Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 2
2 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 18. nóvember Guðmundur söðlar um Breytingar verða í rekstri Egils- búðar í Neskaupstað um næstu ára- mót en hjónin Guðmundur Gísla- son og Guðrún Smáradóttir hafa keypt hlut Birgis Búasonar og lýk- ur þar með samstarfi sem staðið hefur í nokkur ár. G u ð r ú n mun setjast í stól Guð- mundar í Egilsbúð og taka við daglegum rekstri en Guðmundur er að fara vinna hjá Eurest (ESS) sem sér um rekstur á starfsmannaþorpinu á Reyðarfirði auk þess sem hann sér áfram um skemmtanahald í Egils- búð. Starf Guðmundar á Reyðar- firði felst í umsjón með frístundum starfsmanna, afþreyingu, skemmt- unum og starfsmannahaldi. Guðmundur Gíslason Árekstur í Neskaupstað Tveir bílar lentu í árekstri í Nes- kaupstað sl. mánudag rétt um há- degi við Nesgötubeygju en nokkur hálka var þennan dag. Einn var í hvorum bíl og sluppu báðir ó- meiddir. Lögreglan sagði í samtali við Austurgluggann að bílarnir hefðu ekki verið á mikilli ferð en þeir voru báðir á sumardekkjum og því fór sem fór. Náið fylgst með rjúpnaskyttum Orðrómur er á kreiki víða um Austurland að menn gangi til íjalla og skjóti rjúpu en enginn hefur þó verið tekinn ennþá. Lög- reglan á Vopnafirði sagði í samtali við Austurgluggann að þeir hefðu strangt eftirlit með þessu. „Við förum upp á Möðrudalsöræfin og fylgjumst með en við höfum ekki tekið neinn ennþá,” sagði lögregl- an á Vopnafirði. Guðjón Sveinsson, rithöfundur. Guðjón Sveinsson, rithöf- undur á Breiðdalsvík, var brattur þegar Austurglugginn náði honum á línuna enda var að koma út eftir hann bók sem heitir Njóla nátttröll býður í af- mæli. Það er Mánabergsútgáf- an sem gefur út en í bókinni eru myndir eftir Einar heitinn Ámason. „Þetta er bamabók fyrir fullorðna eftir almúga- mann,” segir Guðjón og segir að fullorðnir eigi að lesa hana með börnum sínum. Hún er „rammíslensk” svo orðalag Guðjóns sé notað en í henni em notuð ýmis orð sem flestir íslendingar eru hættir að nota. Vart þarf að taka fram að skýr- ingar á hugtökum fylgja með. „Þetta eru hugtök sem móðir mín kenndi mér,” segir Guðjón og bætir við: „Þetta var minn háskóli.” FRÉTTIR Yfirlýsing frá stjórn KSA Stjórn Kennarasambands Austurlands fordæmir vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar . við gerð bráðabirgðalaga til að stöðva verkfall grunnskóláRenn- ara. Er engu líkara en að það sé .einbeittur vilji ríkisstjórnarinn- ar að fá kennara ósátta og niður- brotna inn í skólana. Þessi bráðabirgðalög binda hendur gerðardóms það rækilega að ekki er nokkur von um að kenn- arar fái laun í samræmi við menntun. Stjórn Kennarasambands Aust- urlands hvetur samninganefnd launanefndar sveitarfélaga til að ganga til samninga á grundveili tilboðs FG sem lagt var ffarn þann 8. nóvember. KSA beinir einnig þeim tilmælum til kjörinna bæjar- fulltrúa að kynna sér rækilega til- boðið og kreijast þess að samn- inganefnd launanefndar gangi til samninga á grundvelli þess. Með því væri hægt að stuðla að friði í skólastarfi. Sameining sveitarfélaga Vopnafjarðarhreppur hafnar tillögu Vopnafjarðarhreppur segir nei við hugmyndum um samein- ingu við Skeggjastaðahrepp. Austurbyggð er eina sveitarfé- lagið sem hefur samþykkt að láta kjósa um sameiningu. Á fundi þann 11. nóvember, fjallaði hreppsnefnd Vopnafjarðar- hrepps um tillögu nefndar um breytingu á sveitarstjórnarskipan en sá hluti hennar sem lýtur að Vöpnfirðingum, leggur til að þeir sameinist Bakkfirðingum. Skemmst er frá því að segja að hreppsnefndin bókaði m.a. eftir- farandi: „Hreppsnefnd Vopna- fjarðarhrepps hafnar því tillögu sameiningarnefndarinnar um að kjósa sérstaklega um sameiningu Vopnafjarðarhrepps og Skeggja- staðahrepps í apríl n. k.” Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri sagði í samtali við Austurgluggann að sveitarfélagið hefði komið hug- myndum sínum um sameiningu á framfæri s.l. vetur en þar er lýst yfir vilja til þess að sameinast „austur á bóginn” en þar er átt við Fljótsdalshérað. Þorsteinn segir Vopnfirðinga hafa fullan hug á að vinna með Bakkfirðingum en þeir sjái engan tilgang með því að kjósa í april um litla sameiningu sem engin áhrif muni hafa á rekst- ur sveitarfélaganna. „Okkur finnst ekki timabært að kjósa um þetta núna en teljum að það eigi að vinna betur að umdirbúningi stærri sameiningar,” sagði Þorsteinn. Hann segir Vopnfirðinga vilja bíða þar til Fljótsdalshérað verði tilbúið til frekari sameininga því þeir vilji eiga meiri samskipti þangað. Hann segir góðar samgöngur vera forsendu fyrir að svo geti orðið og að göng til Vopnafjarðar séu lykill- inn að þeim. Eins og fram kom í síðasta blaði, hefur staðið til að halda fund með sveitarfélögum handan sýslumarka um hugsan- lega sameiningu en af því hefur ekki orðið enn. Því er ljóst að tvær af þremur til- lögum nefndar um breytta skipan sveitarfélaga er Austurland varða, eru í uppnámi og blaðinu er ekki kunnugt um að aðrar sveitarstjórn- ir en Austurbyggð hafi ályktað um tillögu sem lýtur að Mið-Austur- landi. Hafni einhverjar sveitar- stjórnir henni, gæti farið svo að ekki yrði kosið um neina af þess- um tillögum í óbreyttri mynd en Djúpavogshreppur hefur þegar hafnað tillögu um sameiningu við Breiðdalshrepp. bvg@agl.is Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hafnar tillögu um sameiningu við Skeggjastaða- hrepp. Kennarar á Austurlandi Mótmæla lagasetningu Flestir kennarar á Austur- landi mættu til vinnu á mánu- dagsmorgun þó með þeim und- antekningum að enginn kennari við Nesskóla í Neskaupstað mætti og fáir mættu á Vopna- firði. Flestir kennarar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar mættu með uppsagnarbréf sem þeir afhentu. Lilja Guðný Jóhannesdóttir er trúnaðarmaður við Nesskóla. „Það er afar neikvætt hljóð í okk- ar fólki; það er ósátt við að þurfa að mæta til vinnu og vita hugsan- lega ekkert um kaup og kjör fyrr en í lok febrúar ef ekki tekst að semja fyrir laugardag. Því hefur verið haldið á lofti í fjölmiðlum að kennarar hefðu dregið til baka kröfuna um 5,5% hækkun sem víð vildum fá án tillits til þess hvort tækist að semja í þessari viku en launanefndin vildi það ekki,” sagði Lilja Guðný aðspurð um hljóðið í kennurum. Hún segir þá ekkert vita um hvernig greitt verði fyrir ýmis ábyrgðarstörf í framtíð- inni og spyr hvort kennarar eigi að halda áfram að axla þá ábyrgð án þess að vita um greiðslu fyrir hana. Hefði ekki verið nær að mæta og segja upp? „í raun og veru hef- ur verið snúið á okkur. Ef ég segi upp núna er uppsagnarfresturinn þrír mánuðir og það er hægt að binda okkur í þrjá mánuði til við- bótar við það sem þýðir að við losnum ekki fyrr en 1. júní og er ekki fínt fyrir sveitarfélögin að hafa okkur í vinnu þangað til? Ef gerðardómur kemst ekki að niður- stöðu fyrr en í lok febrúar og ég segi upp þá, tekur uppsögnin gildi 1. júní en að sjálfsögðu verðum við ekki bundin í þrjá mánuði eft- ir það.” Hvað með börnin; voru lögin ekki sett með þeirra hagsmuni í huga? „Ég tel mig bera ábyrgð á börnunum mínum og ég ber á- byrgð á nemendum mínum þegar ég er i vinnunni því ég fæ borgað fyrir það. Þess vegna tel ég mig ekki bera ábyrgð á þeim núna. Mér finnst miður að kennurum sé endalaust núið því um nasir að þeir séu að fara illa með börnin. Að sjálfsögðu eru þau fórnarlömb en ábyrgðin er ekki síður sveitar- félaga og rikisins.” Lilja Guðný vildi ekki tjá sig um hver framvinda málsins yrði, því slíkt mætti túlka sem vísbend- ingu um að aðgerðir kennara væru samantekin ráð. Sjálf segist hún vera veik og þjást af ógleði vegna lagasetningarinnar en veit til þess að aðrir hafi einfaldlega sagst ekki ætla að mæta í mótmælaskyni. bvg@agl.is Áætlað tap á rekstri Djúpavogshrepps Á fundi hreppsnefndar Djúpa- vogshrepps í síðustu viku, var síð- ari umræða um endurskoðun fjár- hagsáætlunar fyrir árið 2004. Niðurstaða hennar var neikvæð um 10.577.000 krónur en gert hafði verið ráð fyrir jákvæðri nið- urstöðu að fjárhæð 8.836.000 króna. Samkvæmt fundargerð hreppsnefndar, er skýringanna fyrst og fremst að leita í breyttum forsendum hvað varðar rekstur Dvalarheimilisins Helgafells en vistmönnum þar hefur fækkað af ýmsum orsökum og því standast rekstrarforsendur ekki. Austfirðingafélagið 100 ára Næstkomandi sunnudag fagnar Austfirðingafélagið í Reykjavík 100 ára afmæli sínu.. Hátíðahöld- in verða á Grand Hótel og hefjast þau kl. 15:00. Jón Ólafsson rit- stjóri stóð fyrir stofnun félagsins þann 26. janúar 1904 en ástæða þess hve seint er haldið upp á þennan viðburð, mun vera sú að félagið var lagt niður fyrir tveimur árum síðan en nú skal það endur- vakið. Á dagskránni eru ávörp þar sem félagsins og Austurlands verður minnst, Vilborg Dagbjarts- dóttir les ljóð, Rósa Guðmunds- dóttir frá Reyðarfirði leikur á fiðlu, almennur söngur og fulltrúi Reykjavíkurborgar mun heiðra samkomuna með nærveru sinni. Léttar veitingar verða á staðnum. Mikið byggt á Fljótsdalshéraði Samvæmt upplýsingum á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, er nú verið að undirbúa eða helja bygg- ingu um 360 íbúða í sveitarfélag- inu, flestar í Votahvammi eða hundrað tuttugu og þrjár. Áttatíu íbúðir verða í þremur fjölbýlishús- um við Kaupvang, tuttugu og sex íbúða fjölbýlishús mun risa við Blómvang og í Selbrekku verða hundrað og sextán íbúðir. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir sextíu og fjórum íbúðum i Fellabæ og tuttugu og einni á Hallormsstað Það er ærin ástæða til að hrósa rekstrarað- ilum Kúttersins á Stöðvarfirði fyrir að setja á stofn litla verslun sem selur helstu nauðsynjavör- ur. Það er nefnilega óþolandi að þurfa að keyra á milli ijarða eftir brauði eða mjólk, svo ekki sé nú minnst á það neyð- arástand sem getur skapast þegar klósettpappírinn klárast. Agnes og Samúel hafa mætt brýnni þörf og reynt af fremsta megni að bæta úr henni og því eru þau vel aö þumlinum kom- in að þessu sinni. Vonandi er þarna framtíðar verslunarveldi í uppsiglingu, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu hag- ræðingar- og samþjöppunar- tímum.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.