Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 9

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 9
7 ingu þegnanna þannig, a'Ö þeir verði hæfarí til a'Ö dæma um þessi mál, þar sem aftur á móti öll menntun er undir einræÖisfyrirkomulagi sniÖin eftir þörfum og stefnu þess manns, sem með völdin fer, og hins fámenna flokks, sem á bak við hann stendur. Enn eitt atriði vil ég drepa á, sem fundiÖ er lýÖræð- inu til foráttu, og það er hversu þjóðin sé skipt í and- stæða flokka, sem deili hver við annan og berjist hver gegn öðrum. Þetta „mikla mein“ á svo að lækna með því að banna alla flokka nema einn. En til þess að þessi flokk- ur geti staðizt verður hann að taka af þegnum þjóðfé- lagsins það frelsi, sem við höfum lært að skoða sem óað- skiljanlegt þeim yfirburðum, sem hefur manninn upp yfir skynlausar skepnurnar; það er að segja, frelsi til þess að láta skoðanir sínar í ljós í ræðu eða riti, frelsi til almennra fundarhalda um þau vandamál, sem að steðja og frelsi til myndunar félaga um ýms velferðar- og hagsmunamál vissra stétta eða hópa innan þjóðfélagsins. Þessi frelsis- skerðing er framkvæmd í nafni „þjóðareiningarinnar“, og svo er því trúað, að þannig sameinuð, öguð og skipulögð með valdi, verði þjóðin fær um að inna af hendi mikil afrek, sem hefji hana á æðra stig. En þannig öguð og skipulögð verður hún í raun og veru viljalaust verkfæri í höndum einvaldans, svo að hann getur att henni út í allskyns ógöngur, ef duttlungum hans býður svo við að horfa. Það er bersýnilegt, hve gífurleg hætta lieimsfriðn- um stafar af slíku þjóðskipulagi. Og það má slá þvx föstu, að ekkert þjóðskipulag getur heft hugsana- og athafna- frelsi þegna sinna svo sem að framan greinir, án þess að biða þess óbætanlegt tjón, er tímar líða. Það mun án efa vera einhver sannleikur í þeirri miklu gagnrýni, sem fram hefir komið á lýðræðisskipulaginu. En þær leiðir, sem einræðisstefnurnar benda á út úr ógöng- unum, munu allir sjá með dálítilli ihugun, að ekki eru til frambúðar. Það er samt bersýnilegt, að unnendur lýðræð- isins verða að standa vel á verði, til þess að fjendum þess og leiguþýjum þeirra verði ekki unnt að sá sæði illgresis- ins í hjörtu þegnanna. Það er því nauðsyn, að allir lýð- ræðissinnaðir menn, hvaða stjórnmálaflokki sem þeir ann-

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.