir áreiðan-
lega hvenær gögnin voru send og
tryggir að ekki er hægt að eiga við
innihald skjalanna, því að sé það
gert rofnar innsiglið. Þetta getur
skipt lögmenn miklu máli þar sem
tímafrestir eru mjög mikilvægir og
rík sönnunarbyrði er á lögmönnum
hvað þá varðar.
Auk þess hafa skjólstæðingar nú
greiðara aðgengi að sínum gögnum
en fyrr. Nú geta þeir fylgst með
framvindu sinna mála og fá til-
kynningar þegar nýir atburðir eiga
sér stað í máli sem þeir hafa aðgang
að. Lögmenn ættu því að geta veitt
viðskiptavinum sínum enn betri
þjónustu með Justikal.
„Reynsla LOGOS af notkun
lausnar Justikal hefur verið mjög
jákvæð og er það mat okkar að hún
geti sparað tíma og auðveldað störf
lögmanna,“ segir Heiðar Ásberg
Atlason, eigandi og hæstaréttarlög-
maður hjá LOGOS.
„Við gætum ekki verið ánægðari
með fjárfesti þar sem Eyrir er ESG-
sjóður og leggur mikla áherslu á
samfélagslega ábyrgð og að stuðla
að heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna,“ segir Margrét Anna. „Við
deilum nú þegar mörgum sterkum
gildum þar sem markmið Justikal er
einmitt að gera málsmeðferð fyrir
dómstólum hraðari, gagnsærri og
öruggari. Stofnendur Justikal telja
að þeir geti lækkað málskostnað
aðila og í kjölfarið gert dómstóla
aðgengilegri fyrir tekjulægri aðila.
Sparnaður fyrir samfélagið með
notkun lausnar Justikal getur verið
gríðarlegur, eða um það bil 3,3 millj-
arðar á ári fyrir íslenskt samfélag.
Justikal hefur hlotið styrki frá
Tækniþróunarsjóði sem hefur gert
félaginu kleift að ná þeim stað sem
lausnin er á í dag. Á næstu mánuðum
mun félagið ráða fólk í hugbúnaðar-
þróun, sölu- og markaðsstarf. Undir-
búningur fyrir þennan tímapunkt
hefur átt sér góðan aðdraganda og
áætlanir gera ráð fyrir hröðum vexti
á alþjóðavettvangi.
„Eyrir Vöxtur fjárfestir í fyrir-
tækjum sem eru tilbúin til að taka
hröð vaxtarskref á alþjóðamörkuð-
um. Justikal fellur vel að áherslum
sjóðsins og við hlökkum til að starfa
með þessu frábæra teymi og erum
spennt fyrir að taka þátt í að koma
lausn Justikal inn á alþjóðamarkað,“
segir Stefanía Guðrún Halldórsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar.
Lausnin er aðgengileg á justi-
kal. com og er nýr valkostur og
stendur aðilum nú til boða til að
senda gögn rafrænt til dómstól-
anna. Aðilar sem stofna mál í Justi-
kal greiða 6.900 krónur á mánuði á
meðan málið er í vinnslu. Á sama
tíma geta aðrir aðilar máls, til
dæmis lögmaður gagnaðila, skjól-
stæðingar, aðstoðarfólk og starfs-
fólk dómstólanna, notað lausnina
endurgjaldslaust.
Aðilar geta prófað lausnina gjald-
frjálst til áramóta. n
Hundraða milljóna fjárfesting Eyris í Justikal
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar, Ólafur Einarsson, tæknistjóri Justikal, og Margrét
Anna Einarsdóttir, forstjóri Justikal, við undirritun samningsins. MYND/MARÍA KJARTANSDÓTTIR
magdalena@frettabladid.is
Nýsköpunarhugbúnaðarfyrirtækið
Víkonnekt vinnur með sprotafyrir-
tækjum til að hjálpa þeim að þróa
sínar eigin vörur frá grunni og
aðstoða þau við að ráða réttu starfs-
mennina til að styrkja vöxt fyrir-
tækjanna.
Fyrirtækið var stofnað í fyrra og er
nú með þrettán manns í vinnu. Safa
Jemai, stofnandi Víkonnekt, segir
að það skipti sköpum fyrir nýsköp-
unarfyrirtæki að finna rétta teymið
sem hafi burði til þess að sinna verk-
efnum af kostgæfni.
„Það er lykilatriði að finna rétta
teymið. Það sem við hjá Víkonnekt
gerum er að við hjálpum hugbún-
aðarfyrirtækjum að finna forritara
og spörum þeim bæði tíma og pen-
inga,“ segir Safa og bætir við að fyrir-
tækið leggi áherslu á fjölbreytni.
Safa hefur búið á Íslandi í um
fjögur ár en hún lærði forritun úti í
Túnis en kom hingað til lands til að
læra hugbúnaðarverkfræði í Háskóla
Íslands. Hún segir að það hafi verið
stór tímamót í lífi hennar þegar hún
tók þá ákvörðun að starfa sjálfstætt
fremur en að starfa sem forritari
fyrir aðra.
„Eftir námið mitt fór ég að vinna
sem forritari hjá HR og fleiri fyrir-
tækjum. Ástæðan fyrir að ég stofn-
aði mitt eigið fyrirtæki er að ég vil
sýna konum af erlendum uppruna
að það er hægt að byrja frá grunni
og láta drauma sína rætast.“
Hún segir að þó að fyrirtækinu
gangi vel hafi hún fundið fyrir
ýmsum hindrunum þegar hún hóf
ferlið.
„Það var ýmislegt sem var frekar
krefjandi. Ég var til dæmis ekki með
neitt tengslanet að ráði en ég var
aftur á móti virkilega dugleg að tala
við fólk og kynnast. Þess vegna gekk
þetta allt saman upp.“
Safa segir að margir spennandi
hlutir séu í bígerð hjá Víkonnekt.
Fyrirtækið vinni nú að því að vaxa
bæði hér innanlands og fyrir utan
landsteinana.
„Við erum um þessar mundir að
vinna með mjög mörgum íslenskum
fyrirtækjum en við erum líka að
vinna með fyrirtækjum í Evrópu og
við ætlum að halda áfram í því en á
sama tíma líka að stækka og finna
fleiri viðskiptavini í Bandaríkjun-
um. Við viljum líka leggja áherslu á
fjölbreytni og hjálpa konum að vaxa
í starfi.“
Safa bætir við að það jákvæða við
Ísland sé hversu fjölbreytt nýsköp-
unarflóran er.
„Það er virkilega gaman að starfa
í nýsköpun á Íslandi og því fylgja
mörg tækifæri. Við hjá Víkonnekt
leggjum mikið upp úr því að veita
þessum fyrirtækjum faglega ráðgjöf
og hvetjum þau til að hugsa til lengri
tíma frekar en aðeins til skamms
tíma.“ n
Segir að allir geti byrjað frá grunni
Safa Jemai flutti hingað frá Túnis fyrir fjórum árum síðan en gerir það nú gott
í nýsköpun hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Við hlökkum til að
starfa með þessu
frábæra teymi og erum
spennt fyrir að taka
þátt í að koma lausn
Justikal inn á alþjóða-
markað.
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar
Það er virkilega gaman
að starfa í nýsköpun á
Íslandi og því fylgja
mörg tækifæri.
magdalena@frettabladid.is
Framboð íbúða til sölu hefur aukist
hratt að undanförnu en á höfuð-
borgarsvæðinu eru nú 1.013 íbúðir
til sölu en í lok júlí voru þær aðeins
700 og því hefur framboðið aukist
um 45 prósent á einum mánuði.
Þetta er meðal þess sem fram kemur
í nýjum tölum frá Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun (HMS) sem
birtar voru í gær.
Bergþóra Baldursdóttir, hagfræð-
ingur hjá Greiningu Íslandsbanka,
segir þessar tölur bera þess merki
að íbúðamarkaðurinn sé farinn að
kólna.
„Það er komin aðeins meiri ró á
markaðinn. Það er líklega ástæðan
fyrir auknu framboði, sérstaklega
miðað við vísitölu íbúðaverðs í júlí
og nú gögn Hagstofunnar um mark-
aðsverð íbúðarhúsnæðis,“ segir
Bergþóra en bætir við að hafa þurfi
í huga að framboðið sé ekki komið á
sama stað og það var áður en íbúða-
verðshækkanirnar byrjuðu.
Hún segir jafnframt að tölurnar
komi í sjálfu sér ekki á óvart. Þau
hafi verið að búast við að markað-
urinn færi að kólna á næstunni og
tölurnar um aukið framboð rími
við það.
„Þetta eru aðallega eldri eignir
í endursölu, það er að segja, það
er ekki að koma mikið af nýjum
eignum inn á markaðinn enn sem
komið er.“
Í skýrslunni frá HMS kemur fram
að aukið framboð sé ekki hægt að
skýra með auknu framboði nýrra
íbúða heldur sé líklegasta skýringin
sú að hægt hafi á sölu vegna minnk-
andi eftirspurnar.
Bergþóra segir að það sé nokkuð
ljóst að aðgerðir Seðlabankans hafi
mikið að segja um kólnun á íbúða-
markaði um þessar mundir.
„Það er virkilega jákvætt að
loksins séu þessar aðgerðir farnar
að hafa áhrif. Við búumst við að
fleiri nýjar íbúðir fari að detta inn
á markaðinn þegar líða tekur á árið
en fjöldi þeirra mun aukast á næsta
ári.“
Samkvæmt talningu Samtaka
iðnaðarins og HMS eru rúmlega
3.000 íbúðir væntanlegar á markað
á næsta ári sem að sögn Bergþóru
ætti að vera nóg til að koma til móts
við eftirspurnina.
„Við búumst við að íbúðamark-
aður sé að kólna nokkuð hratt og
með hærri vöxtum sem og auknu
framboði af nýjum eignum muni
ákveðið jafnvægi komast á markað-
inn, vonandi fyrr en í allra síðasta
lagi um mitt næsta ár.“ n
Merki um kólnun
á fasteignamarkaði
Bergþóra
Baldursdóttir,
hagfræðingur
í Greiningu
Íslandsbanka
10 Fréttir 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR