Fréttablaðið - 12.10.2022, Síða 9

Fréttablaðið - 12.10.2022, Síða 9
Sköpunargleði er ein mikilvægasta auðlind nútímans og fyrirtæki verða að nýta hana og efla. Birna Dröfn Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Bulby Margrét Kristín Pétursdóttir er for- stöðumaður gæðamála hjá Vísi hf. í Grindavík og formaður Kvenna í sjávarútvegi. Hún hefur gaman af golfi og jóga og væri til í að verða jógakennari ef hún þyrfti að velja sér annan starfsframa. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég á alltof mörg áhugamál miðað við frítíma. Golfið er alltaf að verða skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem manni fer fram, þó svo að forgjöfin sé ennþá leiðinlega há. Jóga er stórt áhugamál og í raun eitt- hvað sem maður tileinkar sér í verk- efnum lífsins. Ég hef verið að kenna í Orkustöðinni í Keflavík, sem er frábær leið til að jarðtengja sig eftir annasaman dag. Ég elska útivist og utanvegahlaup eru þar í miklu uppáhaldi. Sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar er fótbolti og hafa allir æft fótbolta af miklu kappi, þó svo að ég og elsti sonurinn séum þau einu sem hafa verið Íslandsmeist- arar. Stangveiði er síðan að koma sterk inn. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Salka Valka og svo sat Nóttin sem öllu breytti: Snjóflóðið á Flateyri lengi í mér. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Það koma upp alls konar krefj- andi verkefni en það sem stendur kannski mest upp úr er að halda sönsum í Covid-faraldrinum. Sam- komutakmarkanir voru ekki fyrir mig og gerðu allt aðeins erfiðara. Hvaða áskoranir eru fram undan? Mér hlotnaðist sá heiður að vera kosin formaður Kvenna í sjávarút- vegi. Félagið þykir mér vænt um og það hefur unnið gott verk í að auka sýnileika kvenna í greininni. Þó svo að strákarnir í greininni séu flottir er nauðsynlegt að fá f leiri konur í sjávarútveginn. Það er nóg af verk- efnum fram undan hjá félaginu og mun ég leggja mig alla fram við að efla félagið enn frekar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ætli ég verði ekki komin undir 15 í forgjöf og búin að klífa einhver svakaleg fjöll í toppformi. Ég ætla að vera sátt við þau verkefni sem ég hef tekið að mér og hafa ástríðu fyrir þeim verkefnum sem á mínu borði verða. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Jógakennari á Balí. Hver er uppáhaldsborgin þín? New York. n Mér hlotnaðist sá heiður að vera kosin formaður Kvenna í sjávarútvegi. Félagið þykir mér vænt um og það hefur unnið gott verk í að auka sýni- leika kvenna í grein- inni. Á alltof mörg áhugamál miðað við frítíma n Svipmynd Margrét Kristín Pétursdóttir Nám: Bsc. í líftækni frá Háskól- anum á Akureyri. Störf: Forstöðumaður gæðamála hjá Vísi hf. í Grindavík og for- maður Kvenna í sjávarútvegi. Fjölskylduhagir: Gift Jóhanni Helgasyni og saman eiga þau þrjú dásamleg börn, Helga Hafstein, 14 ára, Kamillu Kristínu, 10 ára, og Árna Hafberg, 5 ára. Margrét Kristín Pétursdóttir segir að hennar uppáhaldsborg sé New York. MYND/AÐSEND Framkvæmdastjóri nýsköp- unarfyrirtækisins Bulby segir að mikil tækifæri liggi í því að efla sköpunargleði einstakl- inga og fyrirtækja því þannig megi ná meiri árangri. Mark- mið fyrirtækisins er að efla sköpunargleði í heiminum með því að gera sköpunar- gleðiþjálfun aðgengilega. Nýsköpu nar f y r ir t æk ið Bu lby vinnur að því að þróa sköpunar- gleði-hugbúnað sem byggir á rannsökuðum aðferðum sem leiða notandann í gegnum sköpunar- gleðiæfingar, sem gera honum kleift að sjá nýjar og nytsamlegar lausnir. Birna Dröfn Birgisdóttir, fram- kvæmdastjóri Bulby, segir að hug- myndin hafi kviknað út frá doktors- námi hennar. „Þar var ég að rannsaka sköp- unargleði og því meira sem ég rann- sakaði og skoðaði, því meira komst ég að því hversu frábær eiginleiki þetta er,“ segir Birna. „Þegar ég lenti í bílslysi lærði ég ótrúlega mikið um hvernig heilinn virkar og hvernig við getum endur- forritað hann og slíkt. Sá lærdómur hefur nýst mér við þróun hugbún- aðarins.“ Birna segir að rannsóknir bendi til þess að við séum öll skapandi og getum orðið meira skapandi. „Sköpunargleði er ein mikilvæg- asta auðlind nútímans og fyrirtæki verða að nýta hana og ef la. Þess vegna er sorglegt að sjá að rann- sóknir benda til þess að sköpunar- gleði fólks hafi minnkað frá 1950. Ástæða þess er talin vera sú að mik- ill hraði sé í samfélaginu. Adobe og IBM hafa rannsakað fyrirtæki úti um allan heim og komist að því að sköpunargleði er eftirsóttasti eigin- leikinn á vinnumarkaði og sá sem erfiðast er að finna.“ Birna bætir við að sá hópur sem þau vilji byrja á að þjónusta sé fólk sem býr til efni fyrir samfélags- miðla. „Sá hópur þarf að búa til efni virkilega ört svo það er mikilvægt að þau séu skapandi. Við getum hjálpað þeim að ýta undir skap- andi hugsun til að sjá nýja vinkla til að miðla efni á sínum samfélags- Þróa hugbúnað sem eflir sköpunargleði Magdalena Anna Torfadóttir magdalena @frettabladid.is miðlum. Við getum bæði hjálpað fyrirtækjum og einstaklingum að fá nýjar og skemmtilegar hugmyndir að efni fyrir samfélagsmiðla sína.“ Birna tekur dæmi sem sýnir hvernig einstaklingurinn er leiddur í gegnum sköpunarferlið. „Segjum til að mynda að ég ætli að búa til efni um sköpunargleði. Þá er ég leidd í gegnum æfingar eins og til dæmis að tengja tilviljanakennd orð við viðfangsefni mitt, sem gæti verið að tengja sköpunargleði og lauf blað saman. Lauf blað minnir mig á haustið og haustið minnir á skólann. Út frá þessu fæ ég þá hug- mynd að skrifa um hvað nemendur geta gert í skólanum til þess að efla sköpunargleðina, sem er svo mikil- vægt þar sem hún er helsta auðlind framtíðarinnar.“ Á bak við Bulby ásamt Birnu er Hannes Agnarsson Johnson, sem sér um vöruþróun og markaðsmál. Birna segir að markmið Bulby sé að efla sköpunargleði í heiminum og þau stefni mjög langt með þessa hugmynd. „Við erum að leita að fjármagni núna og höfum fengið virkilega góð viðbrögð frá öllum. Við erum í rauninni bara alveg hissa og áttum ekki von á þessu. Fjárfestar hafa haft samband við okkur að fyrra bragði og fyrirtæki lýst yfir vilja til að kaupa hugbúnaðinn fyrir alla starfsmenn. Við erum virkilega þakklát fyrir hversu vel hefur verið tekið í þetta.“ Birna bendir á að ávinningurinn af því að ef la sköpunargleðina sé margvíslegur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið í heild. „Rannsakendur hafa skoðað fyrir- tæki sem leggja áherslu á sköpunar- gleðina og séð að þau vaxa margfalt hraðar en þau sem gera það ekki. Rannsóknir sýna einnig að það að efla sköpun getur aukið hamingju og dregið úr kvíða og þunglyndi fólks. Það getur ýtt undir starfs- ánægju, minnkað líkur á kulnun og verið mikill ofurkraftur. Mín ósk er sú að sem flestir átti sig á að við erum öll skapandi og getum orðið meira skapandi og gert lífið bara svo miklu skemmtilegra.“ n Birna Dröfn Birgisdóttir, framkvæmda- stjóri og Hannes Agnarsson Jo- hnson, sem sér um vöruþróun og markaðsmál hjá Bulby. MYND/AÐSEND MIÐVIKUDAGUR 12. október 2022 Fréttir 9FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 12. október 2022

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.