Austurglugginn


Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 8

Austurglugginn - 18.11.2004, Blaðsíða 8
8 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 18. nóvember Spurning vikunnar Hver á afmæli í dag? Spurt á Balaborg á Degi íslenskrar tungu Jónína Guðný Jóhannsdóttir Ég veit það ekki Eyþór Ármann Jónasson Ég man það ekki Magnea María Karlsdóttir Ég veit það ekki Friðrik Július Jósefsson Viktor Breki Þessi litla stúlka heitir Berglind og fæddist 29. apríl sl. á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún vó 3050 gr. og var 51 cm. að lengd. For- eldrar hennar heita Andrea Borg- þórsdóttir og Sigurður Kristjáns- son. Hún á fjóra bræður og er fjöl- skyldan búsett á Reyðafirði. Á mynd- inni er hún með pabba sínum. MANNLÍFIÐ Austfirskir bankastarfsmenn slá í gegn! Útibú Landsbanka íslands í Nes- kaupstað, Eskifirði og Hornafirði röðuðu sér í þrjú efstu sætin í þjón- ustumælingu sem bankinn fram- kvæmir með „hulduheimsóknum" reglulega. Þá koma „huldumenn" í bankana og meta þjónustuna sem starfsmenn veita, gæði hennar og svo auðvitað viðmót starfsmanna. Útibúið í Neskaupstað varð efst en Eskfirðingar voru í öðru sæti og Hornfirðingar í því þriðja ásamt Sauðkræklingum. Hjörvar 0. Jensson, útibússtjóri Landbankans Islands i Neskaupstað, var að vonum ánægður með sigur- inn. Hann sagðist vera „stoltur af stelpunum,“ líkt og hann orðaði það. „Já, auðvitað er maður ánægður með þær enda var, að ég held, fyrst og ffemst verið að dæma þær,“ sagði Hjörvar. „Maður er eiginlega yfir sig ánægður,“ sagði Hjörvar montinn. A meðfylgjandi mynd sjást starfs- menn útibúsins í Neskaupstað ásamt bikar sem þau hlutu fyrir vikið. Frá vinstri: Björk Rögnvaldsdóttir, Hjörvar Jensson, María Hafsteins- dóttir, Freydís Sölvadóttir og Hanna Frederiksen. Forvitni Eskfirðinga ekki svalað: Ekki einu sinni spákonan veit hvað Emil hyggst fyrir! Margir Eskfirðingar velta því nú fyrir sér hvað Emil Thorarensen, fyrrum útgerðarstjóri Eskju ætli sér að gera en hann lét af störfum hjá fyrir- tæki fyrir nokkru eftir margra ára farsælt starf. Forvitni margra er það mikil að þeir hafa haft samband við Austurgluggann og spurst fyrir um framtíðaráform Emils og virðist þessi óvissa vera nær óbærileg fyrir suma. Austurglugganum er ekkert óviðkomandi og sló því á þráðinn til Emils og spurði einfaldlega: Hvað ertu að fara gera, Emil? Útgerðarstjórinn fyrrverandi varðist allra fregna en hann vissi að fólk hefði mikinn áhuga á sér og sínum áformum. „Eg hef ekki tekið neina ákvörðun en þá enda er ég bara nýhættur hjá fyrirtækinu,“ sagði hann og bætti við: „Eg er að fara núna til Reykjavíkur og ætla að taka því rólega." „Ertu að flytja suður,“ spurði blaðamaður. „Nei, allavega ekki í þessari ferð,“ svaraði Emil eldsnöggt og hafði ekkert meira um málið að segja. En Austurglugginn gafst ekki upp og hafði upp á spákonu Eskfirðinga, henni Guðríði Valdimarsdóttur, og spurði hvort hún vissi um fyrirætlanir Emils. Svo var þó ekki. „Nei, ég er meira að spá í spil og bolla og get ekki séð fyrir um svona hluti,“ útskýrði hún og svaraði því að- spurð að Emil hefði ekki haft samband við hana til að fá bollaspá. „Ég er viss um að hann ætlar sér bara eitthvað betra,“ sagði hún svo. „Emil er duglegur maður og getur gert ýmislegt. Ég trúi því samt ekki að hann sé að fara suður.“ Ljóskastarinn wmmmmmmmmmmmmmm. Enginn veit hvað Emil Thorarensen fyrr- um ótgerðarstjóri Eskju ætlar að gera. Svo virðist sem Spaugstofan hafi hitt naglann á höfuðið þegar hún sló því fram að ekki væru mikil tengsl á milli nöldurkirtils- ins og minnisstöðvanna í íslend- ingum því samráð olíufélganna virðist nú að mestu fallið í gleymskunnar dá. Þjóðin nöldraði og gleymdi. Af því tilefni er stað- ur vikunnar að þessu sinni bensín- dælan. Við hana var þjóðin - al- menningur og fyrirtæki - féflett um margra ára skeið. Það vissu það allir en enginn gerði neitt t því fyrr en Samkeppnisstofnun tók af skarið. Annað slagið heyrðist eitt- hvað nöldur í þá veruna að kannski væri ekki allt með felldu, en olíufélögin settu upp geilsa- baugana og kórdrengjasvipinn og kváðust saklaus af öllum ávirðing- um. Bensíndælan var vopnið í stærsta ráni íslandssögunnar.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.