Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 31

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 31
29 þrisvar sinnum meiri en áriÖ 1913, sem til þess tíma höfðu verið meiri en áður voru dæmi til. Það hvílir þung ábyrgð á þeim þjóðum, sem komu heiminum út á þessa braut. Það þarf varla að spyrja hverjum beri um að kenna. Hinn takmarkalausi vígbún- aður á rót sína að rekja til einræðisríkjanna og þá eink- anlega fjögra. Sá hernaðarandi, sem einræði hlýtur jafn- að byggjast á, er fyrir hendi í öllum þessum löndum og það í ríkum mæli. Það er vel skiljanlegt, að fyrstu árin eítir ófriðinn hafi þau einræðisríki, sem þá voru, Rússland og ítalía, haldið sér í skefjum. Bæði voru þau í sárum eftir ófriðinn, auk þess sem hörmungar byltingarinnar bættust á í Rússlandi. Fallbyssunum var líka ekki eins vel við haldið á meðan mesta blóðlyktin var að fyrnast. Einnig má vera, að frið- arhreyfingin hafi haft þar einhver áhrif á meðan hún fékk bezt hljóð. — En strax og skilyrðin urðu fyrir hendi tók að halla að vígbúnaði og þá bættust tvö öflug ríki við, sem lagt höfðu lýðræðið á hilluna: Japan og Þýzkaland. En svo kom kreppan og hindraði framkvæmdir. Það er vitað, að her Rússa var hvergi sambærilegur við heri lýðræðisríkjanna Englands og Frakklands fyrir 1930. En er kreppan tók að réna sögðust þeir þurfa að vígbú- ast til þess að verja landamæri sin, sem voru 6000 ensk- ar mílur í burtu! Árið 1936 er friðarherinn orðinn 1 milljón og 300 þús. manns. Þeir hika heldur ekki við að taka kon- ur og börn og venja þau við hermennsku. Sama ár eiga þeir stærsta flugher álfunnar, um 5000 flugvélar, ásamt æfðu flugliði. Hergagnaverksmiðjurnar ganga dag og nótt og framleiða drápstæki. Framleiðslan í flugvélaverksmiðj- unum getur verið yfir 5000 á ári. Aulc þess er herskipa- flotinn aukinn stórkostlega „af ótta við þýzka árás í Eystrasalti“. Þetta vígbúnaðaræði kostar mikið fé og þjóð- in blæðir. Ekki koma peningarnir annarsstaðar en frá piskuðum, ófrjálsum landslýðnum. Nú er svo komið, að herútgjöldin eru yfir 20% af útgjöldum þessa stóra og þurftarmikla ríkis. Japanar hafa að vísu alltaf verið herskáir, en þó hefir keyrt um þvert bak, síðan Araki og herforingjaklíka hans

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.