Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Samfélagsleg ábyrgð hefur frá fyrstu tíð verið mikilvæg hjá Timberland og við leggjum áherslu á að koma á framfæri markmiðum og aðgerðum sem Timberland vinnur að, en þar má nefna að framleiðslan verði kolefnisjöfnuð árið 2030,“ segir Guðrún Erla Leifsdóttir, eigandi Timberland á Íslandi. Erla segir Timberland ávallt hafa leitast við að lágmarka áhrif fram- leiðslunnar á umhverfið og einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum, bæði í Bandaríkjunum og ekki síður víðs vegar um heiminn þar sem vörur fyrirtækisins eru fram- leiddar. „Í dag er nánast öll bómull til framleiðslunnar lífrænt ræktuð og þar með er notað minna vatn og minna af eiturefnum við ræktun- ina. Þá er fóðrið í f lestum skóm unnið úr plastúrgangi, dúnninn í vetrarúlpunum er endurunninn og svona mætti lengi telja,“ greinir Erla frá. 8.000 kílómetra tréveggur Timberland hefur um áratuga- skeið verið leiðandi í umhverfis- og samfélagsmálum, bæði í gegnum framleiðsluna, með stuðningi við bændur og framleiðendur, og í ein- stökum verkefnum þar sem börn og fullorðnir fá gefins skó og fleira. „Um allan heim er fjöldi verk- efna í gangi hjá Timberland. Þar sem loftslagsmálin eru í dag afar brýn er eitt verkefnanna, sem lögð er mikil áhersla á um þessar mundir, ræktun trjáa og er mark- miðið að gróðursetja 50 milljónir trjáa á næstu fimm árum. Þetta verkefni er unnið með nokkrum félögum í ýmsum heimsálfum og meðal annars á að reisa 8.000 kílómetra langan trévegg yfir þvera Afríku,“ upplýsir Erla um verkefnið sem kallast „The Great Green Wall“. „Verkefnið felst meðal annars í því að efla bændur og kenna þeim nýjar aðferðir við ræktun til að berjast gegn áhrifum þurrka og loftslagsbreytinga. Þá hefur Timber land ávallt lagt ríka áherslu á aðbúnað verkafólks í verk- smiðjum framleiðenda, komið að mörgum verkefnum þar sem skóm og fatnaði er útdeilt á meðal þeirra sem minna mega sín, og svo framvegis. Hér á landi hefur félagið stutt ýmis mannúðarmál í gegnum árin en því miður höfum við ekki enn komið því í verk að rækta land eða skóga, en það kemur vonandi að því,“ segir Erla. Hlúð að heilabiluðum Ástæða þess að Erla og eiginmaður hennar, Samúel Guðmundsson, ákváðu að gefa Alzheimersamtök- unum eina milljón króna í tilefni 20 ára afmælisins er persónuleg. „Við búum í Hafnarfirði þar sem samtökin opnuðu nýlega glæsi- lega aðstöðu í gamla St. Jósefs- spítalanum fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóm. Oddfellow-samtökin gáfu Alz- heimer samtökunum alla vinnu við endurnýjun húsnæðisins, sem er einkar glæsilegt. Þar ætti að vera hægt að hlúa vel að þeim sem leita til samtakanna,“ segir Erla. Í húsnæði samtakanna er jafn- framt rekin ný þjónustueining sem fengið hefur nafnið Seiglan, þar sem fólki sem er nýlega greint með heilabilunarsjúkdóm er veitt þjónusta. „Um er að ræða mjög mikil- vægan hlekk í vegferð fólks sem greinist með heilabilunarsjúk- dóma því virkni er mikilvæg frá fyrsta degi. Í Seiglunni er unnið eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og markvisst hvatt til og unnið með líkamlega, hugræna og félags- lega virkni, en allt eru það þættir Hér má sjá Erlu og Samúel, eigendur Timberland, afhenda Alzheimersamtökunum milljón í tilefni 20 ára afmælis Timberland á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vetrarlínan í skóm Timberland er æðisleg og fæst nú í hvítu, svörtu og með háum hælum. Verslanir Timber land eru fullar af frábær- um herrafatnaði fyrir veturinn; bómullarbolum, skyrtum, hlýjum og góðum peysum og úlpum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK tækifæri til að taka við þessari góðu verslun og tryggja að Timber- land-vörur verði áfram í boði hér á landi. „Með því teljum við okkur geta lagt okkar af mörkum við að fram- fylgja markmiðum Timberland um betri nýtingu auðlinda og grænni heim fyrir alla. Framlag okkar til Alzheimersamtakanna er bara lítill hluti af því fé sem þarf til að reka samtökin og þar eru fjölmargir sjálfboðaliðar sem gefa vinnu sína til að gleðja samborgara sína. Það er virkilega fallegt að slíkt skuli enn vera við lýði hér á landi.“ n Timberland er í Kringlunni og Smáralind, og í vefversluninni timberland.is sem læknavísindin hafa sýnt fram á að skipta verulega miklu máli þegar kemur að því að hægja á sjúkdómsferlinu. Það er okkar von að framlag okkar verði grunnur að afþreyingarsjóði fyrir skjólstæð- inga Seiglunnar,“ segir Erla. Óbilandi trú á Timberland Timberland á Íslandi rekur þrjár verslanir; í Kringlunni, Smáralind og netverslunina timberland.is. „Verslunin í Smáralind var opnuð í júní í sumar og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Verslunin í Kringlunni er nánast óbreytt frá stofnun árið 2002 og hefur allt annað og hlýlegra yfirbragð en nýja verslunin í Smáralind, sem er mjög björt og falleg. Við grínumst stundum með það að okkar stærsta framlag til samfélagslegrar ábyrgðar sé að hafa ekki endurnýjað verslunina í Kringlunni,“ segir Erla og hlær. Nú er vetur konungur á næsta leiti og allar verslanir Timberland fullar af vetrarskóm fyrir alla fjöl- skylduna. „Við höfum fjölbreytt úrval af frábærum herrafatnaði, mjúkum bómullarbolum, skyrtum, hlýjum og góðum peysum og úlpum. Skór verða nú væntanlega alltaf aðal- atriðið hjá Timberland og þá ekki síst sá guli, The Original Yellow Boot, sem verður fimmtíu ára á næsta ári,“ segir Erla. Í gegnum árin hafa bæst við nýjar tegundir af skóm hjá Timber- land og margir eiga sína uppáhalds Timberland-skó. „Okkar sérstaða hefur verið frá- bær þjónusta og persónuleg aðstoð við viðskiptavini. Við höfum verið afskaplega heppin með fólkið okkar og má þar nefna sérstaklega Margitu Keire, verslunarstjóra í Kringlunni, sem unnið hefur hjá Timberland á Íslandi í níu ár, og Þórgunni Guðgeirsdóttur sem nýlega hóf störf sem verslunar- stjóri í Smáralind. Þær hafa báðar óbilandi trú á Timberland og hafa afskaplega gaman af því að aðstoða viðskiptavini við val á skóm eða fatnaði, enda um gæðavörur að ræða og því óhikað hægt að mæla með þeim.“ Erla segir þau hjónin afskap- lega þakklát fyrir að hafa fengið Það er okkar von að framlag okkar verði grunnur að afþrey- ingarsjóði fyrir skjól- stæðinga Seiglunnar. 2 kynningarblað A L LT 6. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.