Fréttablaðið - 12.10.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 12.10.2022, Síða 6
Ef stjórnvöld hefðu alveg frjálsar hendur um það hvort og hvenær þau tækju ákvarðanir til endur- skoðunar myndi rísa óviðunandi réttar- óvissa. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- málaráðherra bth@frettabladid.is RAUFARHÖFN Helgi Ólafsson, 93 ára rafvirki á Raufarhöfn, fékk fyrir nokkrum árum hugmynd um að smíða dreka úr járni og setja upp á hafnarsvæðinu. Framan af segir Helgi að lítið hafi gengið að koma hugmyndinni í framkvæmd,  svo hafi komist skriður á málið. Sonur hans er í hópi þeirra sem  hafa komið að smíði drekans. Fyrsta október síðastliðinn var drekinn svo vígður á hafnarsvæð- inu. Helgi segir að sér hafi verið í mun að minnast síldaráranna, umsvifanna í bænum og sögu áræðis. Drekinn er landvættur fjórðungsins. Helgi hefur afhent sveitarfélaginu drekann til eignar og umsjónar og stendur hann fyrir framan Hótel Norðurljós. Eldurinn er knúinn með olíu. Kaffiveisla fór fram í Breiðabliki, félagsheimili aldraðra á Raufarhöfn að vígslu lokinni. „Ég vona að drekinn verði þekkt kennileiti í bænum, þótt ég viti að Heimskautsgerðið verði alltaf í fyrsta sæti hér,“ segir Helgi, sem vonast til að drekinn auki enn aðsókn ferðamanna, sem þó hefur verið með mesta móti í sumar. Aldurshöfðinginn kveðst glaður að hafa náð þessu markmiði sínu áður en hann heldur til friðsælli veiðilenda. Hann er kvæntur Stellu Þorláksdóttur frá Siglufirði og eiga þau  sex börn, hann er handhafi fálkaorðu og var útnefndur iðnaðar- maður ársins fyrir tveimur árum. Helgi starfar enn við tilfallandi rafvirkjun og hefur alla tíð verið sinn eigin atvinnurekandi. n Rafvirki lét smíða eldspúandi dreka Helgi Ólafsson stendur fyrir framan drekann sinn. MYND/ HELGI JÓNSSON Menningarmálaráðherra segir að afturköllun skipanar Þjóð- minjavarðar sé háð ströngum skilyrðum. Frumvarp er komið fram sem þrengir heim- ildir til flutnings embættis- manna án auglýsingar. bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Tillaga að f lutningi Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Lista- safns Íslands, yfir í stöðu Þjóðminja- varðar, barst ráðherra frá emb- ættismönnum ráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðs- dóttur menningarmálaráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins. Áður hefur Lilja sagt í fjölmiðlum að tillagan hafi komið fram hjá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðu- neytisstjóra. „Ákvörðun um að f lytja Hörpu Þórsdóttur var eingöngu byggð á málefnalegum sjónarmiðum og á grundvelli þess að efla frekar Þjóð- minjasafnið og færa safnið inn í nýja tíma með því að skipa hæfan og reyndan safnstjóra til starfans,“ segir í svari Lilju. Lilja hefur sagt að hún geti ekki afturkallað eigin skipan þrátt fyrir hávær mótmæli og kröfu þar um hjá hluta safnafólks, fornleifafræð- ingum og fleirum. Segir í svari ráð- herra að heimildir stjórnvalds til að breyta og/eða afturkalla ákvörðun séu „mjög takmarkaðar og háðar þröngum skilyrðum“. Vísað er til rits um Stjórnsýslulögin eftir Pál Hreinsson frá 1994 þar sem segir: „Ef stjórnvöld hefðu alveg frjálsar hendur um það hvort og hvenær þau tækju ákvarðanir til endurskoðunar, myndi rísa óviðunandi réttar óvissa. Af þeim sökum eru reistar skorður við því, bæði í skráðum og óskráð- um reglum, hvenær hægt er að taka ákvörðun til endurskoðunar.“ „Ákvörðun um f lutning safn- stjóra Listasafns Íslands var tekin á faglegum forsendum og heimild- irnar byggja á sterkum lagagrunni,“ segir einnig. „Í ljósi þess eru ekki málefnalegar forsendur fyrir því að afturkalla flutninginn,“ segir í svari ráðherra, enda myndi slík ákvörðun ekki byggja á málefnalegum rökum og yrði ekki talin standast grund- vallarreglur stjórnsýsluréttar. Viðamiklar tilfærslur embættis- manna síðari ár eru mjög umdeild- ar. Jóhann Páll Jóhannsson, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur ásamt þingflokki sínum lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði greinar um flutning emb- ættismanna gildi ekki um skipan í embætti ráðuneytisstjóra og taki ekki til allra embættismanna. Reglur um auglýsingar starfa verði þrengdar. Hnykkt er á að flutningur embættismanna sé undantekning frá almennri meginreglu um aug- lýsingaskyldu. Í frumvarpinu er mælt fyrir um að dómarar, embættismenn við dómstóla og dómstólasýsluna og embættismenn sem starfa á vegum Alþingis og eftirlitsstofnana þess, það er skrifstofustjóri Alþingis, umboðsmaður Alþingis og ríkis- endurskoðandi, verði með öllu und- anskildir ákvæðinu. Þannig verði tekinn af allur vafi um að ákvæðið heimilar ekki f lutning milli hinna þriggja valdþátta ríkisins og tekur aðeins til flutnings embættismanna á vegum framkvæmdavaldsins. „Með þessu er brugðist við því hættulega fordæmi sem var sett hinn 27. janúar 2022 þegar þáver- andi ríkisendurskoðandi var flutt- ur yfir til nýs menningar- og við- skiptaráðuneytis og skipaður þar ráðuneytisstjóri með vísan til 36. gr. laga nr. 70/1996, en slík beiting ákvæðisins er ógn við sjálfstæði þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum Alþingis sem liður í eftir- litshlutverki þess gagnvart fram- kvæmdavaldinu,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. n Lilja segir að afturköllun myndi skapa réttaróvissu Lilja Alfreðsdóttir segir að hún geti ekki afturkallað skipan Hörpu Þórsdóttur í embætti Þjóðminjavarðar. Nokkrir þingmenn vilja að heimildir til flutnings embættismanna án auglýsingar verði þrengdar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lilja Alfreðsdóttir kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Árásir Rússa á almenna borgara og borgaralega innviði í Úkraínu hélt áfram í gær. Meðal annars var sprengt í borgunum Lviv í vesturhluta landsins og Zapo- rízjzja. Í Lvív eru íbúar beðnir um að takmarka rafmagnsnotkun. Leiðtogar G7-ríkjanna hittust á fjarfundi í gærdag og hétu áfram- haldandi stuðningi við Úkraínu- menn „eins lengi og þarf.“ Volody- myr Zelensk y j Úkraínuforseti ræddi við leiðtogana á fundinum. Í G7 eru Bandaríkin, Kanada, Þýska- land, Frakkland, Bretland, Ítalía, Japan og Evrópusambandið. „Ólögleg innlimun og falsaðar kosningar sem Rússland notar til að réttlæta hana verður aldrei samþykkt,“ var bókað á fundinum. Ríki G7 munu halda áfram að veita Úkraínumönnum hergögn, fjár- magn, mannúðaraðstoð og annan stuðning sem þeir þurfa. Þá voru loftskeytaárásir Rússa á almenna borgara harðlega fordæmdar, enda séu þær stríðsglæpur. Þá var ítrekuð sú afstaða að notk- un kjarnorkuvopna eða efnavopna myndi hafa alvarlegar af leiðingar fyrir Rússland. Ekki var greint frá því hverjar af leiðingarnar yrðu en fyrrver- andi herforingjar Bandaríkjahers hafa lýst því yfir hvað þeir teldu líklegast. Það er að Atlantshafs- bandalagið myndi taka beinan þátt í stríðinu, meðal annars með loftá- rásum á allar bækistöðvar Rússa í Úkraínu og tortímingar Svarta- hafsf lotans og Kerch-brúarinnar. Talið er að þessum skilaboðum hafi verið komið til stjórnvalda í Kreml í einkasamtölum. n G7 hétu stuðningi við Úkraínumenn Olaf Scholz Þýskalandskanslari hlýðir á Zelenskyj Úkraínuforseta á fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY bth@frettabladid.is SAMFÉLAG „Hvenær sem þessi mikli atburður kemur upp í huga minn fyllist ég þakklæti fyrir alla þá sem gerðu þetta að veruleika,“ segir Björn Eysteinsson, fyrirliði Íslend- inga í bridds, þegar þeir urðu heims- meistarar í Yokohama árið 1991. Í gær var 31 ár liðið síðan lands- liðið vann þetta mikla afrek. „Þolinmæði og dugnaður liðs- manna við æfingar og ævintýraleg frammistaða gleymist seint,“ segir Björn. Undirbúningur Björns sem fyrir- liða byggðist á uppbyggingu bæði andlegs og líkamlegs atgervis, sem þá þótti nýlunda. „Þessir sex snillingar hófu æfing- ar, bæði brids og líkamsrækt með fjallgöngum og hlaupum, af mikilli samviskusemi snemma vors 1991 og enduðu sem heimsmeistarar,“ segir Björn. „Það gleymist aldrei að hlusta á þjóðsönginn okkar góða á efsta palli – og koma með Bermúdaskálina heim til Íslands.“ Hvorki fyrr né síðar hefur Ísland eignast heimsmeistara í liðsíþrótt. Hálf þjóðin fylgdist með frétta- f lutningi sem endaði með beinni sjónvarpsútsendingu um miðja nótt. „Þjóðin var stolt á þessum tíma, heimsmeistararnir kjörnir menn ársins og briddsáhugi blómstraði í mörg ár á eftir,“ segir Björn. Afreksins verður minnst með ítarlegu viðtali við Guðmund Pál Arnarson heimsmeistara í glænýrri þáttaröð um bridds sem hleypt verður af stokkunum á Hringbraut næsta mánudag. Auk Guðmundar og Björns spil- uðu Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Þorlákur Jónsson, Örn Arnarson og Guðlaugur R. Jóhann- esson í liðinu sem fagnaði heims- meistaratitlinum sem margir muna vel eftir. n Briddsspilarar minnast mesta afreks hugaríþróttanna Þolinmæði og dugn- aður liðsmanna við æfingar og ævintýraleg frammistaða gleymist seint. Björn Eysteinsson, fyrirliði 6 Fréttir 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.