Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 28.04.2022, Blaðsíða 16
 - www.mosfellingur.is16 Mosfellsbær hefur unnið að endurnýjun samstarfssamninga við íþrótta- og tóm- stundafélög í Mosfellsbæ í samstarfi við félögin á síðustu vikum. Markmið samninganna er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstunda- starf í Mosfellsbæ. Samstarfssamningar við félög hafa verið gerðir frá árinu 2014 og eru mikill stuðningur við starfsemi íþrótta- og tómstundafélaga. Fjárframlög í samningum taka meðal annars til barna- og unglingastarfs, til almenns reksturs, til sumarstarfa og til afreksstarfsemi og afreksþjálfunar. Félög sem eiga eigið húsnæði fá framlög vegna afnota af eigin mannvirkjum til barna- og ungmennastarfs. Tilraunaverkefni um félagshesthús Samningarnir byggja að stofni til á fyrri samningum sem gerðir voru árið 2018. Við undirbúning þeirra var m.a. tekið mið af reynslu síðustu ára, áherslum Mosfells- bæjar og mati á óskum félaganna. Dæmi eru um aukin framlög þar sem Mosfellsbær felur félögum ný verkefni eða tekur þátt í verkefnum með öðrum hætti. Þannig er samið við Aftureldingu um aukið fjármagn í almennan rekstur, til afreksstarfsins og til barna- og unglingastarfs. Þá er samið um aukið fjármagn til að fara af stað með tilraunaverkefni um félagshest- hús hjá Hestamannafélaginu Herði með það að markmiði að styrkja ungt fólk til að taka sín fyrstu skref í hestamennsku. Félög setji sér siðareglur Félögunum ber eins og áður að gera grein fyrir ráðstöfun fjármuna með framvindu- skýrslum til fræðslu- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundanefndar. Þá er það skilyrði fyrir fjárveitingum til íþrótta- og tómstundafélaga að þau setji sér siðareglur, viðbragðs- og aðgerðaráætlun í tengslum við þær og fræði starfsfólk um kynferðislegt áreiti/ofbeldi og hvers konar annað ofbeldi. Efla og þróa áfram starfsemi félaganna „Það er frábært að þessari vinnu sé lokið og okkar mat er að samningarnir séu til þess fallnir að efla og þróa áfram starfsemi félaganna og þar með Mosfellsbæjar á sviði íþrótta- og tómstundamála, segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Samningagerðin byggist nú eins og alltaf á þéttri samvinnu og samtali milli Mosfells- bæjar og félaganna til að leiða fram niður- stöðu sem er til þess fallin að styrkja íþrótta- og tómstundastarf í bænum okkar.“ Samið við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ til ársins 2024 • Tryggja öflugt og fjölbreytt starf SamStarfSSamningar undirritaðir Frá undirritun samninga sem fram fór í Hlégarði. Hjalti Úrsus Árnason (Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar), Helgi Kjartansson (Björgunarsveitin Kyndill), Dagbjört Brynjarsdóttir (Skátafélagið Mosverjar), Birna Kristín Jónsdóttir (Ungmennafélagið Afturelding), Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Jóhann Arnór Elísson (Motorcrossfélag Mosfellsbæjar), Margrét Dögg Halldórsdóttir (Hestamannafélagið Hörður) Vinna við endurgerð fyrstu hæðar Hlégarðs lauk á dögunum og var húsið opið fyrir bæjarbúa sunnudaginn 10. apríl þar sem þessar myndir voru teknar. Hlégarður var vígður árið 1951 og varð því 70 ára í fyrra og því var viðeigandi að gera húsinu til góða á því ári. Framkvæmd- um lauk að mestu á afmælisárinu en síð- ustu vikur hafa verið nýttar til þess að hnýta lausa enda eins og gengur og gerist. Hlégarður er teiknaður af Gísla Halldórs- syni arkitekt og var þess sérstaklega gætt við endurgerðina að halda í heildaryfirbragð hússins í samhengi við höfundareinkenni byggingarinnar og sögu þess. Samhliða var það markmið að breytingarnar yrðu til þess að auka notagildi hússins. Viðburðahald hafið að nýju Viðburðarhald er þegar hafið að nýju og hófst með tónleikum GDRN og á næstunni kemur að vortónleikahaldi Listaskólans svo nokkuð sé nefnt. „Hlégarður er okkur Mosfellingum mjög mikilvægt hús og það hefur verið gaman að fylgjast með þeirri umbreytingu á aðstöðu til viðburðahalds sem endurgerður Hlé- garður felur í sér. Við fórum þá leið að skoða hönnun og sögu hússins, nýttum myndir frá fyrri tíð sem geymdar eru á Héraðsskjalasafninu til þess að kalla fram upplýsingar um efnis- notkun frá fyrri tíð og fanga þannig anda hússins um leið og við bættum nýtingar- möguleika á milli rýma og ég segi einfald- lega Mosfellingar, til hamingju með endur- gerðan Hlégarð,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Líf að færast í Hlégarð á ný • Bæjarbúar gátu skoðað endurbætur á opnu húsi Hlégarður opnaður formlega að lokinni endurgerð spjallað yfir kaffisopa Greta salóme oG Gunnar taka laGið Gdrn hélt tónleika á döGunum helGa, halla karen oG anna siGríður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.