Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 9

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 9 EFNIÐ F ANDINN Hallfríður Bjarnadóttir, leiðbein- andi i félagsstarfi aldraðra á Reyðarfirði er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. M ATGÆÐINGUR VIKUNNAR (SSS’’ Jennefdjúdfínýur 1 stk kjúklingur 1 1/2 tsk salt 1 1/2 tsk fennel 1/4 tsk pipar fylling 2 ristaðar brauðsneiðar 2 egg 1/2 laukur, saxaður smátt 1/4 tsk salt örlítill pipar 1 tsk fennel sósa 1/2 I vatn eða soð maisenamjöl salt og fennel eftir þörfum Hiti 180°C Tími 1 1/2 klst. Egg í fyllingu eru hrærð í skál ásamt kryddi, brauðið skorið í bita og sett saman við ásamt lauk. Kjúklingurinn er þerraður, fylling sett í hann og hann kryddaður. Settur í eldfast mót og steiktur. Meðlæti að hætti heimilisfólks. Fennel-fennikka, ekki hefur verið hægt að sameinast um íslenska nafnið á þessu Ijúffenga grænmeti sem líka fæst þurrkað eins og notað er í uppskriftinni. ‘Jnmstítsafat 1 dl olía 1/2-1 msk vínedik 1/2 dl vatn sinnep (sykur) örlítið salt og pipar harðsoðið egg Allt nema eggið er hrist saman í krukku, eggið er stappað með gaffli og blandað út í. Hellt yfir saxað grænmeti t.d. hvítkál, gúrkur, tómata og jafnvel einhverja ávexti og annað það sem heimilisfólkinu þykir gott. Frakkar setja kaffi út í sinnepið ef þeir eiga ekki gott bragðbætt sinnep í skápnum og hlutföllin í sósunni eru ekki heilög heldur gerir eggið útslagið. Stjörnufji os 1 bolli sykur 1 1/2 bolli púðursykur 3/4 bolli smjör 2 msk vatn 1 tsk vanilludropar 2 egg 3 bollar hveiti 1 tsk natron 1/2 tsk salt súkkulaði t.d piparmyntuplötur, hnetu eða möndlubitar. Hiti 190°C, tími ea 15 mín. Deigið er hrært og síðan látið bíða í 2 klst. Mótað með teskeið, súkkulaði sett á kökuna og henni rúllað á milli handanna svo deigið fari vel utan um súkkulaðið og kakan verði aðeins flöt. Má setja skrautsykur ofan á. Hallfríður skorar á Sigriði Gunnarsdóttur á Hárstofu Sigriðar á Reyðarfirði að vera næsti matgæðingur. Jarðvist hóf á Jökuldal, við jórturdýr í ijallasal. Lifði góðu lífi saklaus drengur. Er hormónarnir heíja störf heimsvitundar eflist þörf. Einatt slitnar átthaganna strengur. Á gelgjuskeiði gloppóttur. Góður betri-helmingur, er sauðskum manni sannarlegur fengur. Tæknibylting talsverð var, að telja klukkustundirnar. En dagatalið dugði ekki lengur. Ágætu lesendur! Þessar ljóðlínur hér að framan gætu átt við marga af minni kyn- slóð sem hafa kosið að sjá sér far- borða fjarri átthögunum. Hugurinn hvarflar þó oft til æskustöðvanna og svo var einnig er ég heyrði frétt sem kom mér nokkuð spánskt fyr- ir sjónir. Lestarslys voru ekki dag- legir viðburðir þegar ég var að al- ast upp í Hrafnkelsdal, en þetta breytir óneitanlega heildarmynd samfélagsins. Þeir hengdu sig í hörðu ári, hokrarar á Jökuldal. Hey á þrotum fé í fári. Fóstrinn hafði ekkert val. Nú á dögum nýjar leiðir, njóta sín á dalnum best. Þar kotbændanna götu greiðir, að geta stokkið fyrir lest. Einnig vakti forvitni mína frétt um að tveir hreintarfar hefðu sést við Þórisvatn, en þeir fundust ekki þegar átti að leysa þá undan skyld- um við náttúru þessa lands. Marg- ar kenningar hafa verið uppi um hvað veldur þessu flakki. Mín er þessi: Að mökun bæði og meltingunni snýr, margvíslegur hreindýranna vandi. ítalskan ber keiminn kræðan rýr og kýrnar lykta af Miðjarðarhafs- hlandi. Því vilduTuddar vestan Kreppu- sands, vænleika í gróðurþekju kanna. Er þeir litu sveitir Suðurlands, þeir sáttir fóru heim til ítalanna. Meint samráð olíufélaganna hefur verið í kastljósi íjölmiðlanna að undanfornu og umræðan farið út um víðan völl. Nýr vinkill á málið er þessi: Heiður sinn verja til orðs og æðis, olíu-samráðs menn. Sé lagt að jöfnu „ráðs” og „ræðis”, réttarstaðan batnar enn Takk fyrir. Snorri Aðalsteinsson Edda Björnsdóttir á Miðhúsum, Héraði er í nærmyndinni að þessu sinni en hún stendur ásamt fjölskyldu sinni að rekstri listiðjunnar Eikar. Eik er listasmiðja þar sem smíðaðir eru listgripir og nytjalist aðallega úr tré. Nú nýverið opnuðu Edda, Hlynur eiginmaður hennar og Fjölnir Björn sonur hennar sýningarsal í nýju rými við hlið verslunarhúsnæðis Eikar að Miðhúsum, þar sem skoða má alls kyns skúlptúra og listaverk. Edda er líka skógarbóndi og hundaeigandi. Aldur: 53 ára Kostir: Svo stutt í annan endann Fjölskylduhagir: Antik- gift sama manni enn, Gallar: Hef skoðun á málefnum líðandi stundar og hef ekki verið gift áður. Ætt og uppruni í stuttu máli: Borinn og barnfæddur Eskfirðingur í alla liði, og á engin ættmenni sem eru fræg að endemum nema Sturlungar, Páll Ólafson og fleiri ölkærir menn. Starf: Vantar vinnu en hef titilinn skógarbóndi Uppáhalds-bókin: Íslendingasögur/Austfirðingasögur -platan: Út um víðan völl -kvikmyndin: Undur hafsins Mottó: First we take Manhattan............. Það neyðarlegasta sem þú hefur lent í: Þegar mér og félaga mínum var hent út af þingflokksfundi Alþýðuflokksins sáluga I Grafskrift að eigin vali: Engin, því þá er ekkert gaman að grafa upp eftir þúsund ár!

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.