Vaka - 01.09.1937, Page 3
Avarp.
Islenzkir stiidentar hafa á ýmsum tímum verið mjög
við riðnir stjórnmálasógu þjóðarinnar. íslenzku þjóðlífi
var þannig háttað, aS þeir hlutu öðrum fremur að verða
vökumenn þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni og islenzkri
endurreisn umliðinnar aldar.
En afstaða stúdentsins hefir breyzt með breyttum tím-
um.
I dag eru stúdentarnir í Háskóla Islands skiptir í þrjá
flokka: lýðrœðissinna, þjóðernissinna og róttæka. Þessi
flokkaskipting má heita nokkuð sérstæð.
1 riti því, sem hér birtist, verður leitast við að kynna
stefnu og starf lýðræðissinnaðra stúdenta og reifa áhuga-
ntál þeirra.
Tækifærið verður og notað til þess að svara pólitiskum
árásum öfgaflokkanna í Háskólanum.
Útgefandi ritsins er „Vaka“, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta, og vœntir félagið þess, að það eigi erindi til stúd-
enta almennt og eins þeirra, sem kunna að eiga fyrir sér
pólitísk afskipti innan Háskólans.
Enn fremur hvers og eins, sem lætur sig einhverju skipta
stjórnmálaskoðanir íslenzkra háskólastúdenta.