Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 52
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Í eldhúsinu
Heimilis-
verk
Að taka úr uppþvottavélinni, hengja upp
úr þvottavélinni eða brjóta saman úr
þurrkaranum.
Ég held ég geti sagt fyrir hönd flestra
að þetta eru meðal leiðinlegustu
heimilisverkanna. Sérstaklega vegna
þess að maður er ekki fyrr búinn að
ljúka verkinu þegar það þarf að byrja
það aftur …
Þótt klósettþrif séu heldur ekki
skemmtileg þá þarf ekki að endurtaka
þau alveg jafn ítrekað, nema maður búi
með fólki sem pissar mikið út fyrir (en
það er annað mál).
Á heimilum þar sem tvær eða fleiri
fullorðar manneskjur búa saman, þá
oftar en ekki lenda þessi leiðinda heim-
ilisverk aðallega á herðum eins aðila.
Það þarf ekki að vera slæmt að hafa slíka
verkaskiptingu, svo lengi sem allir eru
sáttir við sitt hlutskipti. En oft getur verið
gott að allir aðilar fái að kynnast þessum
hlutverkum svo að maður kunni að meta
það þegar þau eru unnin fyrir mann.
Til dæmis sér maðurinn minn alfarið
um eldamennsku og eldhúsið á heimil-
inu hjá okkur (og jesús minn hvað ég er
þakklát fyrir það).
Venjan er svo að ég sjái um þvottinn
og önnur dagleg heimilisþrif. En svo er
ég búin að vera veik síðustu vikur og
maðurinn minn því þurft að sjá um allt
heimilið að mestu.
Og hann gerir nú ekki annað en
að tala um hversu hollt þetta sé fyrir
karlmenn að átta sig á því að það er
bara drullumikil vinna að sinna heimili.
Og að hann taki hattinn að ofan fyrir
þeim fjölmörgu konum sem sinna bæði
vinnu, börnum og heimili. (Ofurkonur
að mínu mati)
Ég er alveg sammála því að það er
ótrúlega mikilvægt að allir aðilar á
heimili átti sig á því að þvotturinn þvær
sig ekki sjálfur og uppþvottavélin tæmir
sig ekki sjálf. Að baki öllum heimilis-
verkum er heilmikil vinna og ég held að
maður læri ekki almennilega að meta
alla þá vinnu sem fer í heimilisstörfin
fyrr en maður þarf að standa í þeim
sjálfur.
Svo áfram gakk með jafna verkaskipt-
ingu og meiri virðingu fyrir heimilis-
störfunum!
Einar og Birna skora á Sigurð Frosta Baldvinsson að deila næstu uppskrift í Mosfellingi
Einar Sigurjónsson og Birna María
Karlsdóttir deila með okkur uppskrift að
þessu sinni.
„Okkur finnst margt skemmtilegra í lífinu
en að vera í eldhúsinu svo við köstum
fram einni laufléttri. Við erum að vinna með
morgunmat að þessu sinni en að sjálfsögðu
má fá sér múslí á öllum tímum dagsins.
Okkur finnst best að fá okkur músli með
grískri jógúrt og bláberjum. Það má vinna
með ýmiss konar korn og fræ en þetta er
okkar uppáhalds.“
• 5-6 dl tröllahafrar
• 2 dl graskersfræ
• 1 dl sólblómafræ
• 1 dl kókosflögur
• 1 dl saxaðar möndlur
• 1 dl saxaðar pekanhnetur
• 3 msk hunang
• 3 msk kókosolía
1) Hita ofninn í 180°
2) Bræða saman í potti olíu og hunang
3) Blanda öllu vel saman í skál
4) Setja á bökunarplötu með bökunarpappír
5) Baka í u.þ.b. 15 mínútur, gott að velta
blöndunni til einu sinni meðan á bökun
stendur (má vera lengur ef þið viljið hafa
múslíið dekkra)
6) Taka úr ofninum og láta kólna
7) Geyma í lokuðu íláti
móey pála
Uppáhaldsmorgunmaturinn
hjá einari og birnu
- Heyrst hefur...52
Hún Svandís Margrét Valdísardóttir
fæddist þann 17. september 2021 á
Landspítalanum. Hún var 3.895 gr
og 52 cm. Foreldri er Valdís Svan-
hildur Erlendsdóttir en Svandís er
einbirni, frumburður.
heyrst hefur...
...að aldrei hafi fleiri konur leitt
framboðslista í Mosfellsbæ.
...að Sonja og Sjúkraþjálfun Mosfells-
bæjar sé að hætta rekstri eftir 26 ára
starfsemi.
...að verið sé að semja um garðslátt í
Mosfellsbæ fyrir sumarið og að Garð-
list verði með vestursvæði bæjarins
og Hreinir garðar með austur.
...að bæjarráð hafi samþykkt á
dögunum að kanna staðsetningu
þjóðarhallar í Mosfellsbæ.
...að árgangamót og steikarkvöld
fótboltans sé á laugardaginn.
...að VG hafi verið gert að rífa
niður kosningaauglýsingar sínar á
Kjarnanum, daginn eftir að þær voru
settar upp.
...að hin stórskemmtilega og krefjandi
KB Þraut fari fram laugardaginn
21. maí en Kettlebells Iceland
stendur fyrir hlaupinu.
...að Kammerkór Mosfellsbæjar haldi
kveðjutónleika sína í kvöld.
...að árshátíð starfsmanna Mosfells-
bæjar verði haldin í Gullhömrum
laugardaginn 7. maí.
...að Frystihúsið sé nú lokað en ísbúðin
er staðsett við Krónuna.
...að Grétar Eggerts hafi verið ráðinn
nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar
og mæti á skrifstofuna eftir helgi.
...að búið sé að semja við reynslu-
boltann Jovan Kubat um að verja
mark Aftureldingar næstu tímabil í
Olís-deildinni.
...að skátafélagið Mosverjar standi
fyrir tónleikaröð á fimmtudags-
kvöldum í Kvosinni þar sem safnað
verður fyrir nýju eldhúsi.
...að þegar 12 lið hafi verið eftir í úr-
slitakeppninni í körfubolta á Íslandi
hafi Mosfellingar átt þrjá þjálfara.
...að Mosfellingarnir Ísak Snær og
Jason Daði hafi skorað þrjú mörk
fyrir Blika í fyrsta leik í Bestu.
...að það sé kominn nýr hreystivöllur
við Helgafellsskóla.
...að leikfélagið sé nú með í sýningu
kvöldstund til heiðurs Maríu
Guðmunds, Ó María.
...að meistaraflokkur karla í fótbolta
spili þrjá fyrstu leiki sumarsins í
Lengjudeildinni á heimavelli.
...að Instagram-síða knattspyrnu-
deildar sé vöknuð af værum blundi.
...að Hlíðavöllur opni fyrir kylfinga um
helgina.
...að handboltatímabilinu sé nú lokið
en stelpurnar náðu ekki í stig í Olís-
deildinni og strákarnir komust ekki
í úrslitakeppnina.
...að það séu 16 dagar til kosninga.
...að Herrakvöld Lions fari fram í
Hlégarði á föstudagskvöldið.
...að Mosfellingur á Instagram sé
að taka frambjóðendur í oddvita-
spjall þessa dagana og kynna sér
stefnumálin.
mosfellingur@mosfellingur.is
Steikarkvöld
í Harðarból laugardaginn 30. apríl
Jógvan Hansen stýrir veislunni, lúxus steikarhlaðborð frá Geira í Kjötbúðinni,
skemmtiatriði á heimsmælikvarða, uppboð og happdrætti
Verð 6.990 kr.
Örfáir miðar eftir í gegnum netfangið maggi@afturelding.is
H e r r a K v Ö l d a f t u r e l d i n G a r