Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 19

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 19
17 Islendingum, heldur og hafið í kringum það. Hafið er fjöregg þjóðarinnar, að minnsta kosti eins og nú standa sakir. Danir geta átt greiðan aðgang að þeirrí auðsupp- sprettu, og það því fremur, sem búsetu i landinu sjálfu er ekki krafizt, og geta þeir því stundað þá atvinnu hér við land, án þess að Island njóti nokkurs við það. Raddir munu hafa heyrzt meðal Dana, um að notfæra sér betur þetta ákvæði, en gert hefir verið. 7. grein sambandslaganna heimilar Dönum að fara með utanríkismál Islands i umboði þess. Það hefir þótt verða misbrestur á meðferð utanríkismála Islands í höndum Dana, enda liggur nú fyrir Alþingi, tillaga til þingsálykt- unar um, að ísland taki utanríkismálin að fullu í sínar hendur. Er svo að heyra, sem allir flokkar séu ásáttir um nauðsyn þess, að málið nái fram að ganga, og því óþarfi að fjölyrða um það hér. 8. grein sambandslaganna er þannig: „Danmörk hefir á hendi gæzlu fiskiveiða í íslenzkri landhelgi undir dönsk- um fána(!), þar til ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að nokkru eða öllu leyti, á sinn kostnað.“ Því hefir verið haldið fram, að landhelgisgæzlu Dana hér við land bæri að skoða sem endurgjald fyrir fiski- veiðaheimild þeirra. Bæði er, að fiskiveiðaréttur Dana ætti ekki að vera til í núverandi formi, enda er land- helgisgæzlan hófsöm. Það nægir, að nefna „Fyllu“ og „Hvidbjörnen“, sem flestir hafa heyrt talað um fyrir annað, en dugnað við landhelgisgæzluna. En svo er annað að athuga við þau ákvæði sambands- laganna, sem nefnd hafa verið og fleiri, og það er það, að þessi ákvæði eru með öllu ósamboðin frjálsum borg- urum í frjálsu og fullvalda ríki. Það er naumast hægt að hugsa sér, að riki sé frjálst og fullvalda, sem leyfir annari þjóð að eiga með sér landið og hafið í kring, og lætur annað ríki fara með utanríkismál og landhelgis- gæzlu, rétt eins og ósjálfráða fáráðlingar væri. Með ákvæðum sambandslaganna, einkum 7. gr., er og gerð tilraun til að þess að tryggja eining Islands og Dan- merkur gagnvart öðrum þjóðum. En það getur verið vafa- samur ábati fyrir Island, t. d. með tilliti til ófriðar og

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.