Fréttablaðið - 06.10.2022, Page 16

Fréttablaðið - 06.10.2022, Page 16
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ríkisstörf- um fjölgaði um tæp- lega fjórtán hundruð á síðasta ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Byggða- stofnunar. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Verðbólga herjar á landsmenn. Þeir sem vilja koma sparifé sínu í verðtryggt skjól fá skilaboð um að slíkt fé skuli læst inni í þrjú ár. Þrjú ár er alllangur tími. Hverju sætir að ekki er unnt að fá verðtryggð kjör nema binda féð svo lengi? Þessi regla er ekki náttúrulögmál. Í lögum um vexti og verðtryggingu segir að Seðla- bankinn geti að fenginni staðfestingu ráðherra ákveðið lágmarkstíma verðtryggðra innstæðna. Reglur bankans eru um þriggja ára binditíma. Hvers vegna? Frá 1994 þurftu innstæður að vera bundnar í eitt ár til að njóta verðtryggingar. Í greinargerð með frumvarpi til vaxtalaga 1995 segir að í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar komi fram að unnið verði að því að draga úr verðtryggingu í áföngum. Óski því viðskiptaráðherra þess að Seðlabankinn leggi fram tillögur um lengingu á lágmarkstíma verðtryggðra innstæðna og lána. Þarna er rótin: Til að draga úr vægi verðtryggingar (óljóst markmið en er dulmál sem merkir staðfastan ásetning um að gera ekki neitt) fyrir tæpum þremur áratugum var binditími verðtryggðra innstæðna lengdur úr einu ári í þrjú ár. Hefur þetta atriði leitt af sér minna vægi verðtrygg- ingar? Telja má fullreynt eftir tæpa þrjá áratugi að svo er ekki. Aukin vernd fyrir neytendur? Nei, þvert á móti. Heimilin mega bera verstu ágalla verðtryggingar en er torveldað að njóta hagræðis af henni. Þurfa bankarnir á þessu að halda? Þeir ættu að vera einfærir um að sjá um eigin áhættustýringu. Þriggja ára reglan er því ekkert annað en ríkisafskipti af frjálsum skiptum fólks við viðskiptabanka sína. Reglan er á valdi Seðlabankans og mætti fella brott með einu pennastriki að fengnu samþykki ráðherra. Og meðal annarra orða: Verðbætur reiknast í lögum um tekjuskatt sem tekjur. Þær eru það ekki heldur upp- bót vegna eignarýrnunar og því rangt að telja þær til tekna til skattlagningar. Er einhver á vaktinni? n Óþörf og íþyngjandi ríkisafskipti Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og fv. alþingismaður Heimilin mega bera verstu ágalla verðtrygg- ingar en er torveldað að njóta hagræðis af henni. benediktboas@frettabladid.is Hlutleysi er afstaða Framhaldsskólar landsins standa með gerendum í kynferðisbrota- málum. Það að skólarnir velji að fara þá leið er ansi merkileg afstaða. Því þögn og hlutleysi er afstaða sem stendur með ger- endum. MH virðist gegnsýrður af gerendameðvirkni þar sem meintir nauðgarar og kynferðisbrotamenn geta fengið að brjóta af sér án afleiðinga. Nemendur hafa fengið nóg af aðgerðaleysi skólans og gefa honum fingurinn. Ætla að labba út klukkan 11. Trúlega mun skólinn ekki standa með þessari byltingu og nemendur munu fá sína refsingu í kladdann. Enda þarf að fara eftir lögum. Prófa að breyta Byltingar sem hafa byrjað í skólum hafa oft sparkað svo rækilega í afturenda yfirvalda að ekki er hægt annað en að breyta kerfinu. Loftslagsmálin voru í miklum ólestri þegar Greta Thunberg fór að skrópa í tíma til að mótmæla. Össur Skarphéðinsson mótmælti á sínum tíma fyrir hönd stúdenta 1973. Sagði við þingheim: „Við hlustum ekki á kristalskúlu gamallar völvu kapítalismans.“ Unga fólkið í dag vill breytingar og spyr einfaldrar spurninga. Af hverju má ekki standa með þolendum? Það leikur sér enginn að því að saka einhvern um kynferðisbrot. Svo af hverju má ekki prófa það? Snúa dæminu við. Er það eitthvað flókið? n FIMMTUDAGA KL 19.30 OG 21.30 SUÐURNESJAMAGASÍN Það stendur yfir ríkisvæðing á Íslandi. Pólitískur vilji til þess arna er einbeittur og afdráttarlaus. Öllum stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi liggur jafn mikið á í þessum efnum, allt frá hægri, yfir miðjuna og þaðan til vinstri. Krafa þessara afla er að fjölga ríkisstarfs- mönnum að miklum mun, hækka við þá laun og setja á laggirnar nýjar stofnanir eða stækka þær sem fyrir eru. Fyrri met í þessum efnum voru slegin í fyrra. Og það má greina ánægjuhroll innan kerfisins sem strýkur á sér bústinn magann. Ríkisstörfum fjölgaði um tæplega fjórtán hundruð á síðasta ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um staðsetn- ingu starfa á vegum hins opinbera. Þetta er vel í lagt, rösklega fimm prósenta fjölgun á einu ári, raunar sú mesta sem mælst hefur á einu ári frá því stofnunin byrjaði að fylgjast með útþenslu báknsins á Íslandi. Og svo þessi þróun sé orðuð með enn skýr- ari hætti; ríkisstarfsmennirnir eru fjórum þúsundum fleiri en fyrir bara sjö árum. Einkageirinn, þar sem hlutfallslega lang- mestu verðmætin verða til á Íslandi, horfir á þessa vegferð undrunaraugum, milli þess sem hann hristir hausinn. Og það er ekki aðeins vegna þess að ríkisstarfsmenn skuli núna vera orðnir samtals vel yfir 26 þúsund talsins – og fjölgi nú árlega um meira en þúsund manns, heldur ekki síður vegna þess að það er ríkið sem leiðir nú launa- þróunina í landinu með því að yfirbjóða starfsmenn einkafyrirtækjanna. Og þeir láta ekki segja sér það tvisvar að komast í öruggt skjól innan embættismannakerfisins og allra handa stofnana á betri kjörum og við meira atvinnuöryggi en nokkur annar geiri atvinnulífsins getur boðið upp á. Og allt þenst út, allt frá minnstu undirstofn- unum til æðstu stjórnar ríkisins. Þar á bænum er raunar runnið á menn ráðningaræði í bland við sjálftökusukk hvað launakjörin varðar. Þingmenn hafa farið þar einna fremstir í flokki í að skara eld að eigin köku. Mánaðar- laun þeirra hafa á síðustu misserum hækkað sem nemur tugum prósenta. Og verði menn ráðherrar geta þeir valið um 27 aðstoðar- menn, langtum fleiri en nokkru sinni, en laun þess afmarkaða hóps hafa hækkað um 70 pró- sent í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þetta er ríkisvæðingin. Almenningur borgar. Og svona kjarabætur eru óhugsandi fyrir hann. n Ríkisvæðing SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 6. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.