Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Nú í sumarbyrjun voru Reykjalundi færðar glæsilegar gjafir. Það voru félagar í Kiwanis- klúbbnum Keili og Lionsklúbbi Njarðvíkur sem gáfu Reykjalundi sitt hvort rafmagns- hjólið ásamt reiðhjólahjálmum. Hjólin eru frá versluninni Erninum sem lagði sitt af mörkum til að klúbbarnir gætu fjármagnað gjafirnar. Rafmagnshjól nýtast vel í starfsemi Reykjalundar, ekki síst yfir sumartímann. Hjól sem þessi eru mjög mikilvægur valkostur við möguleika sjúklinga og skjólstæðinga til markvissrar endurhæfingar, þar sem markmiðið er að koma fólki aftur út í lífið sem virkum þátttakendum. Starfsfólk Reykjalundar sendir félögum í Kiwanisklúbnum Keili og Lionsklúbbi Njarðvíkur kærar þakkir fyrir gjafirnar. Reykjalundur fær glæsilegar hjólagjafir fyrir sumarið hjólin afhent Dagana 19. og 20. apríl var unnið þema- verkefni hjá 5. bekk í Varmárskóla. Verk- efnið fól í sér að útbúa einhvers konar móttökuáætlun fyrir börn sem hafa þurft að flýja heimili sín í Úkraínu vegna stríðsins og hefja nýtt líf í Mosfellsbæ. Verkefnið skiptist í skilning og aðgerðir og byrjuðu börnin á að hlusta á fyrirlestur frá kynningarfulltrúa Rauða krossins um starf þeirra í stríði og móttöku flóttamanna til Íslands. Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Var- márskóla deildi svo með krökkunum sinni eigin reynslu af móttöku og aðstoð við flóttamenn, en hún hefur verið stuðnings- fjölskylda fyrir flóttamenn sem komið hafa til landsins. Tilbúin að taka móti krökkum Börnin settu sig síðan í spor barnanna í Úkraínu og unnu í framhaldi af því verkefni sem kynnir bæði börnin í árgangnum og aðstöðuna í skólanum. Útkoman er fall- ega unnin bók sem kynnir hvern og einn nemanda í 5. bekk, fjölskylduhagi þeirra og áhugamál. Auk þess bjuggu börnin til kynn- ingarmyndband af flestum stöðum, stofum og leikjum sem eru í boði í Varmárskóla. Ef og þegar börnin í Varmárskóla taka á móti nemanda sem hefur þurft að flýja heimili sitt í Úkraínu, þá erum við nú til- búin til að aðstoða þessa börn við að taka fyrsta skrefið inn í sitt nýja líf í Varmárskóla og Mosfellsbæ með skýrri kynningu á fé- lagsskap og umhverfi. Vonin er að þetta hjálpi Þemadagar hjá 5. bekk í Varmárskóla Frá börnum til barna unnið að móttökuáætlun Mosfellsbær semur við Eir um stækkun húsnæðis fyrir starf eldri borgara í Mos- fellsbæ Samkomulag hefur verið gert um upp- byggingu á lóðum við Bjarkarholt 1-5 í Mosfellsbæ. Eir öryggisíbúðir hafa í kjölfar þess gengið frá samningi um byggingu og kaup á íbúðarhúsnæði með um 100 þjón- ustuíbúðum fyrir aldraða sem verða reistar á lóðunum við Bjarkarholt 4-5. Hæð ofan á núverandi húsnæði Með þessari uppbyggingu verður unnt að mæta þörfum fólks fyrir húsnæði í góðum tengslum við margháttaða þjónustu Mos- fellsbæjar og Eirar við eldri einstaklinga. Við þessa byggingu verður reist um 400 m2 hæð ofan á núverandi húsnæði Eir- hamra, tengibygging sem tengir húsnæðið í Bjarkarholti við núverandi húsnæði að Eirhömrum. Mosfellsbær leigir í dag húsnæði þjón- ustumiðstöðvarinnar að Eirhömrum. Fyrir liggur að vegna fjölgunar eldri íbúa í sveit- arfélaginu er þörf á stærra húsnæði undir þá þjónustu sem Mosfellsbær veitir, meðal annars undir félagsstarf sem og dagdvöl eldri borgara. Mæta framtíðarþörfum íbúa Nýlega var því skrifað undir samning við Eir um leigu á áðurnefndu 400 m2 rými sem mun gera Mosfellsbæ kleift að auka félagsstarf í Mosfellsbæ og mæta framtíðar- þörfum íbúa. Með viðbótarrými fyrir félagsstarfið verður til möguleiki á að sækja um stækkun á dagdvölinni til heilbrigðisráðuneytisins og nýta hluta af núverandi aðstöðu félags- starfsins í þá stækkun. Bæjarráð hefur sam- þykkt að sækja um heimild fyrir stækkun dagdvalarinnar úr 9 rýmum í 15. „Samstarf Mosfellsbæjar og Eirar hefur gengið mjög vel á liðnum árum og við erum full tilhlökkunar að halda áfram að þróa þjónustu Mosfellsbæjar í þéttu samtali við íbúa og fulltrúa Eirar. Það er okkar sannfæring að þegar þessari uppbyggingu lýkur verði umgjörð félagsstarfs í Mosfellsbæ með því besta sem þekkist,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Uppbygging á lóðum við Bjarkarholt • 100 nýjar íbúðir Stækka húsnæði fyrir starf eldri borgara Eir öryggisíbúðir á Hlaðhamra í Mosfellsbæ. Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eirar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri skrifa undir 400 fm2 stækkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.