Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 6

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 6
4 Fram til 1914 höföu þessar sjálfsögðu kröfur samt ekki boriÖ neinn verulegan árangur í mörgum ríkjum Ev- rópu. ÞaÖ hefÖi kannske mátt ætla, að hinar háværu radd- ir hefðu kafnað í róti heimsstyrjaldarinnar og niðurlæg- ingu og eymd eftir-stríðsáranna. En það var þvert á móti. Forvígismenn lýðræðisins voru aldrei stæltari og unnend- ur þess aldrei ákveðnari eða hópar þeirra þéttskipaðri, en einmitt á eftir stríðinu. Raunin varð lika sú, að þau ríki, sem mynduðust eftir stríðið, miðuðu öll stjórnskipulag sitt við lýðræði, og í gömlu ríkjunum voru einnig lög- leiddar umbætur, er gengur í sömu átt. Samhliða þessum öra vexti og viðgangi lýðræðisins á árunum eftir stríðið, fór fljótlega að brydda á andúð gegn því og hvassri gagnrýni á ágæti þess. Og nú er svo komið, að i þremur af stærstu löndum Evrópu heíir lýð- ræðisfyrirkomulaginu verið hafnað, að minnsta kosti um stundarsakir, en tekið upp nokkurskonar einræði, sem bygg- ist á afli tiltölulega fámennra, en vel skipulagðra pólitískra flokka. Ef athugað er, hvaða reynslu þessi lönd hafa haft af lýðræðisfyrirkomulagi, þá er það í fyrsta lagi vitað hvað Rússland áhrærir, að þar hefir lýðræði aldrei þekkzt svo teljandi sé. Á ítalíu var þingræðið alltaf ófullkomið, og í Þýzkalandi er ekki hægt að tala um lýðræðisskipulag fyrr en eftir stríðið, en þá er það samfara niðurlægingu, eymd og örvæntingu þrautpíndrar þjóðar. Sú reynsla, sem þessar þjóðir hafa haft af lýðræðisfyrirkomulaginu mun því varla vera til að byggja á. Uppgjöf þessara þjóða í lýðræðisbaráttunni verður ekki skoðuð sem sönnun fyrir fánýti lýðræðisins, heldur aðeins sem örþrifaráð eða neyð- arráðstöfun, er gripið var til á hörmungatímum, þegar allt virtist vera að hrynja í rústir, en sem ekki mun verða til frambúðar, því að það einræði einstaklinga, fámennra flokka eða stétta, sem ekki hefir hrunið í rústir eftir til- tölulega skamman tíma, er óþekkt enn í sögu mannkynsins, Ef aftur á móti er litið til þeirra landa, sem lengst hafa átt við lýðræðisfyrirkomulag að búa, og þar sem lýðræð- ið virðist vera fullkomnast og lengst á veg komið nú, t. d. í Englandi og á Norðurlöndum, þá eiga einræðis- og ofbeldisstefnur þar afar erfitt uppdráttar. En þjóðir

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.