Austurglugginn


Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 6

Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 6
6 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 6. september Ekkert getur stuðlað jafnvel að hag- vexti til lengri tíma og samgöngur og menntun. Fyrir seinustu kosn- ingar velti stór hluti kjósenda á Austurlandi fyrir sér hvað flokkarnir væru tilbúnir til að gera í samgöngumálum. Það er athyglisvert að enginn flokk- anna, eða frambjóðendur, komu fram með aðdáunarverðar hugmyndir um uppbyggingu samgangna þar sem þær eru verstar og erfíðastar. Komið var fram með varfærnislegar tillögur í samgöngumálum sem einkenndust af skammsýni og ótta við það að takast á við raunveruleikann. Enginn fram- bjóðandi í Norðausturkjördæmi þorði að takast á við hugmyndir margra framsýnna sveitarstjórn- armanna um Samgöng, sem er jarðgangnaröð á Austijörð- um. Hins vegar var stuðst við varfæmishugmyndir þar sem frambjóðendurnir reyndu að taka undir stefnulausa uppbygg- ingu á víð og dreif, m.a. af ótta við hrepparíg og togstreitu milli byggðarlaga. Það sem eftir situr nú er sundurlaus samgönguáætl- un fyrir kjördæmið. Enginn þingmaður kjördæmisins virð- ist hafa þá skoðun að stórstígar og hraðar framkvæmdir í sam- göngumálum hafi stórfenglega þýðingu varðandi búsetu- og atvinnuskilyrði í íjórðungnum. Hafi einhver þingmaður fjórð- ungsins þá skoðun, þá þorir hann einhverra hluta vegna alls ekki að koma fram með hana og berjast fyrir henni með kjafti og klóm. Kannski taka þingmenn kjördæmisins frama í þingflokk- um og nefndum fram yfir alvöru V_______________________ hugsjónir sem geta stuðlað að uppbyggingu Austurlands. Þegar Síminn var seldur var núkilvægasta tækifæri lands- byggðarinnar kastað á glæ. I stað þess að nýta fjármunina til að klára samgöngukerfí Is- lands var ákveðið að ráðast í tugmilljarða byggingu hátækni- sjúkrahúss. Enginn veit einu sinni hvað hátæknisjúkrahús er. Almenningur veit ekki betur en svo að Landspítalinn sé ágætis sjúkrahús með fínan tækjakost, en vanti reglulega fjármuni til að geta þjónustað sjúklinga sína ágætlega. Hví þarf þá að bæta við báknið og framleiða fleiri ijárvana stofnanir? Þingmenn landsbyggðarinnar sátu og brostu í kampinn þegar stjórn- málamenn sem nú eru flúnir af hólmi tóku þessar ákvarðanir án nokkurrar skynsemi. Meira að segja var Alfreð Þorsteinsson valinn til að sjá um byggingu hátæknisjúkrahúss, sennilega vegna þess hversu vel honum hafði tekist að fara langt fram úr kostnaðaráætlunum við bygg- ingu glæsihallar Orkuveitunnar í Reykjavík. Nú hafa landsbyggðarþingmenn Samfylkingarinnar og Sjálf- stæðisflokksins tækifæri til að gera breytingar á áformum fyrri ríkisstjórna og fara fram á að fjármunir sem urðu til við sölu Símans verði einnig notaðir í mikilfenglega uppbyggingu á samgöngukerfí landsbyggð- arinnar. Sjái þeir ekki þörf fyrir það, hafa þeir í það minnsta tækifæri til að setja fram kröfu um að fagaðilar stjómi bygg- ingu hátæknisjúkrahús, en ekki sérvaldir flokksgæðingar. Austur*gluggmti Póstfang: Brekkugata 9, 730 Reyðarfjörður Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent Auglýsingastjóri: Erla Sigrún Einarsdóttir 477 1571 - 891 6484 - eria@agl.is Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Einar Ben Þorsteinsson 896 5513 - frett@agl.is Blaðamaður: Gunnar Gunnarsson 477 1755 - 848 1981 - frett@agl.is Fréttaritari á Vopnafirði - Bjarki Björgólfsson 85 49482 - kompan@vortex.is Einar Már Sigurðarson um ályktun SUF: „Margur heldur mig sig!” í síðustu viku sendi Samband ungra Framsóknarmanna frá sér ályktun þar sem kallað var eftir fram- kvæmd Samfylkingarinnar á lof- orðum til námsmanna í framhalds- skólum fyrir seinustu kosningar. I loforðunum fólst að Samfylkingin vildi fella niður innritunar- og efn- isgjöld í framhaldsskólana. í álykt- uninni segir að ábyrgðarlaust sé að fara fram með loforð af af þessu tagi sem hafi bein áhrif á fjárútlát ungs fólks, og skorar stjórn SUF á þingmenn Samfylkingarinnar að standa við gefin loforð. Ekki framkvæmt daginn eftir kosningar Þegar Austurglugginn tók púlsinn á Einar Már Sigurðarsyni þingmanni Samfylkingarinnar fyrir Norðaust- urkjördæmi fannst honum álykt- unin einkennileg. “Margur heldur mig sig! Framsóknarflokkurinn hefur í áraraðir gengið á bak kosn- ingaloforða sinna, og sett sig í skjól Sjálfstæðiflokksins þegar spurt Jakob Hrafnsson hefur verið um efndir. Það er ekki hægt að fara fram á það að hægt sé að koma hlutum sem þessum í framkvæmd daginn eftir kosn- ingar. Það er skýrt hvað við ætlum að gera í þessum málum, og það kemur fram í stjómarsáttmálanum að stefnt er að því að nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum.” EBÞ Guðmundur Bjarnason ráðinn verkefnisstjóri Guðmundur Bjarnason, fyrrver- andi bœjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í stjórnunar- og stefnumótunarteymi Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Guðmundur hefur viðamikla reynslu af sveitastjórnarmálum og stjómsýslu og mun hann meðal annars hafa yfímmsjón með verk- efnum sem snúa að samskiptum við ríkið og sveitarfélög. Guðmundur var bæjarstjóri í Nes- kaupstað frá árinu 1991 til ársins 1998. Hann gegndi lykilhlutverki við sameiningu sveitarfélaga á Austfjörðum sem varð að veruleika árið 1998 og tók við starfi bæj- arstjóra Fjarðabyggðar eftir sam- eininguna. Hann gegndi því starfi til haustsins 2006. Guðmundur var varabæjarfulltrúi og síðar bæj- arfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið í Neskaupstað á ámnum 1974-1998. Guðmundur hefur setið í fjölmörg- um stjórnum og ráðum í gegnum tíðina á vegum hins opinbera, fyrirtækja og knattspymuhreyf- ingarinnar. Hann sat m.a. í stjóm Guðmundur Bjarnason. Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi 1991-1994, í stjóm Sambands íslenskra sveit- arfélaga 1994-2002 og var varafor- maður þess 1998-2002. Hann var starfsmannastjóri Síldarvinnslunar í Neskaupsstað 1977-1991 og kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupsstað 1973-1977. Guðmundur útskrifaðist með BA próf í þjóðfélagsfræði frá Háskóla íslands árið 1975. Fréttatilkynning

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.