Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 8
Vorkvöld í Álafosskvos
fjáröflunartónleikar
Haustið 2016 festi skátafélagið kaup
á Álafossvegi 18. Með aðstoð góðra
velunnara og sjálfboðaliða var húsið
standsett undir starfið og salur
innréttaður í austurenda hússins.
Hægt og rólega hefur einnig lóðinni
verið breytt þannig að hún nýtist
starfinu betur og eitt og annað verið
lagað og fært í betra horf. Það hefur
lengið verið auðséð að eldhúsið í
húsinu hentar alls
ekki fyrir starfið
og að það þurfi að
ráðast í breytingar
á því. Því var
ákveðið að prufa
nýja fjáröflunar-
leið; Fjáröflunar-
tónleika. Og ekki
bara einir tónleikar heldur fernir
styrktartónleikar. Tónleikarnir fara
fram í salnum í skátaheimilinu.
Allir tónleikarnir eru á fimmtudags-
kvöldum kl. 20:00. Hver miði kostar
kr. 3.900 og rennur miðaverð óskert
í nýtt eldhús. Tónleikarnir eru
eftirfarandi: 12. maí – Sölvi Kolbeins
og Birgir Steinn með Jazzkvöld,
19. maí – Bræðrabandið, 26. maí
– Svavar Knútur og að lokum 2.
júní – Mosfellska hljómsveitin
Piparkorn. Miðasala verður við
dyrnar en þeir sem vilja tryggja sér
miða geta einnig gert það kvöldið
fyrir tónleika í skátaheimilinu kl.
20:00-21:30.
Jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri
s. 863 3359 margretjako@gmail.com
Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari
s. 898 3947 krist2910@gmail.com
Þorsteinn Birgisson meðstjórnandi
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
Guðrún K. Hafsteinsdóttir 1. varamaður
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
Áshildur Þorsteinsdóttir 2. varamaður
s. 896 7518 asath52@gmail.com
StJÓrn FaMoS
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
- Fréttir úr bæjarlífinu8
GaMan SaMan
í síðasta sinn í vetur
12. maí kl. 13:30 í borðsal Eirhamra
Helgi R. Einarson gleðigjafi mætir og
tekur lagið með okkur.
Endilega komið og verið með okkur
og syngjum saman. Kaffi selt í matsal
eftir skemmtun á 500 krónur.
Heilsudagar Hamra
Fimmtudaginn 28. apríl 2022
Í salnum Eirhömrum kl. 15-17.
Í fyrsta sinn höldum við Heilsudaga
þar sem fyrirtæki munu koma og
kynna ýmsar lausnir og hjálpartæki.
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, iðju-
þjálfar og sjúkraþjálfarar heimilisins
kynna starf sitt.
Boðið upp á sykursýkismælingar,
blóðþrýstingsmælingar og ráðgjöf.
Kaffihús verður á staðnum og seldar
ljúffengar vöfflur og kaffi.
Allir velkomnir!
Sumarfrí 2022
í félagsstarfinu
Lítið verður lokað í sumar sem er
hið besta mál, en það getur verið
að einn og einn dag verði lokað,
endilega fylgist því með:) Eins gæti
opnunartíminn styst aðeins vegna
sumarfría starfsmanna. Vonum að þið
sýnið þessu skilning. Kærleikskveðjur.
Pútt í sumar
Minnum á að Golfklúbbur Mosfells-
bæjar býður upp á púttaðstöðu
á því svæði sem hann hefur til
umráða, þrisvar í viku á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum, kl.
10-12. Mosfellsbær og Golfklúbbur
Mosfellsbæjar veita félagsmönnum
FaMos aðstöðu sína án endurgjalds.
GanGa, GanGa, GanGa
Gönguhópinn er duglegur að ganga
og er mæting alla miðvikudaga kl.
13:00 við Fellið, sem er yfirbyggða
nýja knatthúsið við íþróttahúsið
Varmá.
Verið velkomin.
Endilega drífið ykkur með og takið
einhvern góðan vin með. Saman
höldum við áfram að byggja upp
ennþá betra heilsueflandi samfélag.
Einnig minnum við á hópinn okkar á
facebook, Gönguhópur Mosó 60+
https://www.facebook.com/
groups/627690624707196
Bestu kveðjur, Félagsstarfið
og íþróttanefnd FaMos
Hátíðarhöld á Gljúfrasteini • Halldór fæddist 23. apríl 1902
120 ár liðin frá
fæðingu laxnEss
ragnar kjartansson
og óskar magnússon
bjarki bjarnason og
jóhannes kristjánsson
sungið eftir gönguferð
systurnar guðný og sigríður
halldórsdætur ásamt
guðrúnu pétursdóttur
guðný dóra, katrín
jakobs og auður jóns
dagskrá í stofunni