Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 22

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 22
20 má til sanns vegar færa um. Það er nnkkur hluti þeirr- ar félagsheildar, er nefnir sig „félag róttækra stúdenta“ og hefir Nýja stúdentablaöið aS málgagni sínu. Um nokkur ár hefir þetta málgagn tiltölulega fámennrar kommúnistiskrar klíku innan „félags róttækra stúdenta“ veriS sem næst eitt til túlkunar þeirra pólitísku hrær- inga, sem orSið hafa innan Hásólans. Hver sá, sem blaö þetta hefir lesiS að staSaldri, og ókunnugur er flokka- skiptingu og öllum málavöxtum í pólitík stúdenta, hlýt- ur aS komast aS mjög ákveSinni en einhliSa niSurstöSu um þau mál. Stúdentar skiptast í tvo flokka. Flokk hinna frjálslyndu, víSsýnu og róttæku menningarvina annarsvegar, og hinsvegar flokk hinna ósiSuSu menn- ingarfjandsamlegu fascista. „Flóð ómenningarinnar" brotnar á hinum breiSu bökum hinna „siSmenntuSu lýS- ræðisunnenda“, sem einir standa gegn þessum villta lýS, sem sagt hefir allri menningarviSleitni stríð á hendur. Þetta mundi í fáum orSum vera, þaS sem aSal áherzlan er lögð á í dálkum þessa biaSteturs. Þetta er hinn „já- kvæði“ boðskapur hinnar kommúnistisku „ærusveitaÞ', sem nær eingöngu mótar síefnu og starf félags róttækra í ræðu og riti. ÞaS er auSvitað fjarri réttu lagi aS! ræða frekar hér slíkan málaflutning, en á hann hefir verið bent hér, til þess í fyrsta lagi að sýna, hve gjörsamlega þeir menn, sem blað þetta að jafnaði rita eru sneiddir allri dómgreind eða hæfni til hlutlægra athugana á mál- unum í eðli sínu. f öðru lagi til þess, að þeir, sem ókunnir eru flokka- skiptingu innan Háskólans, fái haft þeirra túlkun á mál- unum til hliSsjónar við þá, sem gerS er hér. Samtök lýðræSissinnaSra stúdenta eru sprottin af þeirri nauSsyn til varnar, sem skapazt hefir viS hina flaumósa áróðursstarfsemi kommúnista og síSar nazista. Þau eru tilraun til þess að sameina alla frjálslynda og þjóðlega hugsandi menntamenn gegn þeim flokkum, sem unnið hafa erlendum öfgastefnum erfðahyllingareið, gegn þeirri rótlausu mangaraiðju, sem um nokkur undanfarin ár hefir verið rekin í flestum æðri skólum landsins.

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.