Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 32
 - Mosfellingurinn Einar Sigurjónsson32 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. Þríþraut er íþrótt sem reynir sér- staklega mikið á þol keppenda en keppt er í sundi, hjólreiðum og kapphlaupi. Þekktasta langþríþraut- arkeppnin er Járnkarlinn sem hófst á Hawaii árið 1977. Einar Sigurjónsson sjúkraþjálfari hef- ur tekið þátt í fimm járnkörlum víða um heim og er hvergi hættur. Hann segir að hver keppni gefi sér góðar minningar og hann vonast til að geta keppt svo lengi sem heilsan leyfir. Einar er fæddur í Reykjavík 12. október 1980. Foreldrar hans eru Helga Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurjón Eiríksson rafvirki. Einar á tvö systkini, Arnar f. 1981 og Kristrúnu f. 1985. Fóru á skíði í Kerlingarfjöll „Ég er alinn upp í Mosfellsbæ og átti heima fyrstu árin mín í Grundartanga en svo fluttum við fjölskyldan í Leirutangann, í húsið sem foreldrar mínir byggðu. Það var barnmargt í götunni og ég var svo heppinn að minn besti vinur og frændi, Grétar Þór, bjó í parhúsi við hliðina á okkur. Foreldrar mínir voru mjög natnir að fara með okkur systkinin í ferðalög um landið og frá þeim tíma á ég góðar minningar, sérstaklega þegar við fórum í Kerlingarfjöll á skíði í kringum 1990.“ Árið sem stendur upp úr „Sú minning sem stendur upp úr frá æskuárunum er árið sem við bjuggum í Danmörku 1992-1993 en við fluttum þang- að því foreldra mína langaði í tilbreytingu. Þetta var viðburðaríkt og skemmtilegt ár og þarna lærði ég dönsku. Dag einn vorum við stödd á Bellavue- ströndinni í Danmörku þegar pabbi sendi okkur krakkana til að sækja íspinna á út- varpsstöð sem var að senda út á ströndinni. Íspinnarnir voru ekki íspinnar heldur ban- anasmokkar, þarna eignaðist ég mína fyrstu 30 smokka, 12 ára gamall,“ segir Einar og hlær. Hún uppskar mikla virðingu „Ég gekk í Varmárskóla og svo í Gagn- fræðaskólann í Mosfellsbæ. Kynntist þar Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem var kjarn- orkukona, hún var skólastjóri árin mín í gaggó. Árið 1995 voru öll kennsluborð og sæti í kennslustofunum endurnýjuð. Tveir nemendur ákváðu að skera nöfn sín í nýju borðin og það var því ekki erfitt að finna út hverjir þessir nemendur voru. Ragnheiður tæklaði þetta mjög vel og uppskar mikla virðingu en drengirnir tveir sátu með sín gömlu borð út önnina. Eftir útskrift úr gagnfræðaskólanum lá leiðin í Menntaskólann við Sund þaðan sem ég lauk stúdentsprófi árið 2000 af náttúrufræðibraut. Á sumrin vann ég við leikjanámskeið ÍTÓM, íþrótta- og tóm- stundaskóla Mosfellsbæjar með Hlyni Guðmundssyni og á veturna í Íþróttaskóla barnanna með Svövu Ýri og Höllu Karen.“ Spennandi tímar fram undan „Eftir útskrift fór ég að starfa sem aðstoð- armaður sjúkraþjálfara á Landspítalanum við Hringbraut. Ég fór síðan í Háskóla Ís- lands til að læra sjúkraþjálfun og útskrifast þaðan árið 2005. Ég hef starfað í 17 ár á MT-stofunni í Síðumúla sem sjúkraþjálfari en nú eru blik- ur á lofti því ég er að fara að opna stofu með tveimur öðrum sjúkraþjálfurum í Ártúni í sumar svo það eru virkilega spennandi tímar fram undan.“ Afslappandi að fara í sveitina Einar giftist eiginkonu sinni, Birnu Maríu Karlsdóttur, 9. júní 2012 en hún er ættuð úr Öxarfirði í Þingeyjarsýslu. Þau kynntust í námi sínu í sjúkraþjálfun og tóku saman 2005. Birna starfar á Landspítalanum Hring- braut á hjartasviði. Þau eiga saman tvö börn, Helgu Laufeyju f. 2008 og Snorra Stein f. 2010. „Við fjölskyldan njót- um þess að fara í ferða- lög innanlands og utan. Okkur finnst gaman að fara með fellihýsið okk- ar og taka frisbígolfið með. Oftast förum við í sveitina rétt hjá Ásbyrgi til tengdapabba en hann er sauðfjárbóndi þar ásamt mági mínum, Bjarka Fannari. Að komast í sveitina þar sem mikið er af kindum, hestum og hænum er gríðarlega afslappandi og skemmtilegt fyrir börnin. Þar er tekið í sveitastörfin ásamt því að njóta náttúrunnar.“ Gerðu það sem gleður þig Einar fer hjólandi í vinnuna allt árið um kring en aðaláhugamál hans er hreyfing og þá sérstaklega þríþraut. Árið 2015 dró frændi hans Jens Ingvarsson hann með sér í WOW Cyclothon sem samanstóð af 10 manna liði sem hjólaði hringinn í kringum Ísland. Eftir þessa ferð var ekki aftur snúið, Einar fann þarna ástríðu sína. „Mín lífsspeki er þessi, allir þurfa ein- hvern tilgang í lífið. Gera eitthvað sem er skemmtilegt og gleður mann. Best er ef það er hreyfing í einhverri mynd. Gott er að setja sér markmið og jafnvel fara út fyrir þæginda- rammann. Ef þú sinnir sjálfum þér aukast líkurnar á að þér líði betur og þú sinnir fjöl- skyldu, vinum og vinnu mun betur. Það gefur mér tilgang á hverjum einasta degi að fá hreyfiskammtinn minn ásamt þeim gleðihormónum sem því fylgja.“ Með góðu skipulagi er allt hægt Járnkarl eða Ironman samanstendur af 3,8 km sundi, 180 km hjólreiðum og 42,2 km maraþonhlaupi. Klára þarf keppnina á 16 klukkustundum en góður íþróttamaður er um 10 klukkustundir að klára. „Ég fór í minn fyrsta járnkarl í Barcelona árið 2017 og síðan þá hef ég farið á hverju ári. Ég keppi núna í sjötta sinn í Svíþjóð í sumar og fjölskylda mín kemur með mér sem stuðningsmannalið. Ég æfi 12 klukku- stundir á viku allar vikur ársins og með góðu skipulagi og frábærri eiginkonu er allt gerlegt,“ segir Einar og brosir. Langþráðu markmiði náð „Árið 2021 náði ég langþráðu mark- miði þegar ég kláraði Ironman á Ítalíu á 9 klukkustundum og 39 mínútum. Það var búið að vera þráhyggja í nokkur ár að brjóta 10 klukkustunda múrinn sem er ákveðinn tímamótaárangur hvers íþróttamanns í þrí- þrautarheiminum, þá var grátið af gleði. Líkaminn er gjörsamlega hamraður í nokkra daga eftir svona keppni og miklir strengir í fótleggjum. Ég man þegar ég kláraði Ironman í Austurríki 2019 þá þurfti ég að fara á klósettið. Þegar ég ætlaði að standa upp þá fékk ég svo mikinn krampa í fæturna að ég gat ekki staðið upp svo ég þurfti bara að sitja í dágóðan tíma á meðan ég jafnaði mig, ég gat ekki annað en hlegið að þessum aðstæðum. En það eru ekki bara keppnirnar sem maður sækir í heldur líka ferðalögin, allar æfingarnar og félagsskapurinn. Það er líka lífsnauðsynlegt að eiga góðan maka sem styður mann og elskar. Hver keppni gefur mér svo góðar minn- ingar, ég vona að ég geti keppt eins lengi og heilsan leyfir. Langtímamarkmið mitt er að komast á heimsmeistaramótið sem haldið er ár hvert á Hawaii, nú er bara að krossa fingur,“ segir Einar og brosir er við kveðjumst. Ef þú sinnir sjálfum þér aukast líkurnar á að þér líði betur og þú sinnir fjölskyldu, vinum og vinnu mun betur. Fjölskyldan í Stuðlagili, Einar, Helga Laufey, Birna María og Snorri Steinn. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Allir þurfa einhvern tilgang í lífið HIN HLIÐIN Óvenjulegasta lífsreynslan? Þegar konan mín gaf mér sónarmynd af frumburði mínum árið 2008 á minnst spennandi degi ársins, Valentínusardegi. Hvaða matur freistar þín? Blómkálssúpan hennar mömmu. Hvar líður þér best? Fyrir utan hið augljósa sem er heima þá líður mér best á hjólinu í góðu veðri með skemmtilegt podcast í eyranu. Bestu kaup sem þú hefur gert? Hlaupabretti í byrjun Covid faraldurs. Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Setja hjólreiðastíga meðfram þjóðvegum landsins. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Toppurinn á Úlfarsfelli. Hver kom þér síðast á óvart og hvern- ig? Mamma, þegar hún hjólaði í vinnuna í rauðri veðurviðvörun og hló þegar hún heyrði að ég fór á bíl. Besta heilsuráðið? Bestu æfingarnar eru þær sem eru gerðar. Einar Sigurjónsson sjúkraþjálfari hefur tekið þátt í þríþrautum víða um heim tveggja ára ironman í köben systkinin kristrún, arnar og einar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.