Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 21

Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 21
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 6. október 2022 Marilyn Monroe með manni sínum Arthur Miller. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Augu heimsins beinast enn og aftur að kynbombunni Marilyn Monroe, 60 árum eftir dauða hennar. Ástæðan er kvikmyndin Blonde sem Netflix frumsýndi í síðustu viku um ævi kvikmynda- stjörnunnar. Myndin er byggð á samnefndri sögu Joyce Carol Oates og með hlutverk Marilyn fer kúb- verska leikkonan Ana de Armas. Í myndinni er kafað ofan í erfiða tíma í lífi stjörnunnar, þar á meðal æskuárin og baráttu hennar við læknadóp sem kostaði hana lífið. Hjónaböndin með hafnabolta- hetjunni Joe DiMaggio og leik- skáldinu Arthur Miller eru einnig í sviðsljósinu. Eftir að hafa séð myndina velta margir fyrir sér hvort Marilyn hafi í raun orðið barna auðið, en í raun og veru eignaðist hún engin börn þó að hún hafi þráð móður- hlutverkið, þrátt fyrir erfiða æsku vegna vanhæfni eigin foreldra. Hún var sett í fóstur og kynntist þá ævintýraljóma kvikmyndanna. „Mér líkaði ekki vægðarlaus veröldin í kringum mig,“ sagði Marilyn í viðtali við tímaritið Life árið sem hún dó. „Sumar fóstur- fjölskyldurnar sendu mig í bíó til að losna við mig úr húsinu og þar sat ég dagana langa og fram á kvöld. Ég elskaði að sitja á fremsta bekk, lítil stúlka frammi fyrir risa- stóru hvíta tjaldinu.“ Marilyn Monroe missti þrisvar fóstur á meðan hún var gift Arthur Miller. n Vægðarlaus veröld ljósku G. Erla Leifsdóttir, eigandi Timberland, með The Original Yellow Boot, frægasta skó Timberland sem verður 50 ára á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Grænn og betri heimur fyrir alla Í tilefni tuttugu ára afmælis Timberland á Íslandi var Alzheimersamtökunum afhent höfð- ingleg gjöf að upphæð ein milljón króna við hátíðlega athöfn í Timberland í Kringlunni. 2 QUICK CALM Vellíðan - skerpa Fæst í Fjarðarkaup, www.celsus.is FLJÓTVIRKT FRÁBÆR MEÐMÆLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.