Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 6
Í kærum tveggja ein- staklinga er vísað til þess að kosningakærur þeirra hafi ekki hlotið næga rannsókn. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 Alvöru jeppi – alvöru fjórhjóladrif - Eini jeppinn í sínum stærðarflokki með lágt drif Einungis nýir Jeep frá ÍSBAND eru með 5 ára ábyrgð! JEEP.IS JEEP RENEGADE TRAILHAWK 4XE PLUG-IN HYBRID PLUG-IN HYBRID ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID EIGUM LOKSINS TIL AFHENDINGAR bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Í kærum tveggja ein- staklinga til Mannréttindadóm- stólsins vegna afgreiðslu Alþingis á kærum þeirra vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi í fyrrahaust kemur fram að kærendur telja að brotið hafi verið gegn 3. grein 1. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um frjálsar kosningar. Kærendur telja að málsmeðferð hafi brotið gegn reglum þar sem verulegir annmarkar hafi verið á vörslu og meðferð kjörgagna á milli fyrri og síðari talningar atkvæða í kjördæminu. „Það er í raun óumdeilt að þessir annmarkar hafi verið fyrir hendi, samanber greinargerð undirbún- ingsnefndar fyrir rannsókn kjör- bréfa og tillögu meirihluta kjör- bréfanefndar,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður hjá Ríkis- lögmanni. „Það sem er ágreiningur um er hvort ætla megi að þessir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar.“ Ríkið kannar að sögn Guðrúnar Sesselju alltaf sáttagrundvöll í svona málum, enda beri aðilum að gera það. „Það var gert í þessu máli í sím- tali við lögmann kærenda en engin sáttatilboð voru lögð fram af hálfu ríkisins.“ Í kærum einstaklinganna tveggja, Guðmundar Gunnarssonar og Magnúsar Davíðs Norðdahl, er vísað til þess að kosningakærur þeirra hafi ekki hlotið næga rann- sókn og að Alþingi sé eini bæri úrskurðaraðilinn um gildi kosninga samkvæmt 46. grein stjórnarskrár. „Í því fælist að þingmenn væru í raun úrskurðaraðilar hvað varðar kosningakærurnar og að þessir þingmenn hefðu sjálfir hagsmuna að gæta, þar sem ógilding kosningar í Norðvesturkjördæmi og upp- kosning í framhaldinu hefði getað haft þau áhrif að þeir næðu ekki kosningu til Alþingis,“ segir Guðrún Sesselja. Einnig er byggt á því í kærunum að kærendum hafi ekki staðið til boða raunhæft réttarúrræði til að bera ákvörðun Alþingis um gildi kosninga í Norðvesturkjördæmi undir annan úrskurðaraðila, svo sem dómstóla. n Umdeilt hvort annmarkar kosninganna hafi haft áhrif á úrslit Sanna Magda­ lena Mörtudótt­ ir, borgarfulltrúi Sósíalista bth@frettabladid.is REYKJAVÍK Tillaga Sósíalista um áskorun til ríkisins vegna leiguþaks og leigubremsu var felld á fundi í borgarstjórn í fyrradag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, segir niður- stöðuna vonbrigði. Hún flutti ræðu á fundinum um mikilvægi þess að settar verði hömlur á okur á leigj- endum. Sanna segir könnun sýna að yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna vilji að tekið verði upp þak á húsa- leiguverð og svokölluð leigubremsa. „Leigjendur eru oft fastir á milli lágra tekna og okurleigu.“ n Segir leigjendur fasta í vítahring Vaxtahækkanir Seðlabank- ans eru enn eitt höggið fyrir fólk með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum að mati þingmanns Samfylkingar- innar. Framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs hjá Íslands- banka segir hækkanirnar og örar breytingar á vaxtamark- aði vera áhyggjuefni. lovisa@frettabladid.is jonthor@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Í gær hækkaði Seðla- bankinn stýrivexti sína í níunda sinn frá því í maí í fyrra og í fimmta sinn á þessu ári. Áhrifin eru mest á lán sem eru með breytilega vexti, eins og áður. Sem dæmi um breyt- ingar á greiðslubyrði var afborgun af 40 milljóna króna óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og jöfnum greiðslum, tekið á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 til 40 ára, 152.697 krónur en væri 260.407 ef það yrði tekið í dag. Jóhann Páll Jóhannsson, þing- maður Samfylkingarinnar, segir vaxtahækkunina vera einn eitt höggið fyrir fólk með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. „Í þessum hópi eru jafnvel tiltölulega tekjulág heimili sem skriðu í gegn- um greiðslumat á Covid-tímanum, fólk sem tók mark á yfirlýsingum um að við værum að sigla inn í var- anlegt lágvaxtaumhverfi og horfir núna upp á greiðslubyrðina hækka ævintýralega, jafnvel um meira en hundrað þúsund krónur á mánuði.“ Áður hefði vaxtabótakerfið gripið þessi heimili, segir Jóhann. „En rík- isstjórnarflokkarnir hafa brotið það niður og í staðinn beint húsnæðis- stuðningi til tekjuhærri heimila í formi skattfríðinda vegna séreignar- sparnaðar.“ Jóhann kallar eftir markvissum aðgerðum til að að verja skuldsett og tekjulág heimili. Hann segir að til að slíkar stuðningsaðgerðir hafi ekki þensluáhrif verði að fjármagna þær með hærri sköttum „á breiðu bökin“. „Það verður nefnilega líka að taka slaginn gegn verðbólgunni á ríkisfjármálahliðinni, annars munu vextir haldast háir og heimilin súpa seyðið af því,“ segir Jóhann Páll. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklings- sviðs hjá Íslandsbanka, segir að hækkanirnar og örar breytingar á vaxtamarkaði muni hafa þau áhrif að það verði enn erfiðara fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á markaðinn. „Og það er áhyggjuefni,“ segir hún. Spurð út í stöðu fólks sem hafi kannski keypti fyrir ári sína fyrstu eign, fengið greiðslumat og eigi núna í erfiðleikum segir Sigríður að því standi ýmsir valkostir til boða. Það þurfi ekki endilega að selja. „Það sem var það frábæra við vaxtastigið eins og það var, var að það var raunhæfur kostur að fara í óverðtryggt lán því þannig er eignamyndunin oftast nær hrað- ari. En það sem er að gerast núna þegar vaxtastigið er orðið hátt í óverðtryggðum lánum er að færri hafa efni á að vera með þannig lán sökum aukinnar greiðslubyrðar en þá er hægt að skoða endurfjár- mögnun. Enn fremur geta fyrstu kaupend- ur nýtt úrræði ríkisins og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði inn á mánaðarlegar af borganir óverð- tryggðra lána, sem getur kannski dugað í einhverjum tilfellum án þess að færa sig á milli lánsforma,“ segir Sigríður Hrefna og að það ferli sé orðið miklu einfaldara en það var áður. „Fólk getur leitað í verðtryggt skjól en það er ekkert óskastaða að fólk flykkist þangað. En það er óhjá- kvæmilegt að það gerist,“ segir Sig- ríður og bendir á að fólk geri það nú í auknum mæli. Hún segir að enn sjáist ekki nein merki um væntanlega greiðsluerfið- leika og að enn séu vanskil og fyrir- spurnir tengdar þeim og greiðslu- erfiðleikum í sögulegu lágmarki hjá bankanum. „Fólk ræður enn við af borgan- irnar og vaxtahækkanir en það þrengir að annars staðar,“ segir hún og að fólk hafi búið við ákveðin kjör, getað leyft sér eitthvað, en að það sé mögulega að breytast núna. „Það þrengir að og fólk lætur lánið ganga fyrir því þetta eru heimili þess.“ n Hærri vextir Seðlabankans þrengi að Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækk­ aðir í níunda sinn frá því í maí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Jóhann Páll Jóhannsson, þing­ maður Samfylk­ ingarinnar. kristinnpall@frettabladid.is MÚLAÞING Byggðarráð Múlaþings hefur samþykkt að óska eftir áliti Veðurstofu Íslands um hvort heft útbreiðsla á lúpínu á gæti dregið úr hættu á skriðuföllum. Tillagan var samþyk kt án atkvæðagreiðslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík tillaga er lögð fram, það var áður gert árið 2015. n Lúpína hafi áhrif á skriðuföll 4 Fréttir 6. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.