Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 10

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 18. nóvember MENNING Umsjón: jonknutur@agt.is í bland með börnum Dagar myrkurs Vafejiaiímkr Hsaímarís®íi I' Bi A\l) MEÐ BÖRM >f Út er komin 16. bók Vil- hjálms Hjálmarssonar frá Brekku „ í bland með börn- um.“ í bókinni segir Vilhjálm- ur ffá reynslu sinni sem bama- kennari við Barnaskóla Mjóa- tjarðar á árunum 1936-47 og 1956-67. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina og stór hluti les- máls er kominn frá börnunum sem Vilhjálmur sagði til. Vil- hjálmur hætti þingmennsku árið 1979 og kom fyrsta bók hans út árið 1981 en sem fyrr segir er þessi sú sextánda í röð- inni. Dreifingarmiðstöðin, Garðabæ sér um dreifingu á bókinni. Tónleikar í safnaðar- heimilinu Næstkomandi sunnudags- kvöld verða tónleikar í safnað- arheimili Norðfjarðarkirkju með Sigurði Flosasyni, saxó- fónleikara, og Gunnari Gunn- arssyni, organista en Austur- glugginn sagði frá komu þeirra fyrir nokkru. Tónleikarnir eru á vegum Brján og á þeim munu félag- arnir spila lög af geisladiskn- um Draumalandið sem er ný- kominn út. A disknum eru fluttar nýjar útsetningar á ís- lenskum ættjarðarlögum. Morfís að nýju Menntaskólinn á Egilsstöð- um mun keppa við Mennta- skólann í Kópavogi í Mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skólanna á íslandi í sal Menntaskólans á Egilsstöðum í kvöld. Nokkurt hlé hefur verið á þátttöku M.E. í keppni þessari en 7 ár eru liðin frá síð- ustu keppni þeirra. Dagur íslenskrar tungu Síðastliðinn þriðjudag, 16 nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur. Ekki virtist mikið um dýrðir í grunnskólum þeim sem haft var samband við enda nýhafin kennsla eftir verkfall en þó er upphafsdagur stóru upplestrar- keppninnar þennan dag. Meiri dagskrá mun hafa verið í leik- skólum á Austurlandi en þar fóru börnin með þulur og sungu í tilefni dagsins. Hátíðin Dagar myrkurs verður í fjórða skipti á Austurlandi nú um helgina en hún hefst í dag og stend- ur til sunnudags. Dagskrá hátíðar- innar er mjög fjölbreitt og nær um mest allt Austurland. Meðal þátttakenda eru skemmti- og veit- ingastaðir sem m.a. bjóða svarta drykki á hálfvirði og halda myrkra- böll, myrkir dagar eru í skólum víða um fjórðunginn, göngur og hlaup eru á dagskrá s.s. afturganga, faðrivorhlaup og kyndilganga, í- þróttamiðstöðvar taka þátt og halda „kósíkvöld“ og matarveislur ýmis- konar verða vítt og breitt um fjórð- unginn. Auk þessa verða messur, kertafleytingar, sálarrannsóknir, dansleikir og fleira en nákvæma dagskrá má nálgast á heimasíðu Markaðsstofu Austurlands, www.east.is en Markaðsstofan hef- ur séð um umgjörð hátíðarinnar. Allir dagskrárliðir koma frá heima- mönnum og er fólk hvatt til að upp- lifa myrkrið, skoða skugga, eiga notalegt kvöld við kertaljós eða skoða draugalegu hliðna á tilver- unni. bvg@agl.is Þær ætla að siðmennta jólaköttinn Á Egilsstöðum vinna handverkskonurnar Anne Kampp og Guðrún Sigurðardóttir hörðum höndum að því að und- irbúa jólin. Þær móta með höndunum jólaketti og skreyta með þeim bolla, skálar, súkkulaðikönnur, kertastjaka o.fl. Einnig framleiða þær dansandi engla, ljósengla með börn og gömlu íslensku jólasveinana. „Þetta er listgrein“ útskýrir Guð- rún en við erum stödd inni á verk- stæðinu þar sem þær vinna „þetta er framleiðsla úr leir en við erum ekki að fjöldaframleiða þessa gripi. Þetta er allt unnið í höndunum og engir tveir hlutir eru eins.“ Guðrún Sigurðarsóttir að skreyta. Dulúð jólakattarins Þema þeirra þessi misserin er jólakötturinn eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. Þær segjast vera að breyta ímynd hans. „Einu sinni var hann sólginn í börn en núna eiga allir krakkar nóg af fot- um þannig að enginn fer í jólakött- inn. En hann verður að lifa á ein- hverju og í dag finnur hann ilm af súkkulaði, ávöxtum, kleinum og jólagrautnum sjálfum," segir Guð- rún og sýnir blaðamanni fallega skál fyrir konfekt. „Þessi jólakött- ur sem við erum að búa til er tákn velmegunar en ekki fátæktar. Við erum að siðmennta köttinn.“ Anne sest við rennibekkinn og rennir eina skál svo blaðamaður sjái hvernig skál verður til. „Aðal- atriðið hjá okkur er að koma lífi í leirinn og gera eitthvað sem ekki hefur sést áður“ segja þær. „Það er að verða sífellt algengara að fólk kunni að meta handunna vöru. Hópurinn stækkar smám saman sem gerir mun á handverki og fjöldaframleiðslu." List í leir Það segir sig sjálft að þegar hver gripur er einstakur - hefur sinn Anne að renna skál. karakter, þá þarf andinn að vera yfir handverksmanninum í hvert skipti sem nýr gripur verður til. Anne segir misjafnt hvernig andinn kemur. „Stundum kemur stemmn- ingin til min en stundum kemur hún frá einhverjum öðrum. Eg man að það var einhverju sinni á Ormsteiti að ég var að móta engla- skál úr leir. Unglingar voru að giettast fyrir framan mig og áður en ég vissi af voru þeir orðnir fyrir- myndir að púkum“ segir Anne „og þá varð til skógarpúkaskál." „Þetta skapandi ferli veitir manni ríkulega lífsfyllingu og þar sem við viljum fólki vel, þá má geta þess að Þemað í ár er jólakötturinn eins og sést á þessum könnum. við bjóðum upp á námskeið“ segja þær en námskeiðin hafa tekist vel og eru eins konar „ævintýraferð" svo orð Anne séu notuð. JKÁ Því miður þekkti enginn manninn okkar í síðasta blaði en við reynum aftur með mynd frá Bjarghildi Sigurðardóttur á Egilsstöðum. Ef einhver kannast við þessa konu má sá hinn sami hafa samband við Arndísi hjá Héraðsskjalasafni Austurlands í síma 471-1417

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.