Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.07.1970, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.07.1970, Blaðsíða 9
Bls. 9 - BRÆBRABANDIÐ - 7. tbl. 1970 fund munu sýna, hvernig það hefur gangið. An efa er margt ðgjört. Margt bíður framkvæmda. Þeir, sem stjórna eiga næstu tvö árin og komandi ár, þurfa ekki að kvíða atvinnuleysi. Island tilheyrir þeim hluta heims, þar sem velmegun rlkir, flest fólk hefur ailsnægtir og fáir líða neyð. Það er kannske éstæðan fyrir þvi, að svo rnikið aþarf að gera til að vinna eina einustu sál. 1 konferensinum teljast 8 söfnuðir. I rauninni eru þeir aðeins sjö, þar sem ekki er lengur hægt að telja söfinuð á Siglufirði. Meðlimatala okkar á Islandi í dag er 479. A tveim undanförnum árum hafa nýir meðlimir bætzt 1 söfnuðinn sem hér segir: 1968 - 14 skírðir 1 tekinn inn án skírnar. Samtals 15 1969 - 10 skírðir 1 tekinn inn án sklrnar. Samtals 11 Samtals eru það þá 26 fyrir tveggja ára tímabil. Til samanburðar má nefna, að á tímabilinu þar á undan skírðust samtals 14. Það voru því 12 fleiri, sem skírðust á þessu tímabili. Á þessu ári, sem við erum í, 1970, hafa 18 þegar bætzt við söfnuðinn. A þessum tveim árum hafa 16 meðlinár lagzt til hvíldar og bíða þeir nú eftir kalli lífgjafans. Vil ég biðja ykkur að standa í stuttri þögn, til minningar um þessi kæru systkini. Sumir hafa flutzt af landi burt, en aðrir konaið. Wetto vöxtur meðliaa érin 1968 og 1969 hefur þvl orðið 10. Starfslið konferensins er: Vígðir prédikarar 2, aðrir prédikarar 2, gjaldkeri 1, skrifstofu- stúlka 1, prentari 1, safnaðarskólakennari 1, afgreiðslumaður 1, við þýðingu og endurskoðun 1, samtals 10, en þrír þessara eru á eftirlaunum og því einungis að hluta launaðir af konferensinum. Við Hlíðardals- skóla er starfandi 8 fastráðið starfsfólk, auk 4 við stundavinnu. Starfsfólk konferensins er því alls 22. Við hugsum með ánægju til þess, að við höfum getað sent starfs- fólk frá okkur út á kristniboðsakurinn á þessu tímabili. Reg Burgess, Denzil og börn þeirra til Eþíópíu, og str. Lilja Sigurðardóttir til Tanzanlu. Útbreiðslustarf. Opinberar samkomur hafa verið haldnar á ýmsum stöðum. Veturinn 1968 hélt fyrrverandi konferensformaður, br. Júlíus Guðmundsson, samkomur I Reykjavík og K«flavík. Br. O.J. Olsen hélt einnig nokkra Biblíulestra á þessum stöðum. Veturinn 1969 hélt núverandi formaður

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.