Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 sunnudagur 1. maí Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson þjónar. vORHÁtÍÐ BaRnastaRFsins 8. maí Lágafellskirkja býður til vorhátíðar sunnudaginn 8. maí kl. 13. Hátíðin hefst með sunnudagaskóla inni í kirkju en að honum loknum verða í boði léttar veitingar, fjör og hoppukastalar úti í kirkjuportinu! Ásamt því að hjólalækn- irinn Dr. BÆK kíkir í heimsókn og fer yfir hjólin fyrir sumarið. Hvetjum gesti að fjölmenna til kirkju hjólandi, labbandi eða á fjórum hjólum. Verið öll velkomin - hlökkum til! Foreldramorgnar - fimmtudaga kl. 10- 12 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. 28. apríl: Æfingar eftir meðgöngu. Gestur: Kara Elvarsdóttir sjúkraþjálfari. ATH: Gott að mæta með dýnu. 5. maí: Svefnvenjur barna. Gestur: Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur 12. maí: Opið hús sumarnámskeið lágafellssóknar Ævintýraleg námskeið fyrir 6-9 ára krakka í júní og ágúst. Lofum stuði og ævintýrum í sumar! Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu. Ó María frumsýnd á föstudaginn Sýningin Ó María verður frumsýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar föstudaginn 29. apríl. Sýningin er til heiðurs Maríu Guðmundsdóttur sem var félagi í LM til margra ára og landsþekkt fyrir leik sinn í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Ó María er kvöldskemmtun í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ þar sem lifandi tónlist, söngur, grín og gleði ráða för. Leiknir eru nokkrir af ógleymanlegu leikþáttum Maríu og skemmtileg kaffihúsastemming ríkir í salnum þar sem leikhúsgestir sitja til borðs á sviðinu. Þetta er frábær skemmtun í anda okkar yndislegu Maríu sem hentar öllum sem vilja hlæja, hlusta á ljúfa tóna og eiga góða kvöldstund. Frumsýning 29. apríl - UPPSELT 2. sýning laugardaginn 30. apríl kl. 20 3. sýning föstudaginn 6. maí kl. 20 4. sýning laugardaginn 7. maí kl. 20 5. sýning föstudaginn 13. maí kl. 20 Miðaverð: 3.500 krónur. Miðasala fer fram á tix.is og í síma 566-7788 Bók um Jagúar Laxness komin út Út er komin bókin Jagúar skálds- ins þar sem Óskar Magnússon segir skemmtisögur af Jagúarnum á Gljúfrasteini og eiganda hans, Halldóri Laxness, en hann kynntist báðum og hlutaðist nokkuð til um samferð þeirra. „Halldór lagði mikið upp úr því að vera á flottum bílum og klæðast vönduðum fatnaði. Fegurðarskyn hans var næmt og hann var í raun með bíladellu,“ segir höfundur bókarinnar. Nóbels- skáldið Halldór keypti Jagúar 340 Saloon beint úr kassanum árið 1968 og vakti hann sannarlega athygli, enda lítið um að fólk ætti þessa tegund af Jagúar á Íslandi á þeim tíma. Í dag er bíllinn hluti af safninu á Gljúfrasteini í Mosfellsdal. 120 ár eru nú liðin frá fæðingu Haldórs Laxness. LeikféLag MosfeLLssveitar kynnir KvöldsKemmtun til heiðurs maríu Guðmundsdóttur sýnt í BæjarleiKhúsinu miðasala á tix.is oG í síma 566-7788 FrumsýninG 29.apríl Kl 19:30 önnur sýninG 30. apríl Kl 20 Þriðja sýninG 6. apríl Kl 20 Fjórða sýninG 7. apríl Kl 20 Fimmta sýninG 13. apríl Kl 20 Ó aríaM Menntastefna Mosfellsbæjar 2022-2030, Heimurinn er okkar, var samþykkt af fræðslunefnd Mosfellsbæjar á fundi nefnd- arinnar þann 28. mars. Að mótun stefnunnar kom stór hópur nemenda, kennara, starfsmanna skóla, foreldra og sérfræðinga og þakkaði nefndin öllum hagaðilum fyrir þeirra þátt í vinn- unni. stefnan innleidd á næsta skólaári Þann 7. október 2020 var samþykkt í fræðslunefnd að hefja vinnu við endur- skoðun á skólastefnu Mosfellsbæjar frá árinu 2010. Ákveðið var að heiti stefnunnar yrði menntastefna Mosfellsbæjar með gild- istíma til 2030. Stefnan verður kynnt og innleidd á næsta skólaári en stoðir stefnunnar eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Fræðslunefnd telur að stefnan styrki enn frekar öflugt og framsækið skóla- og frístundastarf í Mos- fellsbæ og muni styðja við farsæla innleið- ingu þeirra markmiða sem að er stefnt. Áskorun að tryggja menntun við hæfi „Mosfellsbær getur verið stoltur af end- urskoðaðri menntastefnu enda er Heimur- inn okkar ef við stöndum rétt að málum. Það er og verður alltaf áskorun að tryggja öllum menntun við hæfi og að einstakling- ar fái notið hæfileika sinna. Með þéttu samtali og samvinnu tel ég að fræðslunefnd hafi tekist að taka saman á einn stað stefnumarkandi áherslur og markmið sem eru til þess fallin að varða okkur farsæla leið. Okkar verkefni er að halda utan um fólkið okkar og styðja og efla það í námi og grípa þegar þess þarf með,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. leiðarljós menntastefnunnar Leiðarljós menntastefnu Mosfellsbæjar er að skóla- og frístundastarfið sé í fremstu röð og þar fái allir notið sín. Unnið er að velferð og vexti allra hagaðila með jákvæðum samskiptum, valdeflingu, sveigjanleika og upplýsingum um starfið. Stoðir menntastefnunnar eru þrjár; vöxt- ur, fjölbreytni og samvinna. Þær skarast og eru nátengdar hver annarri. Til að allir blómstri í skóla- og frístunda- starfi þarf fjölbreytni og góða samvinnu hagaðila. Vöxtur • Forsenda þess að börn geti lært og dafnað er að þeim sé búið öruggt umhverfi þar sem færni þeirra er aukin á sem fjölbreyttastan hátt og sjálfsmynd þeirra styrkt. Í skóla- og frístundastarfi er því lögð áhersla á menntun, öryggi, vellíðan, snemmtækan stuðning og heilsueflingu. Fjölbreytni • Fjölbreytt, skapandi og sveigjanlegt skóla- og frístundastarf mæti ólíkum þörfum og styrkleikum barna og stuðli að farsæld þeirra. • Markmiðið er að auka sveigjanleika starfsins og þar með efla trú barna á eigin getu. Þannig verða þau betur í stakk búin til að mæta mismunandi verkefnum í námi, leik og starfi. SamVinna • Skýr sameiginleg sýn hagaðila, heilindi, uppbyggileg og lausnamiðuð umræða tryggir góða samvinnu. Þannig verða til árangursrík verkefni í skóla- og frístundastarfi þar sem börnin eru í brennidepli. Stoðir menntaSteFnu moSFellSbæjar Heimurinn er okkar • Leiðarljós að skóla- og frístundastarfið sé í fremstu röð Menntastefna Mosfellsbæjar til ársins 2030 samþykkt MOSFELLINGUR keMur næst út 12. Maí mosfellingur@mosfellingur.is Í síðustu viku mætti Dagbjört Brynjarsdóttir kennari útikennslu í Varmárskóla daglega á bæjarskrifstofu með hóp barna í 5. bekk. Stjórnsýsla Mosfellsbæjar var kynnt, fjall- að um hlutverk og verkefni bæjarstjórnar, bæjarstjóra, fagnefnda og stjórnskipulag og verkefni bæjarskrifstofu voru rædd. Þá kynntu starfsmenn stjórnsýslunnar stöðu vinnu við verkefnið Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag. Í því felst meðal annars aukið samtal og samstarf við börn um mótun og framkvæmd þjónustu bæjar- ins til dæmis þannig að börn séu ávallt höfð með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar og að þátttaka þeirra sé merkingarbær en ekki bara táknræn eins og hefðbundið er. Fræðast um sögu Mosfellsbæjar „Í útikennslunni í vetur erum við búin að vera fræðast um sögu Mosfellssveitar frá ís- öld og erum komin fram til ársins 1970 eða þar um bil,“ segir Dagbjört Brynjarsdóttir kennari í Varmárskóla. „Næst í kennsluáætluninni var að fræðast um stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Heyra af því hvernig bænum er stjórnað og hver ræður hverju. Hver ákveður hvað má byggja og hvar og hvernig kemur heita vatnið til okkar? Þá vildum við fá að vita hvað er gert á bæjarskrifstofunni og sjá þannig hvernig sveitarstjórnarkosningarnar sem eru fram undan tengjast starfsemi bæjarins okkar. Heimsókn okkar á bæjarskrifstofuna var mjög fróðleg og það sköpuðust góðar um- ræður hjá hópnum,“ segir Dagbjört Heimsókn á bæjarskrifstofurnar • Staðan tekin á verkefninu Barnvænt samfélag fimmtu bekkingar kynna sér stjórnsýsluna í Mosfellsbæ í fundarsal bæjarstjórnar í Kjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.