Austurglugginn - 06.09.2007, Síða 10
10 AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. september
Foreldrasamstarf
í skólum hefur áhrif
Þegar barn hefur skólagöngu sína
verða foreldrarnir sjálfkrafa með-
limir íforeldrafélagi. A þess vegum
eða á vettvangi foreldra í grunn-
skólum er einnig kosið i þriggja
manna foreldraráð sem starfar
með skólastjóra. Foreldraráð eru
skipuð samkvæmt grunnskólalög-
um og eiga að tryggja foreldrum
leið til að hafa áhrif á skólastarfið.
Foreldrafélög eru hins vegar frjáls
félagasamtök og starfa eftir eigin
lögum.
á stefnumótun eykst ábyrgð þeirra
hvað þetta varðar. Það er ljóst að
góð foreldrasamvinna og samstarf
heimila og skóla hefur því mikil
forvamaráhrif. Samstarfið hefur
verið í mótun hér á landi í rúm 30
ár og gengur ekki alltaf snuðrulaust
fyrir sig. Með samvinnu og aukinni
reynslu hefur myndast ákveðið
verklag sem flestir skólastjórar
hafa tileiknað sér með tilkomu for-
eldraráða í grunnskólum. Ráðin em
yfirleitt skipuð 3 foreldmm sem
eiga böm í skólanum og em ekki
“Það er Ijóst að góð foreldrasamvinna og
samstarf heimila og skóla hefur pví mikil
forvarnaráhrif. Samstarfið hefur verið í mó-
tun hér á landi í rúm 30 ár og gengur ekki
alltaf snuðrulaust fyrir sig. Með samvinnu og
aukinni reynslu hefur myndast ákveðið verk-
lag sem flestir skólastjórar hafa tileiknað sér
með tilkomu foreldraráða ígrunnskólum.”
segir Helga Margrét Guðmundsdóttir
V_________________________________________J
F oreldr asamvinna
leiðir til betri líðan
Rannsóknir sýna að ávinningur af
foreldrasamvinnu og góðu sam-
starfi heimila og skóla leiðir til
betri líðan bama, betri námsárang-
urs og minna brottfalls úr skóla
þegar á líður skólagöngu bamsins.
Það er því mikið í húfi að jákvæð
viðhorf ríki milli aðila, menn taki
höndum saman og foreldrar séu
virkir í skólastarfmu.
Kennarar benda á að mikilvægt sé
að foreldrar fylgist vel með námi
bama sinna og margir umsjóna-
kennarar hafi átt góða samvinnu
við foreldra um að bæta bekkj-
arbrag þar sem þessir aðilar hafa
haft samstarf um nám, leik og starf
innan sem utan skólans.
Forvarnaráhrif
foreldrasamvinnu
Samstarf foreldra er grasrótarstarf
og eflir ekki bara og styrkir sjálfs-
mynd bama og unglinga heldur
getur haft víðtæk áhrif á mannlíf og
hverfisvitund fólks. Með tímanum
gárast áhrif þess ekki bara út í nán-
asta samfélag skólans heldur þjóð-
lífið allt. Með aukinni vitundar-
vakninu meðal foreldra um þau
áhrif sem samstarfið getur hafl t.d.
starfsmenn skólans. Foreldrum ber
skylda til að kjósa fulltrúa í ráðið á
sínum vettvangi og þannig er for-
eldrum sköpuð formleg leið til að
hafa áhrif á starf og stefnumörkun
skólans. Nokkur blæbrigðamunur
er á bekkjarstarfi og foreldrasam-
starfi eftir skólum, hverfum og
landshlutum.
í 16. grein grunnskólalaga nr
66/1995 segir: “Foreldraráð
fjallar um oggefur umsögn til skól-
ans og skólanefndar um skólanám-
skrá og aðrar áœtlanir sem varða
skólahaldið ogfylgist með að áætl-
anir séu kynntar foreldrum svo og
með framkvœmd þeirra. ”
Skólastjóri starfi með
foreldraráðum
Skólastjórum ber að starfa með
foreldraráðum og veita þeim upp-
lýsingar um starfið í skólanum.
Foreldrar geta yfirleitt séð á heim-
síðum skóla hverjir eru
í foreldra ráði viðkomandi skóla og
þar er oft hægt að nálgast þar fund-
argerðir foreldraráðsins. Foreldrar
eru hvattir til að kynna sér vel
skólastarfið og koma hugmyndum
sínum og ábendingum um það
sem betur má fara til ráðsins eða
í gegnum bekkjafúlltrúa og for-
eldrafélög.
Skólastarf og fjölskyldulíf eru ekki
aðskildir þættir
Nokkur sveitafélög greiða fyrir
setu í foreldraráðum eins og
önnur nefndarstörf og er það til
fyrirmyndar. Foreldraráðin eða
svæðaráð, þar sem eru fleiri en
einn skóli, kjósa sér yfirleitt einn
fulltrúa sem situr í skólanefnd og
hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
Þannig hafa foreldrar aðkomu að
stjómsýslu skóla með beinum og
óbeinum hætti.
Við heyrum stundum vangaveltur
um það hvort foreldrar séu hæfir
til að koma með þessum hætti að
skólastarfinu og hvort rétt sé að
foreldrar hafi “eftirlif ’ með skóla-
haldinu eins og sumir vilja kalla
það. Einhverjir spyrja líka hvort
raunveruleg þörf sé á foreldraráð-
um í grunnskólum og hvort sveit-
arstjóm, skólanefnd, skólastjórar
og starfsfólk skóla geti ekki verið
umsagnaraðilar um eigin áætl-
anir. Það er þó hverfandi skoðun
að skólamir séu einfærir um það.
Skólastarf og heimilislíf eru ekki
tveir aðskildir pólar. Við sem störf-
um í foreldrasamfélaginu og að
forvömum höfum marg oft orðið
vitni að því hvemig samstarf heim-
ila og skóla og einmitt samvinna
skólastjóra og foreldraráða hefur
skilað góðum árangri, bætt skóla-
starf og um fram allt bætt líðan
bama í skólum sem hefur áhrif á
Helga Margrét Guðmundsdóttir
verkefnastjóri hjá Heimili og skóla
- landssamtökum foreldra.
allt fjölskyldulíf. Einnig hefúr
ávinningur af samvinnu heimila og
skóla margvísleg önnur áhrif bæði
á aðbúnað skólanna og innra starf.
Það þykir eðlilegt í nútímasam-
félagi að þeim sem hagsmuna eiga
að gæta sé gert kleift og skylt að
taka afstöðu til mála sem þá varða
og næst á eftir nemendum em for-
eldrar stærsti hópurinn sem skólinn
þjónar. Þannig verður lýðræðið
virkara og þess vegna hvetjum við
foreldra og aðstandendur bama til
að. taka þátt í störfum foreldrafé-
laga og kynna sér starfsemi þeirra
núna í skólabyrjun.
Virkir foreldrar - betri skóli.
Vígsla
reiðgerðis á Vopnafirði
Hestamannafélagið Glófaxi var endurvakið snemma
á árinu. Áhugamenn í félaginu hafa svo sannarlega
ekki setið auðum höndum síðan.
Grillað við reiðgerði Glófaxa á Vopnafirði Mynd: Bjarki Björgólfsson
Glófaxi hefur nú nýlokið við fram-
kvæmdir á nýju reiðgerði félagsins
og vona menn að framkvæmdimar
verði til þess að auka áhuga ungs
fólks á hestamennsku. Við vígslu
gerðisins var boðið til grillveislu
þar sem séra Stefán Gunnlaugsson
sagði nokkur orð og bað guð um
að blessa reiðgerðið.
BB