Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 15

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 15
13 ríkjum, sem á þann hátt öðlast ábyrg'ðarlaust áhrifavald um íslenzk málefni." Er nú félagsleg eining framsóknarmanna í Háskólan- um við kommúnistana samrýmanleg slíkri afstöðu? Vit- anlega ekki! Og af framangreindu fæ eg sízt af öílu skilið þá gælu- legu afstöSu, sem flokksblöð, bæöi jafnaðarmanna og framsóknarmanna, hafa tekið til félags róttækra, þegar svona er í pottinn búið. Annaðhvort hlýtur aö valda því einskær misskilningur, eða þá aS yfirlýsingar og pólitík þessara flokka er eitt „Ginnungagap“, sem ómögulegt er að botna í, þar sem allar undirstöSur samræmis og eSlilegrar röksemdaleiSslu eru á bak brotnar. Enn ættu lesendur sjálfir aS geta gert sér grein fyrir hvaSa niSurstaSan er eSlilegri! Og loksins eru svo heilindin, í einu sýnishorninu enn þessi: 1 sumar gangast tveir stúdentar*) meðal annars fyrir stofnun svokallaSrar „Vökumannahreyfingar", þar sem meiningin er aS berjast gegn kommúnistum og naz- istum á lýSræSisgrundvelli, samkvæmt stefnuskrá „hreyf- ingarinnar". En það merkilega er, að báðir þessir stú- entar, sem telja sig vera framsóknarmenn, reynast á sama tíma að vera í bróðurlegri einingu við sjálfa kommún- istana í félagi róttækra stúdenta í Háskólanum! Eg spurSi annan þessara stúdenta, Benedikt Tómas- son, aS þvi, hvernig hann teldi sig geta réttlætt eSa sam- rýmt þetta tvennt. „Maður getur ekki alltaf verið sjálfum sér samkvæm- ur“, var svariS, sem eg fékk! Er nú hægt aS komast öllu frekar að þrotum, bæSi pólitiskt og siSferSislega, heldur en jafnaSarmennirnir og framsóknarmennirnir gera, þegar verja á „samfylk- inguna við kommúnistana í félagi róttækra? * * * ÞaS, sem hér aö framan er greint, ætti aS varpa ljósi yfir þær pólitísku hringiSur, sem aSstæSurnar óhjá- *) Þeir Benedikt Tómasson og Páll Hallgrímsson, nú- verandi sýslumaður.

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.