Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 14
Þetta ríka
samfélag
verður að
fara að
ákveða
hvar við
ætlum að
forgangs-
raða fjár-
munum.
Við
eigum að
leysa
þessa
hluti.
magdalena@frettabladid.is
Una Jónsdóttir, forstöðumaður
hagfræðideildar Landsbankans,
segir að vænta megi nokkuð mynd
arlegs hagvaxtar á þessu ári. Þetta
sagði hún í sjónvarpsþættinum
Markaðinum sem sýndur var á
sjónvarpsstöðinni Hringbraut í
gærkvöldi.
„Við höfum fengið tölur um
landsframleiðslu á fyrri hluta árs
sem eru mjög sterkar. Einkaneyslan
á fyrri helmingi ársins var einnig
mikil,“ segir Una og bætir við að
heimilin hafi verið að vinna upp
neyslu sem færðist til vegna farald
ursins.
„Vísbendingar eru um mikinn
hagvöxt á fyrri helmingi ársins en
ég held að það fari aðeins að hægja
á því eftir þetta ár.“
Í þættinum var einnig rætt um
stýrivaxtahækkun Seðlabankans
sem tilkynnt var um í morgun og
verðbólguhorfur. Peningastefnu
nefnd Seðlabankans tilkynnti í
morgun að stýrivextir yrðu hækk
aðir um 0,25 prósentustig og standa
þeir því nú í 5,75 prósentum.
Una segir að á fundi peninga
stefnunefndar í gærmorgun hafi
mátt greina annan tón en verið
hefur.
„Það var hægt að lesa það út
úr þessum fundi og sérstaklega
umræðunni sem fór fram í kjöl
farið að það er kominn annar tónn
í Seðlabankann. Seðlabankastjóri
gaf það í skyn að toppnum væri
náð í vaxtahækkunarferlinu. En
það byggir á stöðunni eins og hún
er núna. Það getur svo sem margt
breyst fram að næsta fundi.“ n
Hagvöxtur á þessu ári verði þó nokkur
Una Jónsdóttir,
forstöðumaður
hagfræðideildar
Landsbankans
Formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga segist
ekki trúa öðru en að ríkið taki
við sér og fjármagni að fullu
lögbundna þjónustu sveitar
félaga. Ellegar séu loforð
stjórnmálamanna um aukna
þjónustu í viðkvæmum mála
flokkum orðin tóm.
ggunnars@frettabladid.is
Sveitarfélögin sendu frá sér harð
orða yfirlýsingu í síðustu viku um
bága fjárhagsstöðu sveitarfélaga
um allt land. Vandinn er rakinn til
skorts á fjármagni frá ríkinu. Þar
muni langmest um málaflokk fatl
aðs fólks, sem sveitarfélögin segja
fjársveltan.
Heiða Björg Hilmisdóttir, nýkjör
inn formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga og borgarfulltrúi Sam
fylkingar, segir eðlilegt að fólk upp
lifi almennt að lítið gerist í umræðu
um mikilvæga opinbera þjónustu.
„Nú hef ég verið á þessum vett
vangi í átta ár og mér finnst óþarf
lega margt enn á umræðustigi eftir
allan þennan tíma. Og það er ekki
gefandi eða uppbyggilegt. En mér
finnst þetta standa upp á okkur
stjórnmálamennina. Hvort sem við
störfum á vettvangi sveitarfélaga
eða á Alþingi. Við eigum að leysa
þessa hluti.“
Heiða neitar að trúa því að ekki
verði hægt að leysa þennan vanda
sem hefur verið að magnast upp
varðandi fjármögnun málaflokks
fatlaðs fólks.
„Það eru allir sammála um stöð
una. Það vita allir að fjármagnið frá
ríkinu dugar ekki til að veita þessa
lögbundnu þjónustu. Þess vegna
trúi ég ekki öðru en að það verði
hægt að leysa þetta fyrir lok árs.“
Í framhaldinu telur Heiða ekki
síður mikilvægt að ræða hvernig
við ætlum að haga málum þegar
ríkið ákveður að setja ný lög, auka
þjónustu en sneiði svo hjá því að
láta fjármagn fylgja með.
„Því annars erum við bara að
tala um innantóm loforð stjórn
málamanna um bætta þjónustu
sem engin leið er að standa við.
Það bitnar á endanum á þeim sem
sannarlega eiga rétt á þjónustunni
og hafa bundið vonir við fyrirheit
stjórnmálamanna,“ segir Heiða.
Greining starfshóps félagsmála
ráðherra um rekstur málaf lokks
fatlaðs fólks sýnir að hallinn á mála
flokknum árið 2020 nam 8,9 millj
örðum króna. Samband sveitar
félaga áætlar að hallinn nemi nú um
12 til 13 milljörðum króna.
Innantóm loforð ef fjármagn vantar
Heiða Björg
Hilmisdóttir,
formaður Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga,
vill að ríkið
bregðist hratt
við í fjársveltum
málaflokki
fatlaðs fólks.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
En þótt málaf lokkur fatlaðs
fólks hvíli þungt á sveitarstjórnar
fólki um þessar mundir þá segir
Heiða fleira koma til sem valdi því
að reksturinn sé í járnum. Stærsti
einstaki liðurinn sé málaf lokkur
fatlaðs fólks en það sé víðar í rekstri
sveitarfélaga sem verkefni hafi
vaxið og það hafi í för með sér auk
inn kostnað.
„Börn með fjölþættan vanda eru
eitt dæmið. Það eru mjög dýr úrræði
sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun
um sveitarfélaga því þau voru áður
á höndum ríkisins. Svo eru í gildi
samningar um rekstur hjúkrunar
heimila víða um land. Þar vantar
líka heilmikið upp á svo tekjur dugi
fyrir útgjöldum og þar hafa sveitar
félögin brúað bilið.
Þegar allt leggist á eitt, tekjur
dragast saman í gegnum heimsfar
aldur og kröfur um aukna þjónustu
aukast á sama tíma segir Heiða að
sigið hafi á hratt á ógæfuhliðina í
rekstrinum.
„Við erum að taka á móti f lótta
fólki frá Úkraínu. Göfugt verkefni
sem við erum öll hlynnt. En sú
þjónusta er veitt að stærstum hluta
í sveitarfélögunum. Þar hefur heldur
ekki fylgt fjármagn. Til dæmis til að
hjálpa börnum á grunnskólaaldri
sem þurfa að komast inn í nýtt
tungumál og nýja menningu.“
Staðan sé því orðin þannig að
mati Heiðu að sveitarfélög neyðist
til að draga úr fjárfestingum, fresta
viðhaldi og rifa seglin í þjónustunni.
„Við getum ekki haldið svona
áfram. Þetta ríka samfélag verður
að fara að ákveða hvar við ætlum
að forgangsraða fjármunum. Það
er auðvelt að tala um að skera niður
en hverju ætlum við að fórna? Það
er eilífðarverkefni sveitarfélaganna
að finna út úr því hvernig best er að
standa að þjónustu og rekstri. Ein
leiðin er til dæmis að fækka starfs
fólki en þá má ekki gleyma því að
f lestallt starfsfólk sveitarfélaga
veitir nærþjónustu. Ef það hverfur á
braut þá finna íbúarnir óhjákvæmi
lega fyrir því. En það er bara staðan
sem er uppi ef ekkert verður að
gert,“ segir Heiða Björg að lokum. n
olafur@frettabladid.is
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
segist vona að ekki muni þurfa
frekari vaxtahækkanir til að hemja
verðbólgu hér á landi.
Ásgeir og Rannveig Sigurðar
dóttir, varaseðlabankastjóri pen
ingastefnu, kynntu í gærmorgun
ákvörðun peningastefnunefndar
um að hækka stýrivexti um 0,25
prósent.
Aðspurður sagði Ásgeir á fund
inum að hann sæi jákvæð merki í
fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar
innar, sem gerir ráð fyrir hátt í 200
milljarða halla á næsta ári.
Hann segir mikið undir því
komið að ríkisfjármálastefnan,
atvinnulífið og Seðlabankinn rói
öll í sömu átt og segir Seðlabankann
ekki munu hika við að hækka vexti
enn frekar ef tilefni verði til þess.
Ásgeir og Rannveig segja verð
bólgu spá bankans frá því í ágúst
hafa verið of svartsýna, verðbólga
hjaðni nú hraðar en þá var búist við.
Ásgeir segir horfur í því að hér á
landi dragi úr hagvexti á komandi
mánuðum og misserum vegna
vandræða í efnahagslífi helstu við
skiptaríkja okkar sem muni óhjá
kvæmilega hafa áhrif hér á landi,
efnahagshremmingar erlendis hafi
neikvæð áhrif á útflutningsgreinar
okkar og ferðaþjónustuna.
Ásgeir segir athyglisverða þá hug
mynd að beita séreignarsparnaði
sem tæki gegn þenslu en efast um að
sátt yrði um slíkt. Hann segir Seðla
bankann beita mörgum tækjum
gegn verðbólgu, sú barátta sé til að
vernda kaupmátt í þágu heimila og
fyrirtækja. n
Frekari hækkanir
vonandi óþarfar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
vonast til að vaxtahækkunin nú sé
sú síðasta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
12 Fréttir 6. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 6. október 2022 FIMMTUDAGUR