Austurglugginn


Austurglugginn - 04.09.2008, Blaðsíða 8

Austurglugginn - 04.09.2008, Blaðsíða 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 4. september Undanfarið ár hefur verið ár breyt- inga hjá útgerðarfyrirtækinu Eskju á Eskif irði. Í kjölfar niðurskurðar þorskkvótans í fyrra var frystihús- inu lokað og öllum starfsmönnum þar sagt upp. Skömmu síðar var tog- arinn Hólmatindur SU-1 seldur og sjómönnum þar einnig sagt upp. Austurglugginn ræddi við Hauk Björnsson, framkvæmdastjóra Eskju, um breytingarnar hjá fyrirtækinu, breytingarnar í sjónum og breyting- arnar í sjávarútveginum. Þegar sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð vegna veiða á nýju fisk- veiði ári í byrjun júlí varð ljóst að þorskkvótinn yrði áfram 130 þús- und tonn. Í fyrra var hann skorinn niður úr 193 þúsund tonnum. „Þetta var punkturinn yfir i-ið og kippti grundvellinum undan því að við gætum rekið frystihús. Það var sérhæft í þorski og þetta kostaði okkur hráefnið. Við brugðumst hratt við þegar niðurskurðurinn var ljós, lokuðum frystihúsinu og leigðum hluta kvótans og skiptum öðru út fyrir uppsjávarfisk að minnsta kosti í bili. Við sáum ekki annan kost í stöðunni. Við gátum ekki aukið við kvótann eins og sumir hafa reynt, það er bæði erfitt og dýrt.“ Strax í kjölfarið kom salan á togar- anum. „Við höfðum reynt að selja hann í mörg ár. Hann var olíu- þungur og við horfðum eftir öðru skipi. Hugsanlega hefðum við reynt að nýta kvótann ef togarinn hefði ekki selst,“ segir Haukur og bætir við að kaup á nýjum togara séu ekki í sjónmáli. „Við eigum kvótann og ef hann verður aukinn þurfum við að finna nýtt skip. Við vonum að það gerist en ég sé ekki að neitt stórkost- legt gerist næstu 3-5 árin.“ Haukur segir að eftir sviptingar á seinasta ári standi Eskja ágætlega. Fyrirtækið einbeitir sér að uppsjáv- arfiski en þar séu miklar sveiflur. „Það hefur ríkt mikil óvissa um loðnuna. Við eigum 20% af íslenska kolmunnakvótanum en stofninn hefur fjarlægst, ekki komið inn í íslenska lögsögu í þrjú ár og orðið erfiðra að ná í hann. Síldin er ágæt en stofninn takmarkaður eins og aðrir. Það er gott verð á öllum afurðum í dag og lægra gengi krónunnar hjálpar okkur en á móti erum við skuldsettir. Miðað við þær hremm- ingar sem við höfum þurft að ganga í gegnum gæti staðan verið verri.“ Veiðireynslan ákvarðar kvótann Í sumar hefur makríll gengið inn á Austfjarðamið og skip af öllu land- inu komið með hann til Eskifjarðar. Makríllinn er utan kvóta og hægt er að líkja veiðum á honum við gull- graftaræði. „Makríllinn sem við veiðum er í þannig holdum að erfitt er að vinna hann. Hann er feitur og fullur af átu. Við höfum reynt að frysta hann um borð í Aðalsteini Jónssyni og það fyrsta sem við höfum gert í því lofar ágætu. Makríllinn er alltaf verð- mætur en hann verður enn verðmæt- ari ef við getum nýtt hann til mann- eldis á sama hátt og gert er erlendis. Við höfum mest brætt hann en hann skapar samt gríðarleg verðmæti.“ Veiðar Íslendinga á makríl hafa skapraunað Norðmönnum sem saka okkur um rányrkju. „Ég skil ósköp vel að þeim finnist þetta ekki nógu gott en þeir geta ekkert að þessu gert. Fiskurinn kom hingað og þá getum við veitt hann. Við nýtum okkur ástand sem er, þetta er nýr stofn við landið. Makríllinn sást fyrst í smáum hópum fyrir þremur árum, talsvert í fyrra en í ár hefur orðið algjör sprenging.“ Haukur gerir sér grein fyrir að gullgrafaraæðið varir ekki endalaust. Fyrr eða síðar kemur til kvótasetningar. „Það sjá allir að það gengur ekki endalaust að moka honum upp á þennan hátt. Fyrr eða síðar verður hann kvótasettur hér, hugsanlega með samningum við önnur lönd því þetta er stofn sem flakkar á milli hafsvæða. Þá getum við veitt hann annars staðar á betri tíma. Reglan er að veiðireynsla hefur ákvarðað kvóta. Það er eðlilegt að þeir sem leggja í kostnað við að veiða fiskinn njóti þess.“ Seglskipið Aðalsteinn Jónsson? Fiskiskipaflotinn er olíufrekur og hækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti kemur við útvegsfyr- irtæki eins og aðra. Eskja brást við með að koma svartolíubúnaði fyrir í Aðalsteini Jónssyni í sumar. „Við höfum lengi verið með svartolíu á öðrum skipum og áttum allan búnað fyrir Aðalstein. Við settum það um borð í sumar og ég held það hafi skilað sér ágætlega.“ Engir augljósir aðrir orkugjafar eru inni í myndinni en Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur skoðað segl fyrir skipin. Hjá Eskju er fylgst með stöðu þeirra mála en Haukur viðurkennir að hann hafi ekki kynnt sér búnaðinn nákvæmlega. „Ég held þetta séu ekki segl eins og á gömlu sjóræningjaskipunum,“ segir hann og brosir. „Það væri hentugt að geta siglt fyrir vindorku, hún kostar ekki neitt. Ég hef spurt skipstjórann og aðal- eigandann (Þorstein Kristjánsson) hvort þetta sé hugsanlega möguleiki fyrir Aðalstein. Hann heldur að það sé jafnvel hægt að nota búnaðinn við tog. Til þess þarf öflugan búnað, við erum með 7000 hestafla vélar í skip- unum til að toga trollin.“ Halda fast í sínar aðferðir Veiðar á loðnu voru stöðvaðar um tíma á seinustu vertíð eftir að mæl- ingar Hafrannsóknarstofnunar sýndu enga loðnu. Hún fannst um síðir, veiðum var haldið áfram og útgerðarmenn glöddust. Haukur segir þá setja stór spurningamerki við aðferðafræði stofnunarinnar. „Þeir halda mjög fast í sínar aðferðir. Það sýndi sig í vetur þegar þeir mældu loðnu á þeim slóðum þar sem þeir vilja helst ekki mæla hana. Ég efast ekki um að það sé eitthvað minna af henni en þessi vísindi virðast ekki nógu örugg. Mér finnst menn hjá stofnuninni tilbúnir til að ræða gagnrýni en ekki gera mikið við Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju Útgerðarfyrirtækin ekki lengur félagsstofnanir Um þorskkvótann: „Við eigum kvótann og ef hann verður aukinn þurfum við að vinna nýtt skip. Við vonum að það gerist en ég sé ekki að neitt stórkostlegt gerist næstu 3-5 árin.“ Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.