Austurglugginn


Austurglugginn - 06.09.2007, Síða 11

Austurglugginn - 06.09.2007, Síða 11
Fimmtudagur 6. september AUSTUR • GLUGGINN 11 Níundi merarseðill að norðan Fyrir skemmstu las ég í dagblaði grein eftir virtan dálkaritara, sem einnig er þekktur pólitíkus og hér að auki nýlega endurreistur alþing- ismaður fari ég ekki því meiri villur vega. Þetta er allra góðra gjalda verð hugleiðing um náttúruvemd og tjáir höfundur sig mjög andvígan fyrirhugaðri virkjun Urriðafoss. Ekki hægt að reisa lón 1 pistli þessum hnaut ég um eina málsgrein, er svo hljóðar: “Eftir því sem ég fæ best skilið er gert ráð fyrir að reisa lón fyrir ofan fossana, sem veldur því að þeir hverfa og koma aldrei aftur”. Ekki skal því leynt hér, að ég mun vera einhver mesti afglapi sem um getur varð- andi verktækni hvers kyns, enda er mér fyrirmunað að skilja hvernig reisa megi lón. Eg þykist geta séð fyrir mér veggi rísa, hallir og meira að segja turna; en lón! Skyldi ekki vilja hripa ögn úr svoleiðis risvirki? Kjöt af sláturfénaði kryddast á fæti Einhvem tíma í góða veðrinu í júlímánuði voru okkur sögð þau tíðindi í útvarpinu að kjöt af slát- urfénaði, sem beitt væri á hvönn, yrði miklu bragðmeira en ditto af gripum er nærst hefðu á venjulegu grasi. Þetta þóttu ntér miklar fregnir og góðar, enda sá ég þegar mér fyrir hugskotssjónum fjölda fagnandi bænda planta þessari jurt víðs vegar um beitilönd sin og bíða síðan sláturtíðarinnar með pen- ingablik í augum. Sópurinn skrifar: Bændurnir klappa af kæti og kunna sér ekki læti. Meðan sumarsól signir norðurpól kjöt þeirra kryddast á fæti. Langtíburtistan Þetta voru dagar mikilla tíðinda og í Spegli útvarpsins, muni ég rétt, var okkur greint frá mannlífi og viðburðum í landi er sagt var heita Langtíburtistan. Ekki festist sá ffóðleikur í mínum hripleka haus. A hinn bóginn tóku furðulegir landafræðiþankar að grautast þar og létu mig ekki í friði. Varð ég að síðustu að kveða þennan ófögnuð niður með einhverjum ráðum. Ur þessu varð: Fáorð trúlofunarsaga óþekktrar konu: Hann bað mín og skrapp svo til Burtistan ég beið hans árlangt í Kjurtistan. Þá bréf loks ég fékk, en brjóst mitt tók skrekk því að bréfið var stimplað í Hvurtistan. S.Ó.P Prófanir á vélbúnaði í Fljótsdalsstöð Á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar kemur fram að á föstudag lauk rafmagnsprófunum á vél 3 í Fljóts- dalstöð. Vélin var í fyrsta sinn tengd raforkukerfinu og látin ganga á rúmlega 22 MW í um 45 mínútur. Þar með telst vél 3 “útskrifuð” þar sem ekkert óeðlilegt kom fram. Fyrr í síðustu viku var vél 2 tengd við kerfið prufunum lokið á sama hátt. I framhaldinu hefjast prufanir á vélum 4,5 og 6 á sama hátt. Búist er við að prófanir vari út septem- bermánuð. EBÞ Austurlandið.is fékk nýjan eiganda í síðustu viku var útgáfufélagið íslensk fréttablöð ehf. sem rekur vefina austurlandið.is og norð- urlandið.is selt til nýs eiganda. Nýr framkvæmdastjóri er Kristján Örn Elíasson í Reykjavík og á rekst- urinn að haldast óbreyttur að mestu. Davíð Sigurðarson fráfarandi fram- kvæmdastjóri hefur ráðið sig til starfa hjá Skessuhorni. EBÞ Anna Valgerður Hjaltadóttir Matgæðingur vikunnar að þessu sinni er Anna Valgerður Hjaltadóttir frá Egilsstöðum. Forréttur Gæsalifra pate 500 gr lifur og hjörtu 200 gr svína spik 300 gr svínahakk 2 stk egg 1 'A dl rjómi 3 sneiðar fransbrauð án skorpu skomar í teninga 3 stk hvítlauksgeirar '/2 tsk timian 'A tsk rósmarín '/2 tsk basilikum 5 msk sherry eða púrtvín salt og svartur pipar rósapipar Hakkið lifur, hjörtu, spik og hvítlauk, hrærið saman ásamt kjöthakki, eggjum, rjóma, brauðteningum, kryddi og sherrýi. Setjið í form. Rósapip- arinn er mulinn og stráð yfir - lokið forminu með álpappír, sett í ofnskúffu og bakað í vatnsbaði 1 /2 klst við 165° álpappírinn tekinn af og bakað áfram í 15-20 mín. Borið fram með góðri berjasultu. Aðalréttur Grillaðar hreindýralundir 2 stk hreindýralundir Lundimar eru kryddaðar með salti, pipar og vill ijurtakryddi Grillað 3-5 mín á hvorri hlið. Meðlæti kartöflur rósakál og rifsberjasulta Gráðostasósa 125 gr gráðostur 250 gr rjómaostur 2 msk rifsberja sulta 2 msk rjómi 2 tsk villijurtakrydd Osturinn er bræddur við vægan hita, hrærður saman og síðan sultu, kryddi og rjóma bætt í. Desert Bláberjaís 4 eggjarauður 4 eggjahvítur ( stíf þeyttar ) /21 rjómi ( þeyttur) 100 gr sykur 300 gr bláber og 100 gr bláberjasulta ( hrært saman ) Þeytið eggjarauður og sykur saman uns það er orðið ljóst og létt. Bætið þá berjahrærunni út í og síðan þeytta rjómanum. Að lokum er eggjahvít- unum hrært mjög varlega saman. Sett í frost, gott er að hræra í ísnum fyrsta klukkutímann. Tekið úr frosti 'A klst. fyrir notkun og borið fram með ferskum berjum. Anna Valgerður skorar á sælkerann Svanhildi Hlöðversdóttur rekstrarstjóra Söluskála KHB að vera nœsti Matgœðingur vikunnar.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.