Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 4
4 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 18. nóvember Austur»glugginn www.austurglugginn.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Jón Knútur Ásmundsson 477 1750 - 895 9982 - jonknutur@agl.is. Blaðamaður: Björgvin Valur Guðmundsson 477 1755 - 869 0117 - bvg@agl.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 - 866 2398 erla@austurglugginn.is. Auglýsingar: Rut Hafliðadóttir 477 1571 - 693 8053 - rut@agl.is Auglýsingasími: 477 1571 - Fax 477 1756 Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggö Sími 477 1755 - 477 1750 - frett@austurglugginn.is GREINAR Austurglugginn birtir aösendar greinar. Greinarnar skal senda á netfangið jonknutur@agl.is ásamt mynd af höfundi. Austurglugginn áskilur sér rétt til að velja og hafna og stytta greinar. Hreppur H v a ð a bleksvolg- randi bjúró- krat ætli hafi ákveð- ið að orðið „hreppur” væri ekki n o t h æ f t lengur? Hvurslags snobbhænsn eru það sem ekki vilja brúka þetta elsta og virðulegasta stjórnsýsluheiti okkar - stjórn- sýsluheiti sem á uppruna sinn á þjóðveldisöld eða jafnvel fyrir landnám? Kannski fyrir Krist. Fyrir nokkrum árum var sú á- kvörðun tekin af hreppsnefnd Ölfushrepps, að hreppurinn skyldi ekki lengur heita Ölfus- hreppur, heldur Sveitarfélagið Ölfus. Þáverandi sveitarstjóri kom í sjónvarpið og sagði þetta vera gert vegna þess að stjórn- sýsluheitið hreppur gæfi til kynna að um lítinn hrepp væri að ræða en slíkt gengur náttúru- lega ekki á þessum síðustu og verstu „laða til okkar íbúa” tim- um. Ég er ekki viss um hvort sú bjánalega ákvörðun að gamli, góði hreppurinn væri ekki brúk- legur lengur var tekin þarna eða síðar en kannski tengist þetta aðforinni að velferðarkerfinu. Hreppurinn var nefnilega fyrsta velferðarkerfið því samfélags- vitund forfeðranna hefur líklega verið öllu meiri en okkar. Nú verða nýir hreppar annað hvort að heita sveitarfélagið eitthvað s.s. Sveitarfélagió Hornafjörður eða einhver byggð, sbr. Fjarða- byggð og Austurbyggð. Ef þeir eru nógu stórir, mega þeir heita bær eða borg en hreppar mega þeir ekki vera. Þetta fer mikið í taugarnar á mér, því fyrir utan að vera elsta stjórnsýsluheiti sem enn er i notkun á Islandi, eru svo mörg góð og gagnleg samsett orð byggð á þessu yfir- lætislausa en fallega heiti. Hrepparígur er mér t.d. afar hugleikinn enda er um að ræða elstu íþrótt - þjóðaríþrótt jafn- vel - okkar. Skyldi strokleður- snagandi skrifborðsdýrið vera að velta fyrir sér nýju orði yfir glímu? Fyrir ekki ýkja löngu síðan, óttuðust allir hreppstjóra og báru fyrir þeim ómælda virð- ingu, enda voru orð þeirra lög og vei þeim sem lentu upp á kant við þá. Því miður er sú tíð löngu liðin og þessir allsráðandi embættismenn finnast ekki lengur nema í afskekktustu sveitum. Þeim var nefnilega lika stútað af kerfinu - kostuðu víst einhvem pening. Mér skilst að héraðslækna bíði svipuð ör- lög. Reyndar hafði vald hrepp- stjóranna eitthvað minnkað hin síðari ár og starfið snerist að mestu um viðskipti með bíl- númeraplötur og hannyrðir á kjördag. Nú er tilvalið að end- urvekja þetta gamla starfsheiti en með nýrri merkingu, þ.e.a.s. þeir sem nú eru sveitar-, bæjar- eða borgarstjórar, verða hrepp- stjórar. Aftur að efninu - ég heimta að hreppar fái uppreisn æru. Ég krefst þess að allir hreppar heiti hreppar; Austurhreppur, Akur- eyrarhreppur eða Reykavíkur- hreppur. Hreppsnefndarmaður er líka mun virðulegra heiti en sveitarstjórnarmaður, bæjar- eða borgarfulltrúi. Væri t.d. ekki smart ef Stefán Jón Hafstein væri hreppsnefndarmaður í Reykjavíkurhreppi og Steinunn Valdís Óskarsdóttir hreppstjóri í sama hreppi? Það þykir mér. bvg Stjömusambandsstöð ? Austurglugginn hefur nú reynt í tvígang að afla upp- lýsinga hjá Bechtel um starfsmannaþorpið sem er að rísa við álverslóðina á Reyðarfirði. Satt best að segja hefur það ekki gengið vel en í síðustu viku náðist sam- band við fulltrúa fyrirtækisins sem virtist óttast mjög að gefa rangar upplýsingar og lofaði að hafa sam- band síðar. Ekkert hefur til hans spurst. Endurtaka átti tilraun til að fjalla um þetta skyndiþorp í þessu blaði en þá bar svo við að síma var ekki svarað hjá Bechtel. Þar til við fréttum annað, sláum við því föstu að ekki sé um starfsmannaþorp að ræða, heldur há- leynilega tilraunastöð af einhverri gerð, jafn- vel stjörnusambands- stöð en mikill Ijósa- gangur á svæðinu styrkir þá tilgátu... Starfsmannaþorpið á Reyðar- firði. dularfullur staður... Stórhœttuleg- ur strœtól Lesendur láta stundum heyra í sér og sendi pirraður lesandi í Nes- kaupstað þessa orð- sendingu um daginn. Strætóinn sem ekur fólki til og frá vinnu hjá Síidarvinnslunni kveikti þörf honum að Strætó getur verið stórhættu- legur. setjast við lyklaborðið: „Hefur þér ekkert verið hugs- að til þess að hérna ekur 50 manna strætó frá SVN, um göturnar c.a. 50 km. á dag. Lauslega áætlað. Það eru venjulega 2 sem notfæra sér þessa frábæru þjónustu um flutning á vinnustað. Þessi vagn stoppar fyrir neð- an pósthúsið á fjölförnum gatnamótum, fyrir ofan VA þar sem hundruð nemanda fara um í hádeginu og fyr- ir ofan FSN við gatnamótin upp í Starmýri. Þessi vagn veldur eilífum umferðatöfum í hádeginu, tvisvar sinn- um og er stórhættulegur. Skyldi lögreglan ekkert hafa við þessar stoppistöðvar að athuga? Ef lögreglan kýs að gera athugasemdir við þetta má hún hafa samband við Austurgluggann. Ekki orðið fyrir aðkasti - ennþá Álagabærinn, leikritið sem Leikfélag Reyðarfjarðar setti upp, hefur gengið nokkuð vel enda er þarna mál- efni á ferðinni sem margir eru eflaust spenntir fyrir þ.e. stóriðjudraumur Austfirðinga. Ármann Guðmundsson leik- stjóri og höfundur þykir hafa gert nokk- uð vel en fyrirfram var talið að stykkið yrði umdeilt. Hann er nú farinn suður en hann flúði ekki eins og sum- ir óttuðust. Þannig sagði hann við Austur- gluggann að við- brögðin hafi verið fín. „Jájá, ég held að flestir séu bara nokkuð sáttir," sagði hann. „Ég hef alla vega ekki orðið fyrir aðkasti - ekki ennþá allavega." Ármann Guðmundsson: Ekki orðið fyrir aðkasti. Það mætti vera bjart- ara framundan Mér sýnist að það sé búið að einangra þessa björtu framtíð við Fjarðabyggð að mestu. Nú ætla ég ekki að setja út á Fjarða- byggð sem slíka, ég telst nú með bjartsýnustu einstaklingum hér fyrir austan af þeim sem til þekkja, en ég vil endilega að sveitarstjórnir, stjórar og almenningur í þessum smá- krummaskuðum fari nú að hugsa jákvætt og sameina allt frá Djúpa- vogi og út að Vopnafirði, undir Eg- ilsstaði og láta svo hvem stað njóta sinna plúsa. Já eitt stórt öflugt Austurland og tekjurnar af öllum framkvæmdunum munu þá skipt- ast á Austurland, en verða ekki hálfgert einkamál Fjarðabyggðar, og aðrir skildir eftir með hor i nös. Og í guðanna bænum hættið að tala endalaust um þessa Öxi sem veg eða heilsársveg, vita menn ekki að þetta er kolólöglegur veg- ur samkv. EES reglum og getur aldrei orðið vegur? Þarna fer haugur af bílum útaf og allskyns óhöpp og slys sem virðist lítið mega tala um, gleymið þessu bara. Er það rétt sem maður hefur heyrt að kerfið og bankarnir séu með sérstakan Kínamúr við Reyð- arfjörð? Virkt svæði í Fjarðar- byggð en hinir fái litla sem enga fyrirgreiðslu á óvirka svæðinu, bara allt aular? Svo ef einhver get- ur svarað því er rétt að sumar teg- undir af ökutækjum séu ótryggð á Axarvegi? Svo mætti nú bara láta fólk vita að þetta er bara sumar- troðningur svo fólk sitji ekki fast þarna svo dögum skipti í snjó og drullu. Já, ég segi nú eins og Ragnar Reykás: Já já, ekkert svona Andrés minn, þú verður bara að kyngja þessum staðreyndum og keyra bara fjarðaleiðina eða upp Breiðdalsheiði ef þú þarft að fara í Bónus. Gaman væri að fá einhver svör við þessum spurningum. Njáll Torfason RS. Ef þetta væri eitt sterkt Austurland, þá væri ekki þessi mismunur í verði á fasteignum eða fyrirgreiðslu almennt í kerfinu. Ekkert voðalega vitrænt neitt... „Ekki var nú margt um manninn á borgarafundinum. 24 úti í sal, 8 sem sátu fyrir svörum og síðan 1 fundar- stjóri. En ágætisfundur, finnst þó svoldið hallærislegt að fólk geti sent inn fyrirspurnir fyrirfram,- þá er þetta ekkert svona spontant. Ekkert að því að fólk undirbúi sig með spurningar fyrir fundi en það á ekk- ert að vera að senda það inn til pan- elliðsins svona fyrirfram. Ef allir fund- argestir hefðu nú gert þetta,- hver þessara 24 sent inn 7-9 spurningar. Ekkert voðalega vitrænt neitt." Þorhildur Helga Þorleifsdóttir skólastjóri á Fáskrúðsfirði hefur skoðanir á hlutunum (www.folk.is/- thorhildurhelga) Af hverju ætti fólk að segja satt? „í dag er ég í skrýtnum hugleiðingum (þ.e. skrýtnum fyrir mig(ef mig skyldi kalla)). Hvað er að marka það sem við heyrum og sjáum? Hvers vegna reikn- um við yfirleitt með því að fólk sé að segja satt? Mér datt þetta í hug í gær þegar ég hlustaði á Kristinn Björnsson væla yfir því að sumur tölvupóstur í olíu- skýrslunni sé kannski oftúlkaður. Hvernig á maður að geta tekið mark á þessum manni? Þeim hinum sama og sagði oft og mörgum sinnum að ekkert samráð væri milli olíufélag- anna. Það er bara ekki hægt, því mið- ur." Þorbjörn Rúnarsson tenór af Hér- aði spyr stórt á http://tobbitenor,- blogspot.com/ Hæfileikalaus en alvarlegur er málið „Nördalegasta áhugamál sem ég hef haft var samt þegar ég og annað nörd frá Reyðarfirði leituðum uppi og lásum okkurtil skemmtunar léleg Ijóð. Já, léleg Ijóð. Við höfðum brennandi áhuga á slæmri Ijóðlist. Við gerðum í því að leita af vondum Ijóðum og lesa. Þetta var mjög gam- an. Það er líka ekkert smá mikið til af tilgerðarlegri, væminni og bein- línis heimskulegri Ijóðlist. Á tíma gekk áhuginn svo langt að við fór- um að semja tilgerðarleg, væmin og heimskuleg Ijóð. Það er mjög erfitt að semja Ijóð sem er á sama tíma trúverðugt og afskaplega lélegt. Samt tekst það svo mörgum. Aðal- málið er að vera hæfileiklaus og taka sig samt mjög alvarlega." Orri Smárason nemandi og pistla- höfundur hjá Austurglugganum á skrýtin áhugamál. Nánar á www.orrismára.blogspot.com

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.