Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 6
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Nú í sumarbyrjun voru Reykjalundi færðar
glæsilegar gjafir. Það voru félagar í Kiwanis-
klúbbnum Keili og Lionsklúbbi Njarðvíkur
sem gáfu Reykjalundi sitt hvort rafmagns-
hjólið ásamt reiðhjólahjálmum.
Hjólin eru frá versluninni Erninum
sem lagði sitt af mörkum til að klúbbarnir
gætu fjármagnað gjafirnar. Rafmagnshjól
nýtast vel í starfsemi Reykjalundar, ekki
síst yfir sumartímann. Hjól sem þessi eru
mjög mikilvægur valkostur við möguleika
sjúklinga og skjólstæðinga til markvissrar
endurhæfingar, þar sem markmiðið er
að koma fólki aftur út í lífið sem virkum
þátttakendum.
Starfsfólk Reykjalundar sendir félögum
í Kiwanisklúbnum Keili og Lionsklúbbi
Njarðvíkur kærar þakkir fyrir gjafirnar.
Reykjalundur fær glæsilegar
hjólagjafir fyrir sumarið
hjólin afhent
Dagana 19. og 20. apríl var unnið þema-
verkefni hjá 5. bekk í Varmárskóla. Verk-
efnið fól í sér að útbúa einhvers konar
móttökuáætlun fyrir börn sem hafa þurft að
flýja heimili sín í Úkraínu vegna stríðsins
og hefja nýtt líf í Mosfellsbæ.
Verkefnið skiptist í skilning og aðgerðir
og byrjuðu börnin á að hlusta á fyrirlestur
frá kynningarfulltrúa Rauða krossins um
starf þeirra í stríði og móttöku flóttamanna
til Íslands.
Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Var-
márskóla deildi svo með krökkunum sinni
eigin reynslu af móttöku og aðstoð við
flóttamenn, en hún hefur verið stuðnings-
fjölskylda fyrir flóttamenn sem komið hafa
til landsins.
Tilbúin að taka móti krökkum
Börnin settu sig síðan í spor barnanna í
Úkraínu og unnu í framhaldi af því verkefni
sem kynnir bæði börnin í árgangnum og
aðstöðuna í skólanum. Útkoman er fall-
ega unnin bók sem kynnir hvern og einn
nemanda í 5. bekk, fjölskylduhagi þeirra og
áhugamál. Auk þess bjuggu börnin til kynn-
ingarmyndband af flestum stöðum, stofum
og leikjum sem eru í boði í Varmárskóla.
Ef og þegar börnin í Varmárskóla taka
á móti nemanda sem hefur þurft að flýja
heimili sitt í Úkraínu, þá erum við nú til-
búin til að aðstoða þessa börn við að taka
fyrsta skrefið inn í sitt nýja líf í Varmárskóla
og Mosfellsbæ með skýrri kynningu á fé-
lagsskap og umhverfi. Vonin er að þetta
hjálpi
Þemadagar hjá 5. bekk í Varmárskóla
Frá börnum til barna
unnið að móttökuáætlun
Mosfellsbær semur við Eir um stækkun
húsnæðis fyrir starf eldri borgara í Mos-
fellsbæ
Samkomulag hefur verið gert um upp-
byggingu á lóðum við Bjarkarholt 1-5 í
Mosfellsbæ. Eir öryggisíbúðir hafa í kjölfar
þess gengið frá samningi um byggingu og
kaup á íbúðarhúsnæði með um 100 þjón-
ustuíbúðum fyrir aldraða sem verða reistar
á lóðunum við Bjarkarholt 4-5.
Hæð ofan á núverandi húsnæði
Með þessari uppbyggingu verður unnt að
mæta þörfum fólks fyrir húsnæði í góðum
tengslum við margháttaða þjónustu Mos-
fellsbæjar og Eirar við eldri einstaklinga.
Við þessa byggingu verður reist um 400
m2 hæð ofan á núverandi húsnæði Eir-
hamra, tengibygging sem tengir húsnæðið
í Bjarkarholti við núverandi húsnæði að
Eirhömrum.
Mosfellsbær leigir í dag húsnæði þjón-
ustumiðstöðvarinnar að Eirhömrum. Fyrir
liggur að vegna fjölgunar eldri íbúa í sveit-
arfélaginu er þörf á stærra húsnæði undir
þá þjónustu sem Mosfellsbær veitir, meðal
annars undir félagsstarf sem og dagdvöl
eldri borgara.
Mæta framtíðarþörfum íbúa
Nýlega var því skrifað undir samning við
Eir um leigu á áðurnefndu 400 m2 rými
sem mun gera Mosfellsbæ kleift að auka
félagsstarf í Mosfellsbæ og mæta framtíðar-
þörfum íbúa.
Með viðbótarrými fyrir félagsstarfið
verður til möguleiki á að sækja um stækkun
á dagdvölinni til heilbrigðisráðuneytisins
og nýta hluta af núverandi aðstöðu félags-
starfsins í þá stækkun. Bæjarráð hefur sam-
þykkt að sækja um heimild fyrir stækkun
dagdvalarinnar úr 9 rýmum í 15.
„Samstarf Mosfellsbæjar og Eirar hefur
gengið mjög vel á liðnum árum og við erum
full tilhlökkunar að halda áfram að þróa
þjónustu Mosfellsbæjar í þéttu samtali við
íbúa og fulltrúa Eirar.
Það er okkar sannfæring að þegar
þessari uppbyggingu lýkur verði umgjörð
félagsstarfs í Mosfellsbæ með því besta
sem þekkist,“ segir Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Uppbygging á lóðum við Bjarkarholt • 100 nýjar íbúðir
Stækka húsnæði fyrir
starf eldri borgara
Eir öryggisíbúðir á Hlaðhamra í Mosfellsbæ.
Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Eirar og Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri skrifa undir 400 fm2 stækkun.