Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 6

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 6
6 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 18. nóvember Þórhildur Helga Þorleifsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar „Að vera hugsandi manneskja ” Þórhildur Helga er ófeimin að viðra skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar en hún heldur úti bloggsíðu þar sem þessar skoðanir eru viðraðar á hreinskilinn hátt. Oftast skrifar hún um skólamál eða kvennapólitík og því lá beinast við að spyrja hvort þessi mál væru henni hugleiknust. „Að sjálfsögðu. Ég er bæði kona og skólamanneskja og það er eðlilegt að þetta séu helstu áhugamál mín.” Skarast þetta tvennt? „Auðvitað því í skólanum erum við alltaf að ala upp börnin okk- ar og kvennapólitík snýst um að ala upp börn og fullorðna. Auð- vitað skarast þetta.” Er það þá hlutverk kvenna að ala upp? „Það er hlutverk kvenna og karla, ennþá að ala upp jafnréttis- sinna, málið snýst kannski um það.” Kanntu skýringu á því af hverju konur eru í miklum meirihluta í kennarastétt? „Skýringin er kannski sú að konur í iðnaðarsamfélaginu voru fyrst og fremst heima og hugsuðu um börnin þannig að kannski liggur það beinast við að þær haldi því áfram inni í skólakerfinu. Svo þegar konur koma þangað og laun kennara byrja að lækka, en það virðast því miður bara vera einhver órjúfanleg tengsl að þegar koma konur inn í einhverj- ar stéttir þá lækka launin, þá verð- ur keðjuverkun og konur sækja meira í það en karlar aftur minna. Ég held að það sé mjög launa- tengt hvað eru margar konur í skólunum.” Hvort er þá orsök og hvort er af- leiðing? „Það er. alltaf spurningin - hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Það er erfitt að segja til um það en þetta er einskonar víxlverkun.” Getur þú sagt okkur hvað felst í hugtakinu feministi? „Hugtakið feministi er rosalega vítt en það snýst íyrst og fremst um það að hugsa í raun og veru; vera hugsandi manneskja. Feminismi snýst um jafnrétti kynjanna á þeirra eigin forsendum og kannski kallast það feminismi af því konur eru það kyn sem hallar á. Það hallar á litað fólk, það hallar á fatlað fólk og það hallar á samkyn- hneigða. Ég hef oft velt íyrir mér hvernig sé að vera svört, fötluð lesbía. Þá ertu líklega eins útskúfuð og hægt er að hugsa sér.” Verðbréfasalar þurfa ekki í verkfall unnar bendi til þess að stjórnvöldum standi nokkuð á sama um skólastarf. Stafar þessi seinagangur kannski af því að ekki eru á- þreifanleg verðmæti í húfi? „Það tengist því náttúrulega líka sem og því hvað börn eru lítils metin í samfélaginu. Ef þetta væri spurning um verðbréf; ef verðbréfasalar væru í verkfalli og hvorki væri hægt að kaupa né selja verðbréf og hlutabréf, væri löngu búið að semja. Enda fara verðbréfasalar aldrei í verkfall, þeir þurfa þess ekkert.” Gamaldags hugsun Finnst þér nógu vel búið að grunnskólum í landinu? „Að mörgu leyti er mjög vel að þeim búið en það er oft gamaldags hugsun í gangi og þá bara svona heilt yfir í samfélaginu. Skólar hafa breyst mikið eða frá því að þurfa að mennta börn í iðnaðar- samfélagi yfir í það að búa þau undir þátttöku í upplýsingasamfé- lagi. Það er mikill munur þar á. Ef við skoðum atvinnuauglýsing- ar í dag, þá er þess oftast krafist að umsækjendur þurfi að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, öryggi, sveigjanleika, mikla samskipta- hæfni og þetta er það sem við þurfum að kenna í dag; það hefur svo nrikið breyst inni í skól- unurn. Fólktalarumaðþeg- ar það var í skóla þá lærði það hitt og þetta en þegar það var í skóla, var líka allt öðruvísi framleiðsla í frystihúsinu, sala í búðinni var öðruvísi o.s.frv. Innra starf skólans breytist eins og allt annað í þjóðfélaginu. Við þufum fyrst og fremst að kenna börnum að vera nógu sjálf- stæð til að leita sér þekking- ar, ekki fylla þau af þekkingu sem þau geta svo aldrei nýtt. Við verðum virkilega að ala þau þannig upp að þau séu hæf í samskiptum og sýni frumkvæði. Þetta eru grunn- þættir skólastarfs í dag.” Nú segja margir að verið sé að breyta Austurlandi í iðnaðar- og verksmiðjusamfélag. Sýnist þér sú vera raunin? „Þó þetta séu kannski iðnaðarstörf eru samt allt aðrar kröfur. 1 dag eru oftast gerðar kröfur um samvinnu, samvirkni, sveigjan- leika og frumkvæði. Það er ekki þannig að fólk ráði sig í vinnu og verði þar næstu fjörutíu árin eins og var. Fólk skiptir um vinnu miklu örar.” Kennararaverkfallið virðist nú vera „leyst,” um stundarsakir í það minnsta. Þó hefur lausnin vakið hörð viðbrögð kennara og með öllu óvíst hvernig málum lyktar. Er Þórhildur Helga sátt við þessa lausn? ,AHs ekki. Ég er ekki sátt við það frekar en að foreldrar láti und- an óþekkum krökkum sem garga og grenja eftir nammi og ef þeir bara grenja nógu mikið, þá fá þeir nammið. Ég er mjög ósátt við að það séu sett lög á kjaradeilur, sama hvort um er að ræða sjómenn eða kennara. Ég hef mikar áhyggjur af flótta úr stéttinni sem hefði ófyrirséð áhrif, sérstaklega á landsbyggðina. “ Af hverju er ekki orðið við þeirri sjálfsögðu kröfu kennara að fá betri laun; er það vegna þess hve konur eru fjölmennar í stétt- inni? „Já, líklega hefði verið gengið mun tyrr til samninga hefði þetta verið karlastétt og viðurkennt að þeir þyrítu hærri laun.” Finnst þér þjóðfélagið meta menntun að verðleikum? „Það fer mikið eftir því hvaða menntun það er og því miður líka eftir því hvort um er ræða karllægar eða kvenlægar stéttir.” Það má færa rök fyrir því að seinagangur við lausn kennaradeil- Aftur að kvennapólitík. Konur virðast standa höllum fæti á Aust- urlandi núna - þykir þér vera nógu vel hugað að þætti kvenna í þessari uppbyggingu sem nú á sér stað? „Nei, í raun og veru ekki og kannski ekki að þætti fjölskyldunn- ar heldur. Þó segir Alcoa að það ætli að reyna að hafa hlutföll kynjanna sem jöfnust en þá þarf að huga að grunnþáttum fjöl- skyldunnar. Ef við hér á Fáskrúðsfirði ætlum að sækja vinnu á Reyðarfirði þá verðum við að vera með alveg öruggt umhverfi hér fyrir börnin þannig að báðir aðilar geti sótt vinnu annað og verið með börnin í öruggu umhverfi allan daginn, allt til ung- lingsaldurs; vera með heitan mat í hádeginu og þess háttar. Það er mjög nauðsynlegt. Þetta er þáttur sem þarf virkilega að huga að til þess að laða fólk hingað svo það geti unnið annars staðar því við viturn alveg hvernig fer ef þetta verður ekki til staðar. Hver á þá að hugsa um börnin í hádeginu? Ekki karlarnir, það er alveg á hreinu.” Þú hefur sumsé trú á því að konur muni starfa í álverinu og tengdum greinum? „Ég ætla vona að okkur beri gæfa til að byggja upp þannig sam- félag að konur eigi möguleika á því. Það er fyrst og fremst það sem ég er að hugsa um.” Konur eru settar skör lægra en karlar Skortir ekki konur þá menntun sem þarf til að vinna í álveri - verður ekki að beina þeim í þá menntun? „Ég veit ekki hvað felst í því að vinna í álveri en ég þekki konur sem vinna í álverum, bæði hérlendis og erlendis og þeim hefur tekist það vel. Jú, auðvitað þarf að beina stelpum líka inn á það sem við köllum karllægt nám en öfugt líka. Það er miklu viður- kenndara að stelpur fari á strákasvið frekar en strákar á stelpusvið. Það tengist því að ef þú ert kona, þá ertu annars flokks. Allt sem er frekar tengt konum er skör neðar. Þetta byrjar bara þegar börnin eru lítil; meira að segja feministinn ég setti strákana mína ekki í bleik föt en þú klæðir stelpur hiklaust í ljósblá föt. Þegar börnin verða svolítið eldri, er allt í lagi að vera strákastelpa; það þykja svolítið flottar stelpur sem eru í rifnum buxum og klifra í trjám. Ef hinsvegar strákurinn, sjö eða átta ára, vill leika sér að dúkkum eða dunda sér í perluleik, þá er nú eitthvað dedótt við þennan strák - svona stelpustrákur og það er meira niðrandi. Ef við tvö, fullorðið fólk, færum á pöbbinn og ég panta mér viskí í klaka þykir það svolítið flott líka, svona röff konur sem drekka karladrykki, en ef þú fengir þér bleikan kokteil, hvaða augnaráð heldurðu að þú fengir? Það er bara ekki jafn gilt að vera kona og að vera karl.” Ertu þá að segja að heimur kvenna sé afmarkaður og karlar eigi helst ekki að fara inn í hann en það er allt í lagi ef konur leita út fyrir sinn heirn? „Já, vegna þess að heimur karlanna er þessi flotti heimur sem við eigmn að stíga inn í. Gamla klisjan segir að konur séu líka rnenn, bæði menn og konur, en menn eru bara menn. Við eig- um bara að segja að konur og karlar séu manneskjur.” Þú skrifar um pólitík á blogginu þínu; ertu pólitísk í víðari skiln- ingi en við höfum rætt um hér að framan? „Já, en ég vil ekki blanda mér í innanbæjarpólitík . Ég var í póli- tíkinni í Þorlákshöfn og dró mig alveg út úr því þegar ég flutti hingað austur.” Finnst þér að starfsmenn sveitarfélaganna eigi að láta pólitík eiga si^? „Ég myndi taka virkan þátt ef ég væri kennari. Mér finnst að stjórnendur stofnana sveitarfélaga eigi ekki að taka þátt í póli- tísku starfi. 1 gegnum hendur okkar skólastjóranna í Austurbyggð fer stór hluti fjármagns sveitarfélagsins og mér finnst ekki við hæfi að þeir sem eru í forsvari fyrir svo stóru batteríi innan sveit- arfélagsins, sitji beggja vegna borðsins.” Börnum þarf að líða vel í skólanum A hvað leggur þú mesta áherslu í skólastarfinu? „Ég legg lang mesta áherslu á að öllum líði vel í skólanum, hvort sem það er starfsfólk eða nemendur. Það endist enginn í vinnu ef verkefnin eru ekki að stærstum hluta skemmtileg og það sama á að gilda um börnin. Þeim þarf að líða vel, þau þurfa að finna til öryggis og gera það sem þeim þykir skemmtilegt. Þau eiga ekki að vera endalaust í sérkennslu í því sem þeinr þykir leiðin- legt; ekki myndi ég vilja strita við að vera balletdansmær ef ég hefði enga hæfileika til þess.” Ertu mótfallin sérkennslu? „Nei, en mér finnst ekki rétt að taka börn út úr tímum í því sem þau eru góð til að fara að hamra á því sem þau eru léleg í. Við höfum verið að reyna að breyta sérkennslunni í þá átt að sér- kennarinn kemur meira inn í bekkinn. Við reynum að byggja sérkennsluna þannig að hún snúist um það sem barnið hefur á- huga á.” Þú ert alin upp á Fáskrúðsfirði, fórst að heiman í nám og hefur síðan unnið víða. Ertu komin til að vera? „Ég var komin til að vera í Þorlákshöfn, keypti mér þar hús, en jú, ég er komin til að vera eins og er.” bvg@agl.is

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.