Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 42
- Aðsendar greinar42
Fáir efast um það að skólarnir
okkar í Mosfellsbæ, leikskólar og
grunnskólar, séu þær stofnanir
bæjarins sem snerta líf barna okk-
ar mest. Hafa áhrif á uppvöxt og
þroska, félagslega færni og velferð
í víðum skilningi.
Ég birti greinina „Farsæll grunn-
skóli“ í Mosfellingi í febrúar síðast-
liðnum og ég skrifa aftur núna um skólana
því ég tel að málefni barnanna okkar séu
mikilvægustu málefni sem sveitarstjórnar-
fólk stendur frammi fyrir að sinna. Starfið
sem unnið er innan þessara stofnana legg-
ur grunninn í lífi barnanna okkar. Skólarnir
auka jöfnuð í samfélaginu því þar mætast
börn á jafnræðisgrundvelli. Þar eiga börnin
að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að rækta
hæfileika sína og blómstra. En fá börnin þá
þjónustu sem þau þurfa?
Það er alveg ljóst að starfsfólk skólanna
gerir sitt allra besta til að styðja börnin til
þroska en því miður hefur vantað úrræði
inn í skólana svo mæta megi börnunum þar
sem þau eru stödd. Kennarar eru settir í þá
stöðu að bera ábyrgð á menntun og velferð
barnanna en fá ekki þann sérfræðistuðning
sem þarf og er nauðsynlegur.
Ef við grípum ekki börnin þegar þau
þurfa á stuðningi að halda getur aðstoðin
orðið mun kostnaðarsamari fyrir samfélag-
ið á fullorðinsárum þeirra. Sveitarstjórnar-
menn eiga alltaf að horfa langt fram í tím-
ann og það á ekki síst við þegar við fjöllum
um aðbúnað barna.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið en oft
hefur borið á skilningsleysi í umræðunni
á því fagstarfi sem þar fer fram. Mannekla
sem sífellt berast fréttir af víða um land,
hefur á stundum orðið til þess að umræðan
um skólastigið hefur hverfst um gæsluhlut-
verk leikskólans. Leikskólinn er
hvort tveggja í senn, skóli og gæsla.
Hluta dagsins er unnið samkvæmt
námsskrá og síðan tekur frjáls
leikur við undir umsjón starfsfólks
en börnin eru náttúrulega að læra
allan daginn. Snemmtæk íhlutun
varðandi málþroska er gríðarlega
mikilvægur þáttur í starfi leikskóla
þar sem sjónum er beint að því að börn fái
þá aðstoð sem þarf til að koma í veg fyrir að
vandi ágerist.
Í leikskólunum okkar fer fram metnaðar-
fullt starf en það er nauðsynlegt að styrkja
umgjörð þeirra sem skólastofnana, auka
stuðning til símenntunar og til að sækja
sér menntun í leikskólakennarafræðum.
Samkvæmt lögum um menntun og hæfni
kennara eiga 2/3 hlutar stöðugilda í leik-
skólum að vera mannaðar með kennurum.
Því fer víðs fjarri að það hlutfall náist.
Ég lýk þessum skrifum með tveimur
áherslupunktum úr kosningastefnuská
Samfylkingarinnar og hvet kjósendur til að
kjósa út frá hagsmunum barna og kynna
sér stefnumál okkar á sammos.is
Fjölbreyttari sérfræðiþekkingu
inn í skólana
Við viljum ráða sérfræðinga með mis-
munandi fagþekkingu inn í teymi sem
þjónustar skóla bæjarins.
Gjaldfrjáls leikskóli – fyrsta skólastigið
Við stefnum að gjaldfrjálsum leikskóla
með það markmið að sá tími sem ætlaður
er i skipulagt, faglegt skólastarf samkvæmt
námsskrá verði gjaldfrjáls.
Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi,
skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar
Skólarnir okkar
Eitt sterkasta einkenni og aðdrátt-
arafl Mosfellsbæjar er náttúran
sem umlykur byggðina. Fellin,
heiðin og hafið.
Í bænum sjálfum eru það svo
þessi litlu grænu svæði sem gefa
mikið. Lækir, móar, stallar og skóg-
ar. Það eru heilmikið forréttindi
að hafa aðgang að þessum grænu
svæðum og þau hafa mikil áhrif á íbúana
sem tengjast þeim allir á sinn hátt.
Til að tryggja vistvænar samgöngur,
aðgengi fyrir alla og heilnæmt umhverfi
þarf að horfa á grænu svæðin, bæði í stóru
samhengi og smáu. Að ár séu verndaðar
frá upptökum að ósum og að aðgengi að
grænum svæðum sé mögulegt fyrir allar
kynslóðir og hreyfigetu.
Það er lykilatriði fyrir umhverfið og þar
af leiðandi loftslagið að græn svæði séu til
í sinni náttúrulegustu mynd, bæði á stórum
og smáum skala. Þau skapa lífið á jörðinni
eins og við þekkjum það í dag, framleiða
hreint loft, hreint vatn og aðstæður
fyrir matvælaframleiðslu.
Grænu svæðin móta hversdag-
inn, hvort sem það er hlaupatúr
meðfram sjónum, ganga með
barnavagn á stígum milli trjáa og
leikvalla eða bara eitt augnablik
þegar litið er út um eldhúsglugg-
ann og veður dagsins gefur útsýn-
inu nýjan blæ.
Grænu svæðin sem við njótum alla daga
þarf að vernda til framtíðar og eitt besta
verkfærið sem við eigum til þess er nátt-
úruvernd. Með skipulagðri vernd gefum
við svæðunum framtíð og tryggjum að
náttúran umlyki ekki bara bæinn heldur
eigi sér líka heimili í þéttbýlinu.
Vinstri græn vilja fjölskylduvænt, rétt-
látt og umhverfisvænt samfélag. Verndun
grænna svæða er í senn loftslagsaðgerð og
einn lykillinn að þeirri framtíð.
Stefanía Ragnarsdóttir skipar 11. sæti
V-listans í kosningunum 14. maí.
Græn svæði fyrir alla
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Deiliskipulag - Frístundalóð við Krókatjörn
Bæjarstjórn hefur samþykkt að kynna deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Krókatjörn í Mosfellsbæ, L125143.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag við þar sem skipta á 1,6 ha frístundalóð í tvennt.
Lóð er innan frístundabyggðarreits 518-F í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Aðkoma að lóðunum verður um núverandi vegstæði. Hámarks byggingarmagn
samræmist heimildum aðalskipulagsins.
Gögn eru aðgengileg á vef, mos.is, og á Upplýsingatorgi Þverholti 2. Kostur er að
senda athugasemdir sem skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um
sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.
Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag@mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 28. apríl til og með 13. júní 2022.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
www.mosfellingur.is - 43
Sveitarstjórnarkosningar eru líkt
og Ólympíuleikarnir haldnar fjórða
hvert ár.
Kannski eru þessir viðburðir
ekki svo ólíkir. Órjúfanlegur hluti
af þeim báðum er keppni þar sem
einstaklingar og lið etja kappi og
einhverjir standa uppi sem sigur-
vegarar og aðrir með sárt ennið. En
ef kosningar til sveitarstjórnar yrðu
fullgild ólympíuíþrótt er gaman að
ímynda sér hvaða þættir geta ráðið
því hver stendur uppi með gullið.
Fólkið
Það sem skiptir hvað mestu
máli eru einstaklingarnir sem eru
í framboði. Listarnir eru auðvitað mannana
verk og ekki betri eða verri en nöfnin sem
eru á þeim.
Þetta á sérstaklega við í bæjarstjórnar-
kosningum líkt og í Mosfellsbæ þar sem
aðeins eru ellefu fulltrúar í bæjarstjórn og
vægi hvers því talsvert. Því ætti kjósandinn
að spyrja sig hvaða einstaklinga hann vill
sjá með gullmedalíu um hálsinn og takast á
við þá ábyrgð sem fylgir að stjórna sveitar-
félagi með heiðarleikann að leiðarljósi.
Málefnin
Þá skipta málefnin auðvitað miklu máli
en í þeim felast ákvarðanatökur sem geta
haft veruleg áhrif á íbúa sveitarfélagsins.
Þau eru jafn mörg og þau eru ólík en þess
þarf að gæta að gullið má ekki vera of dýru
verði keypt.
Má þá benda á mikilvægi þess að sýna
ábyrgð í fjármálum sveitarfélaga og
umgangast fjármuni almennings af
virðingu. Einng eru umhverfismál
eitt af stóru viðfangsefnum dagsins
í dag og því er stefna sveitarfélaga í
þeim málaflokki gríðarlega mikil-
væg. Því þarf að hafa umhverfismál
í huga við stefnumótun og ákvarð-
anatöku sveitarfélaga með það að
markmiði að sporna við hlýnun
jarðar og gæta að umhverfinu.
Hugsjónin
Þá er ákveðin pólitísk hugsjón
á bak við stjórnmálasamtök sem
endurspeglast í ólíkum markmið-
um stjórnmálaflokkanna. Þessar
pólitísku hugsjónir hafa áhrif á stjórnmála-
samtök hvort sem það er á sveitarstjórnar-
stigi eða í landsmálunum.
Því er ekki hægt að skilja á milli lands-
mála og sveitarstjórnarmála að öllu leyti.
Þetta hefur í för með sér að stuðningur við
ákveðin stjórnmálasamtök á sveitarstjórn-
arstigi rennir styrkari stoðum undir þau á
landsvísu og þá vegferð sem þau eru á, t.d.
hvaða hagsmuni þau eru að berjast fyrir.
Það sem er samt best við þessa Ólymp-
íuleika er að þú lesandi góður ert sá sem
ræður úrslitum. Viðreisn setur almanna-
hagsmuni framar sérhagsmunum. Þú getur
breytt því sem þú vilt.
Veldu Viðreisn.
Elín Anna Gísladóttir og Ölvir Karlsson.
Höfundar skipa 3. og 4. sæti
á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ.
Sveitarstjórnarmál
sem ólympíugreinÁ undanförnum árum hefur orð-
ið mikil fjölgun á nemendum í
grunn- og leikskólum bæjarins.
Með auknum fjölda hafa skapast
nýjar áskoranir meðal kennara og
skólastjórnenda, margar þeirra
krefjandi sem hafa sýnt fram á
nauðsyn þess að efla og styrkja
skólafólk með auknu aðgengi að
sérfræðingum.
Það er fátt eins lamandi og erfitt í starfi
með börnum og að lenda í alvarlegum
aðstæðum sem þú veist ekki hvernig á að
leysa. Á þeirri stundu þarf starfsmaðurinn
lítið til að upplifa að stuðningur, innan
vinnustaðar, sé ekki fyrir hendi.
Nú, þegar hægt hefur á nemendafjölgun
í grunnskólum er gott að nýta tímann til að
fara yfir undanfarin ár, skoða það sem vel
hefur tekist til og hverju má standa betur
að – með eflingu á þjónustu Fræðslusviðs.
Fara þarf í þarfagreiningu í hverjum skóla,
meta hvaða þjónustu þarf beint inn í
skólana, hvaða þjónustu skólarnir geta
sameinast um og verið miðlægt staðsett á
Fræðslusviði.
Við í Vinum Mosfellsbæjar leggjum ríka
áherslu á að á Fræðslusviði sé teymi sér-
fræðinga ráðið inn, sem fari út í skólana og
sé kennurum og stjórnendum til stuðnings.
Í teyminu geta verið ráðgjafar á
borð við kennsluráðgjafa, hegð-
unarráðgjafa, sálfræðinga, félags-
ráðgjafa og ráðgjafarþroskaþjálfa
sem geta stutt beint við bakið á
kennurum.
Benda má á sambærileg verkefni
í Reykjavík, Betri borg fyrir börn og
þjónustu Farteyma. BBB verkefnið,
eins og það er kallað, gengur út á það að
færa þjónustuna nær notendum og hafa
kennsluráðgjafar og hegðunarráðgjafar
viðveru í skólum hverfisins á tilteknum
tímum og geta þar tekið til vinnslu mál sem
bíða og unnið jafnóðum og þau koma upp.
Þessi viðvera hefur verið mikill styrkur fyrir
nemendur og starfsfólk, vinnsla mála hefst
fyrr, sem þýðir að færri málum er vísað til
Þjónustumiðstöðva til vinnslu.
Þjónusta Farteyma er þjónusta við nem-
endur með fjölþættan vanda þar sem unnið
er með nemandann í nærumhverfi hans. Allt
kapp er lagt á að málin séu unnin í skólan-
um, ef það gengur ekki upp er teymið með
aðsetur og getur tekið nemendur til sín. Með
dyggri aðstoð og ríkri eftirfylgd náum við
betri árangri, börnunum okkar til heilla.
Dagný Kristinsdóttir, skipar 1. sæti
á framboðslista Vina Mosfellsbæjar.
Fagleg handleiðsla
14. maí nk. göngum við til kosn-
inga og fáum tækifæri til að nýta
mikilvægustu mannréttindi sem
við höfum, réttinn til að velja sjálf
það fólk sem kemur til með að stýra
málefnum samfélagsins okkar til
næstu 4 ára.
Ég gaf kost á mér til að taka sæti
á lista Framsóknar í Mosfellsbæ í
komandi sveitarstjórnarkosningum og var
treyst fyrir 4. sæti listans.
Ég er 38 ára, bý ásamt eiginkonu minni
og 3 börnum í Helgafellshverfinu, þar höf-
um við búið síðan árið 2019. Ég er fæddur
og uppalinn á Seyðisfirði og bjó þar óslitið
þar til við fjölskyldan fluttum í Mosfellsbæ.
Okkur hefur hvergi liðið betur en einmitt
hér. Ég brenn fyrir það að hér búum við
sem best að börnunum okkar, auk ýmissa
annarra þátta sem ég og við í Framsókn
munum kynna á næstu vikum.
Í nútímasveitarfélögum verður ákall
bæjarbúa og krafan um það að þjónustan
sé veitt um leið og eftir henni er kallað
sífellt háværari. Stærsti þjónustuveitandi
flestra einstaklinga er vafalítið lögheim-
ilissveitarfélag hvers og eins. Það er því
mikilvægt að til að mæta ákalli og kröfum
bæjarbúa að sveitarfélagið sé stöðugt á
tánum þegar kemur að nýtingu tækni-
lausna og þróunar í samskiptamiðlum við
þá vinnu.
Í þessu sambandi tel ég mikilvægt að
ávallt sé tryggt að vefsíða sveitarfélagsins sé
góð og aðgengileg upplýsingaveita. Innra
svæði vefsins fyrir íbúa, þ.e. „Mínar síður“,
sé gagnvirkt svæði þar sem íbúar geta
nálgast í rauntíma allar upplýsingar um þá
þjónustu sem innskráður íbúi greiðir af til
sveitarfélagsins. Ekki ósvipað því sem sjá
má við kaup á lyfjum skv. lyfseðli,
þar sem kemur fram annars vegar
hlutur sjúklings af kostnaðinum og
hins vegar hluti sjúkrasamlags.
Í ábendingakerfinu sem á vefn-
um er, fengist við innsendingu
úthlutað málsnúmeri þar sem á
hverjum tíma er hægt að nálgast
upplýsingar um stöðu málsins
í stjórnkerfinu, þ.e. ekki eingöngu stöðu
eins og móttekið, í vinnslu, o.s.frv. heldur
ítarlegri eftir atvikum, t.d. á borði hvaða
nefndar, þjónustusviðs eða jafnvel ákveðins
starfsmanns sveitarfélagsins málið er.
Ég tel mikilvægt að í þjónustu sveitar-
félagsins við íbúa, sé stöðugt fylgst með
tækniþróun til að þjónusta á hverjum
tíma sé ávallt með því besta sem völ er á.
Slíkri þróun fylgja vissulega alltaf einhver
útgjöld, en líklegt er að til lengri tíma felist
í raun sparnaður í því að endurnýja kerfin
örar frekar en að vera stöðugt að greiða af
og viðhalda eldri, oft á tíðum óskilvirkum
kerfum, sem þrátt fyrir að hafa talist góð
og gagnvirk á sínum tíma, eru einfaldlega
börn síns tíma.
Ég er reiðubúinn til að leggja mitt af
mörkum næstu fjögur árin til að gera
okkar yndislega bæ enn betri. Ég er ávallt
reiðubúinn að taka samtalið um hug-
myndir og útfærslur úr öllum áttum og
vinna að góðum málum sama frá hverjum
þau koma.
Við á lista Framsóknar í Mosfellsbæ
óskum eftir því að þú hugsir til okkar í
kosningunum þann 14. maí og setjir X við
B á kjördag.
Höfundur skipar 4. sæti B-lista
Framsóknar í Mosfellsbæ
Ný Framsókn fyrir Mosfellsbæ
Fótboltasumarið er hafið. Í sumar
er Afturelding með lið í Bestu deild
kvenna og Lengjudeild karla.
Síðasta sumar komst kvennalið
Aftureldingar upp í Bestu deildina
með því að lenda í öðru sæti á eftir
KR í Lengjudeildinni. Stórkostleg-
ur árangur og núna er næsta skref
að standa sig vel í Bestu deildinni.
Karlalið Aftureldingar er að hefja sitt
fjórða tímabil í röð í Lengjudeildinni eftir
að hafa komist upp úr 2. deildinni árið
2018. Liðið hefur gert vel í að halda sæti
sínu í deildinni síðustu þrjú ár og núna er
kominn tími til að gera enn betur.
Undirritaður var staddur á leik
Aftureldingar og Vængja Júpíters í
Mjólkurbikar karla föstudagskvöld-
ið 22. apríl og þar var mjög góð
mæting. Vonandi heldur það áfram
í sumar að við Mosfellingar styðjum
við bakið á okkar fólki. Þau þurfa
svo sannarlega á því að halda.
Verum dugleg að mæta á völlinn í sumar
að styðja okkar fólk.
Áfram Afturelding!
Jón Fannar Árnason
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Mætum á völlinn
Skipulagsmál eru stór þáttur í vax-
andi samfélagi okkar í Mosfellsbæ
og eitt helsta hagsmunamál íbúa.
Bærinn okkar mun halda áfram
að stækka á næstu árum en við
ætlum að standa vörð um sérkenni
Mosfellsbæjar sem „sveit í borg“ og
huga vel að dýrmætri náttúrunni
allt í kringum okkur. Mosfellsbær
er fallegur bær, umlukinn fellum,
ám og vötnum. Tengslin við náttúr-
una eru sterk og því er bæjarfélagið
vinsælt til búsetu fyrir áhugafólk
um útivist og íþróttir.
Við leggjum áfram áherslu á góð
búsetuskilyrði í fallegu og öruggu
umhverfi þar sem gert er ráð fyrir
fjölbreyttum húsa- og íbúðagerðum sem
uppfylla þarfir íbúa á öllum æviskeiðum.
Sem heilsueflandi samfélag mun Mosfells-
bær hafa heilbrigði bæjarbúa að leiðarljósi
í skipulagsmálum.
Fagleg og fjölbreytt uppbygging
heldur áfram
Uppbygging nýrra hverfa heldur áfram
og þar er langstærsta verkefnið uppbygging
á Blikastaðalandinu. Við ætlum að byggja
upp stóra og fjölbreytta byggð á Blikastaða-
landi með grænum svæðum inn á milli í
byggðinni frá fjalli til fjöru og mun gamli
Blikastaðabærinn standa áfram en honum
er ætlað að vera hjartað í hverfinu. Í þessu
hverfi sem og öðrum verður lögð mikil
áhersla á góðar og öruggar samgöngur og
stígakerfi með góðu aðgengi að hágæða
almenningssamgöngum m.a. Borgarlínu.
Í öðrum nýjum hverfum verður meira
haldið í hefðbundna mosfellska byggð með
áherslu á minni þéttleika og sérbýli. Áfram
verður lögð áhersla á góðar og fjölbreyttar
samgöngur, sérstaklega fyrir gangandi og
hjólandi vegfarendur auk hestafólks.
Ævintýragarður - perla útivistar í Mosó
Ein helstu verðmæti Mosfellsbæjar er
fjölbreytt náttúran sem umlykur bæjarfé-
lagið og þau fjölbreyttu útistarsvæði sem
við eigum. Þar er Ævintýragarðurinn perla
sem er í uppbyggingu og framkvæmdir þar
í gangi sem munu halda áfram. Deiliskipu-
lag fyrir svæðið er tilbúið og verið
er að klára hönnun og skipulag
varðandi aðgengi að garðinum í
samstarfi við Vegagerðina.
Í Ævintýragarðinum er nýbúið
að opna glæsilegan samgöngu-
stíg fyrir gangandi og hjólandi
með fjórum akreinum sem annar
umferðinni um garðinn mjög vel
sem aðalsamgönguæðin í gegnum
garðinn.
Mikil fjölbreytni verður innan
Ævintýragarðsins samkvæmt
skipulaginu og má þar nefna
m.a. rósastíg sem mun liggja eftir
svæðinu endurlöngu og ætistíg
meðfram matjurtargarðinum.
Þar er einnig gert ráð fyrir fjallahjóla-
braut, gönguskíðabraut, stóru leiksvæði
þar sem kastalinn, grillið og ærslabelgur-
inn eru þegar komin í notkun og á minni
leiksvæðum á jöðrum garðsins verða
einnig leiktæki fyrir alla aldurshópa. Settar
verða upp þrekstöðvar á nokkrum stöðum
í garðinum og þrektröppur, auk þess sem
skíða- og sleðabrekkur verða á tveimur
stöðum.
Í garðinum verður einnig tjaldsvæði og
þjónustu- og veitingastaður tengdur því
svo fátt eitt sé nefnt. Ævintýragarðurinn er
og verður algjör útivistarperla fyrir okkur
Mosfellinga til framtíðar.
Við eigum fleiri frábær útistarsvæði í
Mosó og má þar til dæmis nefna þær fjöl-
mörgu hjóla-, hlaupa- og göngleiðir í bæj-
arfélaginu og á fellunum í kring. Einnig má
nefna Stekkjarflötina við Álafosskvos.
Það er markmið okkar að ljúka uppbygg-
ingu útivistarsvæðis í miðbænum á næsta
kjörtímabili. Þar mun glæsilegur miðbæj-
argarður vera hjarta miðbæjarins þar sem
hægt verður að njóta útivistar í fallegu
umhverfi og mun garðurinn ramma inn
mannlífið í miðbænum og skerpa ásýnd
miðbæjarins.
Ásgeir Sveinsson,
formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Helga Jóhannesdóttir,
nefndarmaður í skipulagsnefnd.
Frambjóðandi í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Mosfellsbær - náttúru-
og útivistarbær
Ný samgöngustígur fyrir gangandi og hjólandi liggur nú í gegnum Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum.