Austurglugginn - 06.09.2007, Qupperneq 7
Fimmtudagur 6. september
AUSTUR • GLUGGINN
7
Spurning
vikunnar
Spurt í leikskólanum
Kærlbær á Fáskrúðsfirði.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera á Fáskrúðsfirði?
Malen Valsdóttir,
4 ára
Leika mér í Mömmó.
Karítas Embla Óðinsdóttir,
B ára
Leika mér I sandkassanum
og að slá með pabba.
Lúðvík Héðinn Gunnarsson,
5 ára
Að hjóla.
Anya Hrund Shaddoch,
5 ára
Þegar er nammidagur og á
trampólín.
Michael Warin,
4 ára
Það er skemmtilegast að
fara í Úlfaleik.
Umspil um sæti í 2. deild karla:
Sigur Leiknismanna
breytti engu
Úr leik Hugins og BÍ/Bolungarvík á isafirði á laugardag.
Mynd: Hálfdán Hálfdánsson.
Leiknir F. sigraði Tindastól 3-2
í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði á
þriðjudagskvöld. Leikurinn var
seinni leikur liðanna í umspili um
laust sæti í 2. deild karla að ári.
Tindastóll hafði unnið fyrri leik
liðanna á Sauðárkróki á laugardag-
inn. Það var erfitt verkefni sem beið
Leiknismanna, því þeir þurftur að
sigra leikinn með þremur mörkum
til að komast áfram í keppninni.
Eins marks sigur Leiknis reynd-
ist því miður ekki nóg, og heldur
félagið áfram að spila í neðstu
deild að ári.
Huginn í vondum
málum
Huginsmenn áttu einnig að spila á
sama tíma á þriðjudag, en leiknum
var frestað til miðvikudags þar sem
ekki gekk að fljúga gestunum frá
Isafirði þennan dag. Huginsmenn
höfðu lagt upp í langt ferðalag til
Isafjarðar á laugardag og ekki haft
erindi sem erfiði og töpuðu þeir
fyrir sameinuðu liði ísfirðinga og
Bolvíkinga 3-1. Mark Hugins á
Isafirði gæti reynst dýrmætt og því
ekki öll nótt úti enn.
EBÞ
Vissir þú...?
Að árið 1997 voru skráðir 2.161 nemendi í grunnskólana á Austurlandi, árið 2006 hafði þeim fækkað niður 1.882.
Að árið 1997 voru skráðir 24.031 nemandi í grunnskólana á Höfuðborgarsvæðinu, árið 2006 hafði þeim fjölgað í 26.228.
Að árið 1999 var heildarfjöldi nemenda á framhaldsskólastigi á Austuriandi 889, árið 2006 hafði þeim fjölgað í 1.058.
Að árið 1996 brautskráðust 94 austfirskir stúdentar, árið 2005 hafði þeim fjölgað í 105. Aldrei hafa verið brautskráðir eins
margir og árið 2003 eða 136 talsins.
Að á árunum 1996-2005 brautskráðust 624 kvenstúdentar og einungis 360 karlstúdentar frá Austurlandi. Kvenstúdentar á
tímabilinu eru því 73% fleiri en karlstúdentar.
Áskriftarseðill
Austurglugginn er útbreyddasta fréttablað á
Austurlandi sem flytur fréttir úr öllum fjórðungnum.
Fylgstu með - pantaðu áskrift!
Ég óska eftir áskrift að Austurglugganum
Nafn áskrifanda:
Heimilisfang:
Póstáritun:
Símanúmer:
Verð í lausasölu kr. 350 / Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (285 kr. eintakið)
~^\ Vísa/Euro [H Gíró
Iffl Hœgt er að gerast áskrifandi með Pantaðu áskrift núna
pví að senda tölvupóst á: erla@agl.is í síma: 8916484