Austurglugginn - 06.09.2007, Qupperneq 12
12 AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. september
Á fleygiferð um eilífðina með Guttormi Sigurðssyni
„Best seller“ á svæðinu
Guttormur Sigurðsson, frá Hall-
ormsstað, sendi nýverið frá sér
sína fyrstu bók, „A fleygiferð um
eilífðina. “ Þar segir Guttormur
frá tveimur árum í lífi sínu, fyrir
um þrjátíu árum og spinnur sögur
af samtíðamönnum saman við
heimspekilegar vangaveltur. Aust-
urglugginn tók hús á Guttormi og
rœddi við hann um bókina, hið
daglega streð og heimspekina.
„Eg lýsi því sem gerðist í kringum
mig og persónum sem ég kynnt-
ist. Ég skrifa um skoðanir mínar
og annað á þessu tímabili eins og
ég upplifði það íyrir þrjátíu árum.
Það segir þó kannski ekki mikið
um skoðanir mínar í dag. Mig lang-
aði að koma ýmsu á framfæri sem
ég hef upplifað því mér finnst það
sérstakt. Ég er líka að opinbera
sjálfan mig því þetta er innri saga
mín. I sögunni upplifi ég ýmislegt
sem breytir skoðunum mínum
og viðhorfum. Ég vildi koma því
þannig á framfæri að mönnum
þætti það skemmtilegt aflestrar og
flétta því inn í sögur um atburði og
persónur. Ég tel að ég fari almennt
mjúkum höndum um nánast allar
persónur sem fram koma í bókinni.
I minningunni þykir mér vænt um
þessar persónur þó ég geri pínulít-
ið grín að þeim til að gera söguna
skemmtilegri. Ég óttast því ekki
slæm viðbrögð og þau sem ég hef
fengið hafa ekki verið þannig. Ég
er ekki að gera upp neinar sakir. Ég
skrifa bókina sem sanna sögu þó
hún sé með skáldlegu ívafi,“ segir
Guttormur.
Guttormur segist hafa reynt að
skrifa bók fyrir ijörtíu árum, vís-
indaskáldsögu byggða á frásögnum
um týndu eyjuna Atlantis. Onæðið
í Reykjavík var of mikið til að
honum yrði nokkuð úr verki en eftir
að hann fluttist vestur á Snæfells-
nes dró hann fram pennan. Hann
segist hafa skrifað bókina á stuttum
tíma og hún hafi verið fullgerð
fyrir tveimur árum. Tíminn frá því
hann flutti austur fyrir um ári hafi
verið nýttur í að fínpússa hana og
finna útgefanda. „Ég sýndi Sig-
urjóni Bjarnasyni handritið og hann
hringdi í mig daginn eftir og sagðist
vilja gefa bókina út. Ég er búinn að
selja sjálfur hátt í hundrað eintök.
Um daginn fór ég í Söluskálann
til að hengja upp auglýsingu. Þar
hitti ég mann og kunningja hans.
Þeir keyptu allir bókina. Þar með
hafði ég selt fjögur eintök við þetta
eina borð. Ég ætla að reyna að selja
bókina eitthvað sjálfur og vona að
mönnum verði ekki hverft við þó
ég banki upp á. Það yrði bara efni
í aðra sögu ef mér yrði hent út. Ég
fór eitt kvöld á Seyðisijörð og seldi
Eg tel að ég fari almennt
mjúkum höndum um nánast
allar persónur sem fram
koma í bókinni. í minni
unni pykir mér vænt
pessar persónur pó
pínulítið grín að
lera söguna ske
md: GG
sjö eintök á tveimur tímum. Ég fór
bara í örfáar götur og ætla að fara
aftur.
Ég hélt þetta væri ekki bók fyrir
unglinga en ég var beðinn um að
lesa upp úr henni fyrir tíunda bekk
Hallormsstaðaskóla og fékk mjög
góðar viðtökur. Þau sögðu að hún
væri „best seller á svæðinu" enda
engin önnur bók í gangi.“
Kynslóðin sem
sofnaði
Guttormur tileinkar bókina ’68
kynslóðinni, sem hann segir á bók-
arkápu hafa risið upp en sofnað svo
aftur. „Kynslóðin sem vaknaði til
vitundar um þjóðfélagsmál í kring-
um 1968 hefur fengið á sig visst
vörumerki. Hún reis upp í marg-
víslegri mynd, ekki bara í pólitík,
heldur sýndi almennt andóf gegn
víðteknum viðhorfum og braut
ýmsar hefðir og venjur víða um
heim, þó hún hafi kannski ekki náð
til íslands sem öflug bylgja. Ég ber
vissa virðingu fýrir henni en finnst
hún hafa sofnað aftur. Mér fínnst
að það hafi ekki orðið eins mikið
úr upphlaupinu og það hefði getað
orðið hefði hún byggt á sterkari
hugmyndafræði í andófi sínu.“
Guttormur segir meðlimi kynslóð-
arinnar hafa upplifað tímann hver
á sinn hátt. Hann tilheyrði þeim
sem voru róttækir í stjómmálum.
„Ég var aldrei félagi í pólitískum
samtökum. Þegar Víetnamstríðið
var í algleymingi hélt ég að ég væri
framsóknarmaður en þegar ég fór
að segja skoðanir mínar á framferði
Bandaríkjamanna í stríðinu var ég
stimplaður kommúnisti.
Umræðan þá var meiri meðal ungs
fólks og markvissari. Hún er meira
á víð og dreif í dag. Það er kannski
ágætt því þá festast menn síður
í ákveðnum kennisetningum og
pólitískum trúarbrögðum. Núna eru
menn kannski að losna úr ijötrum
sem þeir bundu sig í allt sitt líf án
þess að hugsa málin nokkum tíman
djúpt. Það tíðkaðist líka á þessum
tíma að vera með beitta gagnrýni,
enda er nokkuð af henni í bókinni."
Hver keimingin upp
á móti annarri
Meðal þeirra sem Guttormur gagn-
rýnir eru vestrænir heimspekingar,
einkum Þjóðverjinn Friedrich
Nietzsche. Það gerir hann út frá
kenningum hins fom-gríska Plat-
óns og austrænna heimspekinga,
sem hann kynnist undir lok bók-
arinnar. „Sjálfsæivsaga Yogananda
er það fyrsta sem ég les og tengist
austrænni heimspeki. Það gerði
ég af tilvilujun. Bókin var falin í
neðstu hillunni í Kaupfélaginu og
ég er ekki viss um að margir fyrir
austan hafi lesið hana. Ég hef í
gegnum tíðina rekist á fullt af fólki
sem hefur lesið hana og hún haft
mikil áhrif á. Út frá henni fór ég að
hafa áhuga á austrænni heimspeki.
Mér hefur alltaf fundist margt
heillandi í skrifum Platóns og þegar
ég gagnrýni Nietzsche geri ég það
út ffá Platón. Nietzsche er með
mun eínishyggjulegra sjónarmið.
Mér fínnst hann spila á þjóðem-
iskennd Þjóðverja til að ná í gegn.
Mér fannst miklar mótsagnir í
vestrænni heimspeki varðandi hug-
myndir og lögmál tilverunnar og
hver kenningin upp á móti annarri
og mér finnst það vera þannig enn
þann dag í dag. Ég vildi vita hver
væru hin raunverulegu sannindi á
bakvið þetta og fannst svarið koma
úr óvæntri átt. Til að geta fótað sig
í andlegri heimspeki verður maður
að kafa djúpt í sjálfan sig. Svörin er
frekar að fmna innra með hverjum
manni en í hinum ytri veraleika.“
Horft heildrænt á
málin
Guttormur tekur þó fram að hann
sé enginn heimspekingur, spekin
sé hreint áhugamál hjá honum.
„Ég er með beitta og yfirborðslega
gagnrýni í bókinni til að kalla fram
umræðu. Ég tel heimspekina þýð-
ingarmikla til að hjálpa okkur við að
þróa samfélagið í rétta átt og koma
á betra jafnvægi milli hins efnislega
og andlega. Ég er ekki viss um að
margir indverskir heimspekingar
myndu skrifa upp á þetta því þeir
myndu vilja gefa hinu andlega allt
sviðið. Mþr fínnst efnishyggjan
hafa of mikil áhrif í dag en eins
og Platón segir þá er mannveran
þrískipt, hún er á efnislegu, huglegu
og andlegu sviði. Aðalatriðið er að
þama á milli ríki jafnvægi.
Þeir sem vilja að eitt sviðið sé ráð-
andi líta ekki heildrænt á málin.
Heildræn heimspeki er ekki bara
andleg heldur tekur mið af raun-
verulegum lögmálum sem gilda í
tilveranni eins og hver önnur vís-
indi. Ég tel Nietchzsche fara villur
vegar þar sem hann fótar sig ekki í
raunveruleikanum.
Ég held að margir hafi gaman af að
pæla í þessu: eftir hverju fer þróun í
heiminum? Hver eru tengsl manns-
ins við annað í tilveranni. Það væri
gaman ef þeir sem hafa áhuga