Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 11

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 11 IÞROTTA í FRETTIR Yngri flokka mót Blaksambands íslands á Ólafsvík: Verðlaun fyrir prúðmannlega framkomu Blakið: Sex stig til KA Þróttar frá Neskaupstað fóru til Ólafsvíkur um síðustu helgi. Mótið var stórt og stóðu Þróttar- ar sig með ágætum. Það voru Þróttarar frá Nes- kaupstað sem fyrstir komu á staðinn með þrjátíu manna hóp keppenda og fjóra fararstjóra og þjálfara. Strax við komuna, eftir tólf tíma ferðalag vöktu okkar krakkar athygli mótshaldara fyrir ljúfmannlega framkomu og glað- værð. Norðfirsku keppendurnir á þessu móti sýndu af sér prúð- mannlega framkomu, samheldni og jákvæðan anda jafnt innan sem utan vallar. Ekki skorti held- ur á baráttuandann í leikjunum, eins og úrslitin gefa ótvírætt til kynna. Mótið var stórt, 50 lið kepptu í 4 flokkum og samtals 11 deild- um. Ólafsvíkingar eiga hrós skil- ið íyrir skipulag, því allt gekk þetta ljúfmannlega fyrir sig og eftir að búið var að slípa smá- hnökra sem vart var við fyrri daginn, stóðst tímaáætlunin mjög vel síðari daginn. Mat fengu krakkarnir í skólanum þar sem flestir gistu, bíóferð, sund og safnaskoðun stóð til boða þeim sem vildu og máttu vera að og á laugardagskvöldinu var matur í félagsheimilinu með miklu stuð- balli á eftir, þar sem keppendurn- ir og fararstjórarnir, alls um 350 Fram hefúr komið í fréttum að Reyðfirðingurinn Snær Seljan Þóroddsson dvelur nú í Japan og stundar þar júdó af kappi og stefnir að því að ná svarta belt- inu. Hann hefur þegar náð því brúna sem þykir einstakur árang- ur á þessum stutta tíma sem hann hefur stundað íþróttina. Auk þess að æfa júdó kennir hann ensku og alþjóðafræði ásamt þjálfara sínum sem er Jap- ani. Einnig kynnir Snær glímuna við öll tækifæri og hefur komið fram í ljölmiðlum í tengslum við glímusýningar og þykir Japönum glímubúningur okkar íslendinga minna helst á Súpermann búning. manns, troðfylltu gólfið frá upp- hafi fyrsta lags. Arangur Þróttara var mjög góður: 5. fl. I. deild 2. sæti 5. fl. 2. deild 1. sæti 5. fl. 3. deild 3. sæti 4. fl. Þróttur a 1. sæti og Þróttur b 3. sæti. 3. fl 1. sæti (miklir yfirburðir) 2. fl 1. sæti ( þess ber að geta að í þessum flokki kepptu tvö stúlknalið og 3 piltalið en okkar lið var skipað einum leikmanni sem telst til annars flokks, en hinum úr 3. flokk, allt stúlkur). Af þessu má ljóst vera að Þróttur á góða möguleika á titl- um ef vel er á málum haldið. Krakkarnir verða hins vegar að halda vel á spöðunum til að svo megi verða. Það er augljóslega mjög vel haldið utanum þjálfun hjá mörgum félögum. Reyndar er stór hluti þjálfaranna blakarar sem ólust upp í Þrótti Neskaup- stað. Þegar þjálfararnir voru á tæknifundi fýrir mótið kom í ljós að helmingurinn voru Norðfirð- ingar eða fyrrverandi Norðfirð- ingar. Hópurinn fékk við mótsslit sér- stök verðlaun, bikar, fyrir prúð- mannlega framkomu innan vallar sem utan og sérlega skemmtileg- an og góðan baráttuanda á velli. Austurglugginn ræddi við föð- ur Snæs, Þórodd Helgason skóla- stjóra á Reyðarfirði, og hann seg- ir strákinn hafa það gott þó menn verðir vissulega fyrir hnjaski á þessum æfingum. Það er mikill agi í þjálfúninni og æfir Snær fimm sinnum í viku. Á bloggsíðu kappans (www.folk.is/big_in japan) sést þetta glöggt. Þar seg- ir m.a. „Eg var ad slast vid Garyba a golfinu tegar eg fekk hned i faceid [andlitið] og puff! brak- hljod daudans! En nefid slapp al- veg tannig ad eg er bara med brakad nef sem betur fer. Stund- um er ekki gott ad vera med stort nef godir lesendur.” Þróttur tapaði báðum leikjum sínum við KA í 1. deild kvenna um þar síðustu helgi. Báðir leikirnir fóru 0 - 3, og festu KA enn frekar á toppi deildarinnar. Hrinurnar fóru 7-25, 13-25 og 17-25. í seinni leiknum 18-25, 15-25, og 17-25. Ekki er hægt að segja að fyrri leikurinn hafi verið neitt augna- yndi. Þróttarliðið yfir sig stressað, enda helmingur liðsins stelpur úr 3. flokki og tvær eiga 2 ár eftir þar. Leikreynslan er því ekki mikil en þetta lið á eftir að gera góða hluti, en mér finnst ekki hægt að skrifa öll mistökin á reynsluleysi eða stress. Það var helst móttakan sem var í molum í fyrri leiknum en mun skárri í þeim síðari og allt spil liðs- ins heilsteyptara og ákveðnara. Ekki er hægt að hrósa neinum sér- stökum í fyrri leiknum nema þá uppspilaranum, Kristínu Salínu Þórhallsdóttur og hún ásamt Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur stóðu upp- úr í seinni leiknum. Það er haft á orði að þvílíkt uppspilaraefni sem Kristín Salín er hafi ekki sést áður á þessum aldri hér á Iandi. Það er á færi fárra að spila boltanum í loft- inu sem hún gerir og hún hefur ótrúlega yfirferð. I liði KA var Birna Baldursdótt- ir sem fyrr besti liðsmaðurinn. Hún fékk 12 stig í fyrri leiknum og 17 í þeim síðari, af þeim voru 8 eða 9 stig úr laumum, sem komu Þróttarliðinu æ ofan í æ í opna skjöldu. Sigurveig og Villý voru með 5 stig hvor úr fyrri leiknum og Jóna Guðlaug 13 stig í seinni leiknum. Þann 7. nóvember sl. hélt Golf- klúbbur Norðfjarðar mót á golf- vellinum á Norðfirði, grænanes- velli. Gárungarnir kölluðu mótið „Byltingarmót GN” en Rússneska byltingin hófst þennan dag fyrir margt löngu. Mótið fór fram í skemmtilegu veðri við góðar að- stæður sem kannski er hálfgerð bylting svo seint á árinu. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir i hávörn Þróttarliðið án reynsluboltanna Sigurveigar Róbertsdóttur, Jónu Lindar Sævarsdóttur og Þorbjargar Olafar Jónsdóttur væri ekki neitt. Þessar ungu konur eru límið í lið- inu og eiga þakkir skildar fyrir þeirra hlutverk. Dómarar í fyrri leiknum voru Ó- lafur H. Sigurðsson og Sigurjón Egilsson og í seinni leiknum Mig- lena Apostolova og Jóna Harpa Viggósdóttir, sem ég hefði frekar viljað sjá í Þróttarliðinu, en dóm- Þátttakendur voru fimmtán frá félögum ffá Norðfirði, Eskifirði og Fljótsdalshéraði og úrsiit þau að í fyrsta sæti varð Eysteinn Gunnarsson GN á 43 punktum í öðru varð Hjörvar O. Jensson GN á 37 og í þriðja Bjarni Ólafur Birk- isson GN á 36 punktum. Nándar- verðlaun hlutu Þór Hauksson og Viðar Hannes Sveinsson báðir í GN. gæslan var góð hjá öllum þessum dómurum. Næstu leikir Þróttar í 1. deild verða við HK og Fylki fyrir sunn- an. Það verður að koma því á fram- færi að að það er óþolandi að ekki skuli vera gert við stigatöfluna í í- þróttahúsinu eða tölvuna sem henni fylgir. Að notast við spjöld á borði ritara er alveg ótækt. Til íþrótta- frömuða Til að Austurglugginn geti birt fréttir af íþróttaviðburðum á Austurlandi, er nauðsyn- legt að þeir sem fyrir mótum og öðru slíku standa, láti okkur vita þegar eitthvað er í bí- gerð, tilkynni úrslit og jafnvel sendi stafrænar myndir. Þetta má allt senda á netfangið bvg@agl.is eða hringja í 477 1755. Snær Seljan er „stór í Japan" Glímubúning- urinn minnir á súpermann Eg- Snær Seljan, glímukappi á Reyðarfirði æfir af kappi i Japan um þessar mundir. Hann kemur að öllum likindum heim um áramót. Byltingaraf- mælismót GN

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.