Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 1

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 1
Menningarvit Austurlands Hverjir eru þeir? Sjá bls. 7 „Feminismi snýst að vera hugsandi manneskja" Þórhildur Helga skólastjóri í viðtali: Sjá bls. 6 Ætla að jólaköttinn Handverkskonur á Egilsstöðum Sjá bls. 10 Hvað ger Emil? Sjá bls. 8 Austur«gluggmn 45. tbl. -3. árg. -2004- Fimmtudagur 18. nóvember Nýjor vórurtra Verð í lausasölu kr. 350 Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (kr. 285 eintakið) ISSN 1670-3561 Leikskólavist barna úr Fáskrúösfjarðarhreppi Sveitarfélagið borgar Fjölskylda flutti lögheimili til að þriggja ára barn fengi leikskólavist. Kærð til baka en oddviti segir Fáskrúðs- fjarðarhrepp muni greiða fyrir leikskólaplássið. Landflutningar - Samskip Kaupvangi 25 700 Egilsstaóir Sími 471 3080 Fax 471 3081 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frákl. 08:00-16:00 Landff/utningar /SAMSKIP Aftur langur laugardagur 20% afslánur af allri vöru OBiötl-18 Blómabúðin Laufskálinn Nesgata 3 - 740 Fjarðabyggð Simi 477 1212 t lögum um leikskóla segir að bygging og rekstur leikskóla skuli „vera á kostnað og í umsjón sveit- arstjórna og sjá þær um fram- kvæmd þessara laga, hver í sínu sveitarfélagi, þeim er skylt að hafa forystu um að tryggja börnum dvöl í góðum leikskóla." Svo virðist sem sveitarfélög fari ekki öll eftir þessari lagagrein því í Fáskrúðs- fjarðarhreppi er ekki starfandi leik- skóli og eiga börn sem þar búa, ekki kost á leikskólavist í kjölfar uppsagnar samnings milli hrepps- ins og Austurbyggðar um leik- skóla. Frosti Magnússon býr í Fá- skrúðsfjarðarhreppi en til að þriggja ára dóttir hans fengi inni á leikskóla, flutti fjölskyldan lög- heimili til Austurbyggðar. Fá- skrúðsfjarðarhreppur hefur nú kært íjölskylduna til baka og því ekki sjálfgefið að stúlkan fái að vera á- fram á leikskóla. „Það er spurning hvað gerist næst,“ segir Frosti. „Hvort Austur- byggð reki hana úr skólanum eða hún fái að vera áfram. Ætli það fari ekki bara eftir því hvort Fá- skrúðsfjarðarhreppur borgi reikn- inginn þegar hann kemur til þeirra. Austurbyggð hlýtur að fara fram á það.“ Hann segist ekki ætla að að- hafast neitt fyrr en í ljós komi hvort barnið fær að vera áfram. „Ég hugsa fyrst og fremst um barn- ið og við flytjum þangað sem hún fær leikskólavist, þurfi þess. Ef barnið verður bitbein þessara tveggja sveitarfélaga, neyðumst við til að fara eitthvert annað,“ seg- ir Frosti Magnússon sem starfar í Austurbyggð en býr í Fáskrúðs- fjarðarhreppi. Friðmar Gunnarsson í Tungu, oddviti Fáskrúðsfjarðarhrepps, segir aðspurður að hreppurinn muni „að sjálfsögðu borga sinn hluta og að það væri bara fráleitt að láta sér detta annað í hug.“ Að- spurður hvers vegna hreppurinn hefði kært sagði Friðmar að lögum samkvæmt „ættu menn að hafa lögheimili á þeim stað sem þeir búa“ líkt og hann orðaði það. „Þess vegna kærðum við og varla hendir Austurbyggð barninu út úr skólan- um þó fjölskyldan sé með lög- heimili í Fáskrúðsljarðarhreppi," sagði Friðmar og skildi að öðru leyti ekki hvers vegna þetta var komið í blöðin. JKÁ Dragnótaveiðar: Málið í umsagnarferli Ekki er að vænta svars frá sjáv- arútvegsráðuneyti við ályktun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar þar sem þess var farið á leit að drag- nótaveiðar yrðu bannaðar bátum yfir 15 metrum að lengd í þeim víkum, flóum og íjörðum sem til- heyra sveitarfélaginu. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er málið í umsagnarferli og er niður- stöðu að vænta eftir eina til tvær vikur. Einnig hefur verið boðaður samráðsfundur ráðuneytisins og Hafrannsóknarstofnunar í næstu viku um málið. Aflafréttir: Góður kolmunnaafli Alls hefur verið landað rúmlega sjötíu og fimm þúsund tonnum af kolmunna í Neskaupstað frá ára- mótum og hefur bróðurpartur afl- ans farið í bræðslu eða tæp 74.576 tonn. Afganginum hefur verið landað frystum. Síðast landaði Börkur 800 tonnum um helgina en skipið kom inn vegna brælu og vélarbilunar. Einnig hefur verið landað tæplega fjörutíu þúsund tonnum af síld, ýmist frosinni eða ferskri. Engin síld hefur verið söltuð á Neskaupstað í haust. Austurbyggð: Börn verða að hafa öruggt umhverfi Þórhildur Helga Þorleifsdóttir skólastjóri á Fáskrúðsfirði, telur að sveitarfélagið verði að sjá börnum og unglingum fyrir ör- uggu umhverfi og reka mötuneyti fyrir þau eigi foreldrar þeirra að sækja vinnu til Reyðarfjarðar í framtíðinni. „Þetta er þáttur sem þarf virkilega að huga að til þess að laða fólk hingað svo það geti unnið annars staðar því við vitum alveg hvernig fer ef þetta verður ekki til staðar,“ segir Þórhildur Helga Þorleifsdóttir m.a. í viðtali á bls. 6. bvg@agl.is Sólsetur að hausti er oft á tíðum hrikalegt sjónarspil; samspil Ijóss og lofts, birtu og skugga. Senn mun sólin kveðja marga Austfirðinga um stundarsakir en vissan um endurkomu hennar, gerir okkur myrkrið bærilegra. Sjáumst í Bónus á E?ilsstöðum Ódýrastir um allt land! Afgreiðslutími í Bónus ó Egilsstöðum 4j e 1 ' ~ —LU > Mánudag til fimmtudags ___ < 12.00 til 18.30 pjKÍ Föstudag 10.00 ti! 19.30 f Laugardag 10.00 til 18.00 d Sunnudag 12.00 til 18.00

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.