Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 3

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 3
Avarp. Islenzkir stiidentar hafa á ýmsum tímum verið mjög við riðnir stjórnmálasógu þjóðarinnar. íslenzku þjóðlífi var þannig háttað, aS þeir hlutu öðrum fremur að verða vökumenn þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni og islenzkri endurreisn umliðinnar aldar. En afstaða stúdentsins hefir breyzt með breyttum tím- um. I dag eru stúdentarnir í Háskóla Islands skiptir í þrjá flokka: lýðrœðissinna, þjóðernissinna og róttæka. Þessi flokkaskipting má heita nokkuð sérstæð. 1 riti því, sem hér birtist, verður leitast við að kynna stefnu og starf lýðræðissinnaðra stúdenta og reifa áhuga- ntál þeirra. Tækifærið verður og notað til þess að svara pólitiskum árásum öfgaflokkanna í Háskólanum. Útgefandi ritsins er „Vaka“, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, og vœntir félagið þess, að það eigi erindi til stúd- enta almennt og eins þeirra, sem kunna að eiga fyrir sér pólitísk afskipti innan Háskólans. Enn fremur hvers og eins, sem lætur sig einhverju skipta stjórnmálaskoðanir íslenzkra háskólastúdenta.

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.