Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 40

Fréttablaðið - 06.10.2022, Síða 40
Vorblótið á tónleik- unum nú var í stuttu máli sagt guðdómlegt. Túlkunin einkenndist af gríðarlegri snerpu og hnitmiðaðri stígandi. TÓNLIST Sinfóníutónleikar Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Veronique Vöku, Daníel Bjarnason og Igor Stravinskí Einleikari: Sæunn Þorsteinsdóttir Stjórnandi: Eva Ollikainen Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 29. september Jónas Sen Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á f immtudagsk völdið byrjuðu skuggalega. Flutt var Cata- morphosis eftir Önnu Þorvalds- dóttur undir stjórn Evu Ollika- inen. Nafn verksins er myndað úr tveimur orðum, catastrophe eða katastrófu og metamorphosis, það er umbreytingu. Innblásturinn mun vera gjöreyðing mannkyns ef ekkert verður gert í umhverfismálum. Tónlistin var heillandi. Hún byrjaði á hálfgerðri ringulreið, á sársaukafullum hljómum sem líkt og misstu fókusinn í hvívetna. Smám saman birti þó til og var það ákaflega áhrifamikið. Hljómarnir voru ekki af þessum heimi, stef- brot og hendingar voru grípandi. Magnþrungin undiralda skapaðist sem var alveg einstök. Útkoman var vímukenndur tónaseiður sem hitti beint í mark. Langloka sem komst ekki á flug Næsta tónsmíð var ekki eins spenn- andi. Þetta var sellókonsert eftir Veronique Vöku og var Sæunn Þor- steinsdóttir í einleikshlutverkinu. Hugmyndin að tónlistinni mun hafa vaknað þegar tónskáldið sá gamalt kort af Síðujökli og bar það saman við ástand hans í dag. Tón- listin fjallaði því um svipað og fyrr- nefnda verkið, en var bara ekki eins kjarnyrt. Í staðinn var hálfgerð lang- loka gruggugra hljóma sem virtust aldrei hafa neinn sérstakan tilgang. Það var eins og tónskáldinu lægi ekki neitt á hjarta. Einleikurinn var góður sem slíkur, Sæunn spilaði yfirleitt af nákvæmni, en það hafði lítið að segja. Hvergi voru laglínur, hvergi var nein markverð hrynjandi, hvergi var skáldskapur. Í staðinn var bara marklaus, óspennandi áferð, hvorki fugl né fiskur. Dálítið útþynnt Síðasta verk fyrir hlé var Bow to String eftir Daníel Bjarnason. Það er til í ýmsum útgáfum, allt frá fyrir selló eingöngu og fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit eins og heyra mátti núna. Upprunalega útgáfan er mun einbeittari en sú sem hér var boðið upp á. Fyrsti kaf linn, með röddum mjög ólíkra hljóðfæra, var dálítið útþynntur, það vantaði ákveðnari heildarhljóm. Í plokkkenndum öðrum kaf l- anum var hljómsveitin ekki nægi- lega samtaka til að skapa viðeigandi áhrif, en hugleiðslukenndur loka- kaflinn var f lottastur. Himneskar laglínur sellósins við ofurveika hljómsveitarhljóma voru einkar fal- legar og hástemmdar. Sellóeinleik- urinn var sömuleiðis hjartnæmur. Slagsmál á frumflutningi Eftir hlé var Vorblót eftir Stravinskí á efnisskránni. Frumf lutningur blótsins í París árið 1913 var afar dramatískur og markar tímamót í tónlistarsögunni. Þetta er ball- ett og hann vakti hörð viðbrögð vegna framúrstefnulegs tónmáls og óvanalegra danshreyfinga. Menn höfðu aldrei séð og heyrt annað eins og margir urðu mjög reiðir. Eftir því sem á leið flutninginn mögnuðust upp lætin í áhorfendunum, og að því kom að varla var hægt að heyra tónlistina. Á endanum brutust út blóðug slagsmál. Vorblótið á tónleikunum nú var í stuttu máli sagt guðdómlegt. Túlk- unin einkenndist af gríðarlegri snerpu og hnitmiðaðri stígandi. Margbrotið tónmálið var útfært snilldarlega af hljóðfæraleikur- unum; hver tónn var á sínum stað. Samspilið var hárnákvæmt og heildarhljómurinn prýðilega mót- aður. Lokahnykkurinn var svo glæsilegur að maður fékk gæsa- húð. n NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir voru misjafnir fyrir hlé en svo rættist úr. Brjálæðislegt Vorblót og gjöreyðing mannkyns Staðarlista- maður Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Sæunn Þorsteinsdóttir, frumflutti nýjan selló- konsert eftir Veronique Vöku undir stjórn Evu Ollikainen. MYND/HARI n Listin sem breytti lífi mínu Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld segir lesendum Fréttablaðsins frá listinni sem breytti lífi hans, annars vegar skáldsögu og hins vegar leik- sýningu. „Mamma skipaði mér að lesa Músina sem læðist eftir Guðberg Bergsson þegar ég var tólf ára, annars væri ekkert hægt að tala við mig um bókmenntir. Ég man að mér leið við lesturinn eins og einhver hefði prílað ofan í sálina á mér og lýst því hvernig hún virkaði. Ótrúlegur texti. Rambó 7 eftir Jón Atla í Þjóð- leikhúsinu í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar hlýtur að teljast gæjalegasta leiksýning allra tíma. Egill Heiðar rúllaði þessu flotta verki Jóns Atla upp og Vesturport sprakk út, sýndi eitthvað alveg nýtt í leik á ís- lensku sviði, grunar mig. Auðvitað dáðist fólk að þeim, fannst þau ung og fögur en þau voru ekki síst tæknitröll, flott fagfólk, allt hand- verk upp á tíu, þau gáfu sér engan afslátt. Þegar ég sá Rambó 7 sat Björk Guðmundsdóttir í salnum. Undir lok verksins þrammar Ólafur Darri um sviðið og það rymur í honum þar til hann byrjar orga: „Björk, Bjöörk, Bjööörk,“ og síðan garga: „Björk motherfucker! Bjöööööörk motherfucker!“ Salurinn nötraði allur af skelfingu og sko, hópurinn örvaðist, það var bara þannig. Dásamlegt leikhús. Það fylgdi sýningunni svo mikill nútími og harka og frelsi og hún bjó til leyfi sem við hin höfum geta tekið okkur síðan. Mögnuð sýning.“ n tsh@frettabladid.is A! Gjörningahátíð hefst á Akureyri í dag og stendur yfir til sunnudags. Er þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin. Tuttugu og þrír alþjóð- legir listamenn taka þátt í hátíðinni sem er sú eina á Íslandi þar sem fókusinn er alfarið á gjörningalist. „Við erum í raun eina hátíðin sem sérhæfir sig einungis í gjörningalist á Íslandi og þessi sena er ótrúlega lítil í heiminum. Að gera þetta hér á Akureyri er nánast fullkomið því að listamennirnir sem koma héðan, síðan Rauða húsið var á 8.  ára- tugnum, eru búnir að mennta fólk í gjörningalist,“ segir Guðrún Þórs- dóttir, einn skipuleggjenda. Rauða húsið var frægt gallerí á Akureyri í kringum 1980 þar sem haldnir voru gjörningar, tónleikar, myndlistarsýningar og annað. „Að hafa svona hátíð skiptir svo miklu máli til að gefa vítamín inn í samfélagið. Þannig að það sem stendur upp úr á þessari hátíð er í rauninni bara að við séum að halda þetta, það er bara frábært,“ segir Guðrún. Á A! Gjörningahátíð kennir ýmissa grasa o g e n d u r s p e g l a gjörningarnir nán- ast allar listgreinar, allt frá myndlist og sviðslistum til tón- listar og ritlistar. „Það sem gjörninga- listin hefur er að hún getur í rauninni sam- einað öll listformin í einn performans. Það er auðv itað ek ker t markmið en við höfum reynt þessi síðustu ár að hafa listafólk úr öllum listgreinum. Sviðslist, myndlist, ritlist og í ár erum við með sirkuslistamenn sem koma frá Króatíu,“ segir Guðrún. Hún nefnir sérstaklega rússnesku listakonuna Olyu Kroyter sem er búsett í Skagafirði. „Olya er kanóna og er með útigjörning þar sem hún mun labba í gegnum bæinn og í gegnum Akureyrar- kirkju. Það er engin helgislepja í því samt en kannski pínu heil- agt að fá að ganga þar í gegn,“ segir Guðrún. Aðr ir l ist amenn á hátíðinni eru Áki Sebasti- an Frostason, Dýrfinna Benita Basalan, Kaktus, Pastel ritröð, Rösk, Tri- cycle Trauma, Örn Alex- ander Ámundason ofl. Dagskráin fer fram víða um Akur- eyri og frítt er inn á alla viðburði. n Vítamínsprauta inn í samfélagið Guðrún Þórsdóttir, einn skipuleggjenda A! Gjörningahátíðar. MYND/AÐSEND 30 Menning 6. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 6. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.