Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 5

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 5 Lesendum Sóðaskapur og endurskinsmerki Kona á besta aldri heimsótti skrifstofu Austurgluggans og vildi koma þeim tilmælum til þeirra sem fara til að veiða að hirða upp eftir sig ruslið. Þannig mætti hún á skrifstofuna með þrjár patrónur sem hún hafði fundið er hún var á gönguferð í Oddsdal. „Þetta er sóðaskapur og slíkt vil ég ekki hafa,“ sagði hún. Hún vildi einnig koma þeim til- mælum til fólks að það eigi að nota endurskinsmerki enda dagurinn farinn að styttast. Afstæði aumingjanna Það er ótrúlegt en samt er það satt að meirihluti okkar kristnu þjóðar er svo vita siðlaus að hann endurkaus í ríkisstjórn þjóðarinnar margdæmda siðleysingja og mann- réttindabrotamenn í síðustu alþing- iskosningum. Það sem verra er með þá fulltrúa er að þeir fást ekki til að hlíta dómum og leiðrétta mis- gjörninga sína við öryrkja og maka þeirra. Enn er það margt sem stangast algjörlega á við dóma Hæstaréttar og kemur það þungt niður á þessum þjóðfélagshópi. Gamalt máltæki segir: „Hvað sér vesælla!“ Það má velta því fyrir sér hversu oft muni þurfa að dæma þessa sömu menn fyrir áníðslu á aumingjum til þess að þeir fari að haga sér eins og menn en ekki eins og svín og ómenni? Og líka því hverjir eru raunverulega mestu aumingjar og vesalmenni þjóðar- innar. Það er ákaflega mikið afstætt að vera aumingi og svín!!! Ég segi það um Sjálfstæðis- menn, það hlýtur að vera grín! En eitt er þó víst og vandi af hlýst að grey þessi geta bara ekki lært að skammast sín! Frá Einari Sigfússyni í Skála- teigi í NorðQarðarsveit, sérfræð- ingi í hundahreinsun. Fjaröabyggö óskar eftir tilboöum í eftirfarandi eign: Stálgrindarskemma við Ægisgötu á Reyðarfirði: Til sölu er stálgrindarskemma sem fjarlæga þarf af núverandi lóð. Stærð skemmunnar er 255 fermetrar (lengd 20,7 m, breidd 12,3 m og veg- ghæð 4,2 m) og er hún klædd með stáli að innan og utan. Fjarlæga þarf skemmuna fyrir 15. mars 2005. Tilboðum í eignina skal skila til Guðmundar H. Sigfússonar forstöðu- manns umhverfissviðs fyrir kl: 15:00 þann 22. nóvember næstkomandi. Guðmundur H. Sigfússon veitir ein- nig nánari upplýsingar í síma 470- 9038 og á netfanginu mummi@fjardabyggd.is Tombóla til styrktar Austurglugganum Já, ævintýrin gerast enn! Þegar ritstjóri þessa snepils fór í kaupfé- lagið í miðju stresskasti sl. mánu- dag til að fá sér banana og skyr sátu tvær stelpur í anddyrinu, þær Anna Jórunn Sigurgeirsdóttir (tíu ára) og Steina Gunnarsdóttir (níu ára), og spurðu hvort hann vildi ekki „kaupa dót á tombólu." ritstjórinn, sem var að flýta sér, spurði hvert ágóðinn færi og svöruðu þær því til að ágóð- inn ætti að renna til Austurglugg- ans! Ritstjórinn tók þessu sem hverju öðru gríni og sagði eitthvað á þá leið að hann kæmi kannski seinna og ef til vill sagði hann bara ekki neitt - hann man það bara ekki. En hálftíma síðar bönkuðu stelpurnar upp á á skrifstofu Austurgluggans og færðu honum ágóðann - 1640 Anna Jórunn Sigurgeirsdóttir og Steina Gunnarsdóttir héldu tombólu til styrkt- ar Austurglugganum á dögunum. krónur - og ritstjórinn varð kjaft- stopp en líkast til heyrir það til und- antekninga að krakkar haldi tombólur til að styrkja fjölmiðla. Ekki hefur enn verið tekin á- kvörðun um í hvað peningarnir eiga að fara en umfram allt er starfsfólk- ið bæði ánægt og undrandi enda, eins og áður sagði, á þetta sér ef- laust ekki mörg fordæmi. 18.-21. nóvember 2004 Landsvirkjun Ferðamálaráð íslands tweHimfsiAmi: K8 8ANKI Samkaup Jutr\/al Að lokum?. Vegna viðtals er undirritaður átti við ágætan blaðamann Austurgl. hér á dögunum hefur hann orðið þess á- skynja að viðkvæmni sumra sveitar- stjórnarmanna hér austur með fjörð- um ristir dýpra en hann hefði grun- að. Það var hinsvegar ekki ætlun mín að særa nokkra sálu í þessu spjalli mínu. Miklu fremur langaði mig að lýsa í stórum dráttum hvern- ig hin ýmsu mál sem hafa verið í deiglunni á síðustu mánuðum hér á Austurlandi, horfðu við undirrituð- um héðan úr jaðarbyggðinni Djúpa- vogi ásamt persónulegri upplifun hans á dæminu. Ég tek það fram að þessar hugrenningar rnínar, lýsa ein- ungis minni persónulegu skoðun og hafa ekkert með afstöðu sveitar- stjórnar Djúpavogs að gera. Ég bið aðstandendur hér austan við mig auðvitað afsökunar ef ég hef leyft mér að láta hugann reika aðeins of mikið um þær fram- kvæmdir sem nú eiga sér stað á miðsvæði Austurlands og tilfinn- ingu mína fyrir því hvernig ég tel að ýmis mál muni þróast samhliða þeim. Ég átti eftir á að hyggja auð- vitað að vita að þetta eru friðhelg mál. Ég tek hinsvegar ofan fyrir Eið Ragnarssyni sveitarstjórnarmanni í Fjarðarbyggð þegar hann talar í svargrein sinni til mín um að þaö sé óþolandi þegar einstakar sveitar- stjórnir á Austurlandi séu að álykta þvert á samþykktir aðalfunda SSA í samgöngumálum. Nýleg ályktun Austurbyggðar um þjóðveg 1 með fjörðum er auðvitað nærtækasta dæmið um hvað sveitar- stjórnir geta gengið langt í því að fara á svig við þær samþykktir í samgöngumálum sem gerðar hafa verið á vettvangi SSA. Samhliða kaus oddviti Austurbyggðar að lýsa því yfir að þeir sem væru á móti þjóðvegi 1 um firði væru ekki að vinna sem sveitarstjórnarmenn. Þetta eru vinnubrögð þeirra sem barist hafa fyrir þjóðvegi 1 um firði, þeir hafa samþykktir aðalfunda SSA að engu. Ég vil hinsvegar þakka Eið Ragnarssyni fyrir að svara hugrenn- ingum mínum. Hann lofar Axarveginn í öðru orðinu og viðurkennir fuslega mikil- vægi hans, en í hinu telur hann hins- vegar að við eigum að vera fullkom- lega ánægð með hvað við Djúpa- vogsbúar höfum fengið rnikið fram á vettvangi SSA í samgöngumálum. Þetta segir Eiður, sem manna best ætti að vita að þær ályktanir hafa skilað sáralitlum sem engum ár- angri, frekar en aðrar samþykktir í samgöngumálum hér á svæðinu í kringum Djúpavog. Axarvegur væri hinsvegar án efa beinn og breiður vegur í dag ef andspyrnuhreyfingin hefði ekki unnið jafn mikið á móti honum á síðustu árum og raun ber vitni. í síðustu ökuferð sinni um Öxi þurfti undirritaður að bíða í klukku- stund meðan þrír stórir flutningabíl- ar með tengivagna lokuðu veginum, þar sem þeir áttu í erfiðleikum vegna hálku. Eiður heldur því engu að síður fram að vörubílar keyri ekki yfir Öxi. Hin mikla þungaflutningaumferð um Öxi i dag í misjafnri færð sýnir auðvitað íyrst og fremst hvað vöru- flutningabílstjórar eru tilbúnir að leggja á sig til að stytta sér leið. Að síðustu félagi Eiður, þá hef ég aldrei fyrr verið sakaður um að tala undir rós, eins og þú kaust að segja að ég hafi gert í viðtali við blaða- mann Austurgl. Það er a.m.k ekki að merkja af viðbrögðum ýmissa viðkvæmra sála undanfarinna daga í minn garð að ég hafi farið dult með skoðanir mínar. Andrés Skúlason 1962-2002 Austfjarðaleið 477 1713

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.