Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 27

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 27
25 ist hafa láíSst að gera sér ljóst, af hverju umbrotin í Þýzka- landi stöfuöu. Þeir gerðu sér ekki ljóst, a'S hér var engin hungruð aiþýða né kúguð þjóð, sem hægt væri að æsa upp til fylgis við ofbeldisstefnur, heldur ung og vaknandi þjóð, sem nýlega hafði áunnið sér sjálfstæði á lýðræðis- grundvelli. Og þeir reyndu naumast að tala máli sínu á sæmilega frjálslyndum grundvelli upphaflega, en þeirri brellu hafði þó verið beitt, til þess að koma fótum undir einræðisharðstjórn i Rússlandi, ftalíu og Þýzkalandi, held- ur komu þeir þegar i upphafi fram sem þröngsýnn flokk- ur og sviptu sig þannig möguleikánum til þess að geta nokkurn tima blekkt hinar vinnandi stéttir til fylgis við sig. Þó að íslenskir fascistar hafi þannig, mest af fáfræði, látið ónotað eitt hið skæðasta vopn erlendra harðstjórnar- prédikara, þá fer því fjarri, að þeir hafi nokkuð nýtt á stefnuskrá sinni, sem fascistar aðhyllast ekki almennt. Ann- ars mun hún þannig orðuð, að hægt sé að laga efni henn- ar í hendi sér, eftir því sem nauðsynlegt kann að þykja í hvert skipti, og í stað þess i stjórnmálaáróðri sínum að vitna til almennrar reynslu, sem oft brýtur í bág við hug- smíðar fascismans, kjósa þeir fremur að nota glamur- yrði, eins og „verndun hins hreina kynstofns", „fslandi allt“ o. s. frv. Slík orðtæki geta verið munntöm og til þess fallin að hrífa barnssálina. En hugsandi mönnum hlýt- ur það að koma dálítið spánskt fyrir að heyra slíku orð- bragði beitt af alþjóðlegri klíku, sem engra ráða svífist í valdaráni sínu. fslenzkum fascistum hefir, að vísu, enn ekki gefizt kostur á að siga erlendum villimannahjörð- um á þjóð sína, eins og skoðanabræður þeirra suður í löndum hafa gert, en þrátt fyrir eymd sína, hefir þeim tekizt að vinna verk, sem svipa þykir til landráða. Gef- ur það nokkurn forsmekk þess, sem verða vill, ef þeir eiga eftir að mega sin nokkurs. Þegar á það er litið, hve litla útbreiðslu fascisminn hefir fengið hér á landi, kann að þykja einkennilegt, að i skól- um hefir hann rutt sér til rúms mun fremur en annars- staðar. Á þetta einkum við um suma skóla í Reykjavík og þá jafnframt Háskólann, en þar teljast ýmsir af for- vígismönnum fascista stunda nám. Orsakir eru samt marg-

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.