Austurglugginn - 06.09.2007, Síða 9
Fimmtudagur 6. september
AUSTUR • GLUGGINN
9
Bragðlaust á Vilhjálmsvelli
Frekar tilprifálítill leikur sem fór fram milli Hattar og Magna frá Grenivík í 2. deild karla á laugardag
fyrir framan um 60 áhorfendur pegar Höttur landaði sigri 1-0. Magni berst hatrammlega fyrir veru sinni
í deildinni.
Það voru Hattarmenn sem voru
mun betri aðilinn í leiknum og náðu
að skapa sér nokkur ágætis skot-
tækifæri í fyrri hálfleik. Allra besta
marktækifæri leiksins fékk Denis
Curic, sem var bestur Hattarmanna
í leiknum, þegar hann komst einn
inn fyrir vöm Magna en lét verja frá
sér. Eina mark leiksins kom á 41.
mínútu, þegar að Stefán Eyjólfsson
skaut góðu langskoti neðst í vinstra
markhornið á blautu grasinu.
Leikurinn var heldur bragðdaufur
það sem eftir lifði og náðu Hatt-
armenn ekki að skora fleiri mörk
þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn
í leiknum. Það hefði allt eins getað
komið þeim í koll því í lok leiks-
ins gerðu leikmenn Magna hríð að
marki Hattarmanna sem þess vegna
gat endað með marki.
Með sigrinum treysti Höttur sig í
sessi í deildinni og berst um sjötta
sætið við Völsung, en eftir situr lið
Magna í vandræðum á botni deild-
arinnar. EBÞ
Staðan í 2. deild karla
1 Haukar 16 11 5
2 Selfoss 16 10 3
3 ÍR 16 8 6
4 KS/Leiftur 16 8 6
5 Afturelding 16 8 1
6 Völsungur 16 6 2
7 Höttur 16 6 2
8 ÍH 16 2 4
9 Sindri 16 3 1
10 Magni 16 2 2
0 41 - 13 28 38
3 35 - 14 21 33
2 35 - 14 21 30
2 30- 17 13 30
7 24- 19 5 25
8 21 -23 -2 20
8 22-26 -4 20
10 21 -35 -14 10
12 17-58 -41 10
12 11-38 -27 8
\
Slúttmót Freyfaxa
Lokamót ársins í hestamennskunni
á Austurlandi
Hestamannafélagið Freyfaxi
heldur lokamót sumarsins í Stekk-
hólma á laugardaginn. Mótið er
jafhframt lokamót Töltmótaraðar
Freyfaxa sem hófst í vor og verða
sigurvegarar krýndir í öllum flokk-
um. Fyrr í sumar var ráðgert að
halda Opið Austurlandsmót en það
mót féll niður vegna dræmrar þátt-
töku. Nú verður hins vegar reynt á
nýjan leik. A heimasíðu félagsins,
www.freyfaxi.net, kemur fram
að ætlunin sé að halda frjálslegt
og skemmtilegt eins dags mót,
þar sem menn gera upp sumarið í
félagshúsinu í lok dagsins.
EBÞ
Blær frá Torfunesi tekin til kostanna á Fjórð-
ungsmóti í sumur. Mynd: Jens Einarsson
1. deild karla
Engin úrvalsdeild?
Draumur Fjarðabyggðar um úrvalsdeildarsœti
virðist úr sögunni eftir að íiðið tapaði gegn Leikni á
Eskifjarðarvelli í seinustu viku.
Fátt var um opin færi í fyrri hálf-
leik en eftir því sem á hann leið
virtust heimamenn ná betri tökum
á leiknum. Það var því gegn gangi
leiksins sem Leiknismenn komust
yfir á lokamínútu hálfleiksins
þegar Helgi Pétur Jóhannsson
náði boltanum eftir að Hauki Ing-
vari Sigurbergssyni skrikaði fótur.
Helgi lagði boltann fyrir sig og
skaut honum í fótlegg Andra Hjör-
vars Albertssonar þaðan sem hann
sveif í boga yfír Srdjan Rajkovic í
markinu.
Seinni hálfleikur fór að langmest-
um hluta fram á vallarhelmingi
Leiknismanna sem héngu eins og
hundar á roði á forystunni. Vörn
þeirra opnaðist nokkrum sinnum
en leikmönnum Fjarðabyggðar
tókst ekki að nýta þær glufur.
Hættulegustu færin fengu Jón
Gunnar Eysteinsson, sem skall-
aði í þverslá eftir hornspymu og
Jóhann Benediktsson, sem brenndi
af dauðafæri eftir að Andri Hjörv-
ar hafði rennt boltanum til hans
frá markverðinum. Til að strá salti
í sár Fjarðabyggðar virtist dómari
leiksins lítinn áhuga hafa á að
benda á vítapunktinn eftir að bolt-
inn virtist í tvígang fara í hendur
Leiknismanna innan teigs.
Þegar fjórar umferðir em eftir er
Fjarðabyggð í fimmta sæti, níu
stigum á eftir Fjölni sem er í þriðja
sætinu en það veitir úrvalsdeild-
arsæti.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari
Fjarðabyggðar, var sáttur við
frammistöðu sins liðs í síðari hálf-
leik. „Við spiluðum vel en gáfum
mark. Við héldum boltanum á
jörðinni og létum hann rúlla og
sendingarnar voru góðar. Liðið
sem við spiluðum á móti átti ekki
skot á markið í seinni hálfleik, ekki
horn, ekki innkast á okkar vall-
arhelmingi en fór samt heim með
þrjú stig. Svona er fótboltinn."
Einn gegn mörgum. Jón Gunnar Eysteinsson leitar að leið i gegnum vörn Leiknis.
Mynd: GG
Staðan í 1. deild karla
1 Þróttur R. 18 14 1 3 39 - 17 22 43
2 Grindavík 18 13 2 3 35 - 16 19 41
3 Fjölnir 18 12 3 3 51 - 19 32 39
4 ÍBV 18 9 5 4 31 - 17 14 32
5 Fjarðabyggð 18 9 3 6 20 - 13 7 30
6 Þór 18 5 4 9 28-34 -6 19
7 Leiknir R. 18 4 6 8 18-24 -6 18
8 Stjaman 18 4 4 10 34-39 -5 16
9 Njarðvík 18 3 7 8 17-26 -9 16
10 Víkingur Ó. 18 4 4 10 20-31 -11 16
11 Reynir S. 18 3 6 9 21 -49 -28 15
12 KA 18 4 3 11 11-40 -29 15