Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 7

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 7 Austfirskur menningaraðall Öll sveitarfélög þurfa að hafa menningarvita og bless- unarlega eru nokkrir menningarvitar hér eystra. Austur- glugginn ákvað að tína til nokkra sem hafa vit á menn- ingu og eru jafnvel að sýsla eitthvað við hana sjálfir. Að vera menningarviti er ekki auðvelt hlut- skipti. Orðið er oft notað í niðrandi merkingu af menningarsnauðu fólki og úti á landi hafa þessir menn oft ekki verið hátt skrifaðir enda fylgir það þessari nafnbót jafnframt að menn eru ekki taldir miklir menn verka - þeir tala fremur. En með aukinni velmegun og aukn- um frítíma hefur virðing manna fyrir menn- ingarvitum vaxið því eftirspurn eftir menn- ingu og afþreyingu vex sífellt. Sveitarfélög hafa jafnvel tekið upp á því að ráða til sín menningarvita til að sinna þessum málaflokki en ímynd sveitarfélaga á landsbyggðinni er að miklu leyti metin út frá því hvernig menn- ingarmálum er sinnt. Menningarviti þarf ekki endilega að vera listamaður. Án þess að hér verði farið í djúpa og nákvæma skilgreiningu á þessu fyrirbæri má segja að menningarviti sé sá sem eitthvað veit um listir og menningu - hann geti sumsé greint milli þess sem telst gott og þess sem telst slæmt. En það út af fyrir sig er samt ekki nóg því menningarvitinn verður líka að vilja koma listinni - og þá ekki bara sinni eigin - á framfæri. En nóg komið af hjali. Segjum bara að við þekkjum menningarvita þegar við sjáum hann. Opinberir menningarvitar Nokkur nöfn koma strax upp í hugann þegar maður spyr sig að þessu og það fyrsta er auð- vitað Aðalheiður Borgþórsdóttir á Seyðisfirði eða Alla Borgþórs eins og hún er jafnan köll- uð. Alla vinnur hjá sveitarfélaginu að menn- ingarmálum og dylst engum að hún hefur gert kraftaverk í þeim efnum. Seyðisfjörður er bóhemía Austurlands og þangað koma rit- höfundar og listamenn til að iðka sína list og allir segja þeir hið sama: Það er eitthvað við Seyðisfjörð sem fyllir mann andagift. Það þarf enginn að segja manni það að fjöllin á Seyðisfirði séu eitthvað öðruvísi en ann- ars staðar eða að gömlu húsin séu eitt- hvað meira sjarmerandi en önnur gömul hús á Austurlandi. Þarna ríkir vissulega sérstakur andi en umfram allt hefur Seyðfirðingum sjálfum - með Öllu í farar- broddi - tekist að koma þessari hugmynd að hjá öllum íslendingum að Seyðisfjörð- ur sé hipp og kúl eða 101 Austurland. Þá má nefna Sigriði Dóru Sverrisdóttur á Vopnafirði. Hún situr í menningarmála- nefnd Vopnafjarðar en það var að henn- ar frumkvæði sem sótt var um styrk til Menningarráðs Austurlands vegna skáldakvölda sem haldin voru í sumar. Svo hefur hún verið potturinn og pann- an í Vopnaskaki, bæjarhátíð Vopnfirð- inga, sem vakið hefur athygli um allt land. Guðmundur R. Gislason á Norðfirði er for- maður menningarnefndar Fjarðabyggðar og er óumdeilanlega einn mesti menningarviti þar í bæ. Hann hefur staðið fyrir ótal tónlist- aruppákomum og nú berast þær fregnir að hann sé að fara að sjá um skemmtanir og af- þreyingu fyrir þá 1800 íbúa sem munu búa í starfsmannaþorpinu á Reyðarfirði í tengslun við byggingu álversins. Séra Davíð Baldursson á Eskifirði og frændi hans Ágúst Ármann Þorláksson á Norðfirði verða báðir að teljast til menningarvita. Séra Davíð hefur undanfarin ár boðið Aust- firðingum upp á heimsklassa listasýningar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði og Ágúst Ármann hefur í nokkra áratugi gegnt mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi Norðfirðinga, bæði sem skólastjóri tónskól- ans, organisti og sem performer, en Norð- fjörður er frægur um allt land fyrir öflugt tónlistarlíf. Þá er rétt að geta Signýjar Ormarsdóttur, framkvæmdastjóra Menningarráðs Austur- lands, en embættið gerir hana í raun og veru að menningarvita Austurlands númer eitt en ekki má gleyma því að Signý er mik- ill listamaður sjálf. Skúli Björnsson á Skriðuklaustri er auðvitað menningarviti líka svo maður minnist ekki á skjalavörðinn víðlesna Hrafnkel A. Jónsson. Drifkraftar En menningarvitar þurfa ekki allir að vera í vinnu hjá hinu opinbera sem menningarvitar. Alla Borgþórs: Hefur gert kraftaverk. Þannig eru menningarvitar oft fengnir til að stýra áhugamannaleikfélögum eða öðru slíku. í Austurbyggð er t.d. einn sem heitir Magnús Stefánsson, formaður Félags Ijóðaunnenda á Austurlandi. Félagið hefur staðið í öflugri bókaútgáfu síðustu misserin og eflaust fáir lagt jafn mikið af mörkum til að varðveita austfirskan skáldskap eins og Magnús. Þá er þar í bæ annar menningarviti sem heitir Garðar Harðarson, blúsari og gítar- Magnús Stefánsson: Stendur fyrir öflugri bókaútgáfu. leikari og ekki má gleyma Aðalheiði Birgis- dóttur á Stöðvarfirði en hún stóð fyrir Hey- dalahátíðinni í sumar og svo hefur hún verið dugleg að skrá austfirskan menningararf á stafrænt form. Guðmundur Hraunfjörð í Fjarðabyggð og formaður Leikfélags Reyðarfjarðar er mikill menningarviti og hann ber að miklu leyti ábyrgð á kraftmiklu kombakki leikfélagsins að öðrum leikfélögum ólöstuðum kraftmesta leikfélag Austurlands. Hér hefði líka verið gaman að hafa Keith Reed hjá Óperustúdíói Austurlands en fáir hafa lagt jafn mikið af mörkum til menning- arlífs á Austurlandi og Keith sem er nú flutt- ur til Reykjavíkur. Ekki leikur nokkur vafi á því að erfitt verði að fylla hans skarð. Þá má hér líka nefna Albert Eiríksson frá Fá- skrúðsfirði en hann hefur verið afar duglegur að kynna fyrir Islendingum þann arf sem franskir sjómenn skildu eftir sig eystra. Þetta birtist okkur í Frönskum dögum sem haldnir eru árlega á Fáskrúðsfirði. Þeir eru það bara Þá eru nokkrir einstaklingar sem bera það beinlínis utan á sér að þeir eru menningar- vitar. Fyrstan ber að nefna dr. Sigurð Ing- ólfsson á Egilsstöðum en það sést í mörg hundruð metra fjarlægð að þar er menn- ingarviti á ferðinni, taglið (sem reyndar er farið) og hið litla en snyrtilega yfirvara- skegg kemur upp um hann. Listagagnrýni hans í svæðisútvarpi Rúv er líka til vitnis um að hann hefur talsvert vit á þessu. Svo er hann líka skáld og hefur gefið út nokkr- ar bækur. Sama má í raun segja um Guðjón Sveinsson rithöfund á Breiðdalsvík en hann hefur í mörg ár fengist við skriftir en hefur að vísu ekki vakið þá athygli sem hann svo sannar- lega á inni. Ekki má gleyma sveitunga Guð- jóns, Njáli Torfasyni, en hann hefur á sinn frumstæða hátt verið ein aðalsprautan í menningarlífi Breiðdalsvíkur. Vissulega er umdeilt hvort kraftakeppnirnar og fjöl- breytilegir gjörningar Njáls séu list en þeir hljóta að teljasttil menningarviðburða. Ríkharður Valtingojer á Stöðvarfirði en einn okkar fremstu grafíklistamanna og hann og kona hans, Sólrún Friðriksdóttir myndlistar- maður, eru vissulega bæði menningarvitar. í lokin skal svo nefna Þjetur nokkurn Hall- grímsson í Neskaupstað. ( tæpa tvo áratugi Njáll Torfason: Umdeildur menningarviti. en eins og allir vita setti leikfélagið nýlega upp Álagabæinn, metnaðarfullt leikrit sem gerist í austfirskum samtíma. Geir Sigurpáll Hlöðversson, formaður tónlistarklúbbsins í Neskaupstað, er annar menningarviti í Fjarðabyggð enda hefði hann aldrei fengið formannsdjobbið öðruvísi. Björgvin Gunnarsson eða Lubbi Klettaskáld er yngsti menningarvitinn á Austurlandi þessa daganna. Hann er efnilegt skáld og gegnir nú embætti formanns Leikfélags Fljótsdalshéraðs sem hefur sett upp margar metnaðarfullar sýningar undanfarin ár og er hefur hann rekið verslunina Tónspil, eina öfl- ugustu tónlistarverslun landsins, og með henni hefur hann án nokkurs vafa haft heil- mikil áhrif á tónlistarsmekk Austfirðinga. Þessi upptalning er langt í frá tæmandi og vafalítið eiga margir að vera þarna sem ein- hverra hluta vegna gleymdust. Svo er reynd- ar líka til hópur fólks sem telur sig vera menningarvita en er það ekki. Sú upptalning yrði ekki síður löng en verður að bíða að sinni. JKÁ Siguröur Ingólfsson: Það þarf bara að horfa á hann.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.