Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 3

Fréttablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 3
2 2 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 2 Svartur á þríleik Lífið ➤ 34 Elskum raðmorðingja Lífið ➤ 32 Ein helstu rökin fyrir einka- sölu ríkisins á áfengi eru að hún takmarki aðgengi. Á síð- ustu 30 árum hefur þó fjöldi verslana ÁTVR fjórfaldast. bth@frettabladid.is LÝÐHEILSA Sala á áfengi, mæld í vínanda, á tímabilinu 1980 til 2020, fór úr þremur lítrum á mann upp í sex lítra á hvern Íslending, 15 ára og eldri. Þetta kemur fram ef rýnt er í tölur Hagstofunnar. Svanhildur Hólm Valsdóttir hjá Viðskiptaráði Íslands segir ein helstu rökin fyrir einkasölu ríkisins vera að með henni sé verið að tak- marka aðgengi. Á síðustu 30 árum hafi þó fjöldi áfengisverslana ÁTVR fjórfaldast, verslanir séu orðnar um 50 talsins og afgreiðslutími lengdur. Veitingastöðum sem selja áfengi hefur einnig fjölgað mikið, brugg- staðir hafa fengið heimild til að selja „beint frá býli“ og áfengiskaup í gegnum internetið hafa stóraukið aðgengi að áfengi á sama tíma og fé til forvarna hefur verið skorið niður. Nokkrir Framsóknarþingmenn, undir forystu Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur sem situr í velferðar- nefnd Alþingis, standa nú að frum- varpi um að ÁTVR fái rýmri heim- ildir til sölu á áfengi alla daga ársins. Hafdís segir einn megintilgang frum- varpsins vera að halda sölu á áfengi inni í sérbúðum ÁTVR með því að auka þjónustu en missa ekki söluna í almennar matvörubúðir. Ársæll Arnarson, prófessor og faglegur stjórnandi Íslensku æsku- lýðsrannsóknarinnar, segir drykkju ungmenna virðast vera að aukast í seinni tíð. „Við sitjum eftir með ákveðinn hluta af börnum sem drekka áfengi, upp undir 30 prósent af tíundubekkingum hafa drukkið áfengi samkvæmt nýjustu rann- sóknum,“ segir Ársæll. „Unglingar eru endalaus skot- mörk áfengisframleiðenda. Það er dapurlegt ef við ætlum að fórna þeim mikla árangri sem náðst hefur,“ segir Ársæll. Árni Einarsson forvarnafulltrúi segir að það vanti samfélagssátta- mála um stefnu í málaflokknum. SJÁ SÍÐU 10 Áfengisdrykkja hefur tvöfaldast og fjöldi áfengisverslana fjórfaldast Árni Einarsson, forvarnafulltrúi BúÚH! Graskerin eru komin! Komdu ef þú þorir! Stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar Framlag þitt rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins EFNAHAGSMÁL Í gær hækkaði Seðla- bankinn stýrivexti sína í níunda sinn frá því í maí í fyrra og í fimmta sinn á þessu ári. Áhrif hækkunarinnar eru mest á þau sem eru með lán á breytilegum vöxtum, eins og áður. Jóhann Páll Jóhannsson, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að um enn eitt höggið sé að ræða fyrir þann hóp. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklings- sviðs hjá Íslandsbanka, segir að hækkanirnar og örar breytingar á vaxtamarkaði muni hafa þau áhrif að enn erfiðara verði fyrir fyrstu kaupendur fasteigna að komast inn á húsnæðismarkaðinn á Íslandi. SJÁ SÍÐU 4  Hærri stýrivextir enn eitt höggið SÁÁ hélt í gær tónleika í tilefni af 45 ára afmæli samtakanna. Viðburðurinn fór fram í Háskólabíó en þar steig á svið einvalalið íslensks tónlistarfólks, nánar tiltekið þau Emmsjé Gauti, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Bubbi Morthens, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Karlakórinn Fóstbræður. Fjöldi gesta mætti og fagnaði afmælinu og var gleðin við völd. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.